Leita í fréttum mbl.is

Morgunblaðið, góðan dag!!!

Ég fékk upphringingu frá Morgunblaðinu fyrir rúmum mánuði síðan þar sem mér var boðin ókeypis áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð, án skuldbindinga.  Ég spurði náttúrlega hvort ég þyrfti sjálf að segja því upp eftir þennan mánuð eða hvernig þetta gengi fyrir sig, en nei, ég þurfti þess ekki.  Mér var sagt að þau myndu hringja í mig aftur eftir þennan mánuð og heyra hvernig mér líkaði.

Það leið rúm vika þar til fyrsta blaðið kom inn um lúguna, og ég merkti samviskusamlega á dagatalið "1. mbl. kom"...en svo kom ekkert meir.  Ég semsagt fékk EITT blað ókeypis!  Skítt með það, hugsaði ég.  Satt að segja þá var það bara í fínu lagi, það er nógu fullur blaðakassinn samt...

En ekki er allt búið enn, því í fyrradag var hringt í mig og konan á hinum endanum sagði; "Nú ertu búin að vera að fá Morgunblaðið þér að kostnaðarlausu í einn mánuð" og ég stoppaði hana og leiðrétti þessa yfirlýsingu hennar.  "Nú, bara einu sinni?" sagði hún en virtist ekki hissa.  Svo kom það besta; "Heyrðu, það er þannig að ég hef leyfi til að bjóða þeim, sem ekki fengu blaðið þennan tíma, upp á áskrift á 50% afslætti í tvo mánuði."!!! 

Ég afþakkaði boð sem mér þótti bara alls ekki gott!!  Mér fannst nú að ef hún vildi reyna að ná mér sem kúnna (sem henni hefði ekki tekist, ég er búin að læra að segja NEI - amk. stundumGlottandi) að þá hefði hún átt að senda mér Moggann í mánuð eins og mér var upphaflega lofað!!!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er léleg sölumennska verð ég að segja.

jona (IP-tala skráð) 27.9.2006 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband