26.9.2006 | 16:53
Tilfinningar
Tilfinningar eru bara tilfinningar og þær líða hjá. Ég upplifði í dag sterka tilfinningu, eiginlega flashback, sem var töluvert sárt. Ég upplifði sársauka sem ég gekk í gegnum fyrir 8 árum síðan.
Ég var á vöknun í dag í nokkra tíma, eftir að hafa fylgt sjúklingnum "mínum" fyrst í aðgerð. Svo var ég sem sagt á vöknun á eftir. Þar koma sjúklingar af skurðstofum, sjúklingar sem tilheyra hinum ýmsu deildum, m.a. börn sem tilheyra Barnaspítala Hringsins. Þegar ég sá foreldra eins barnsins þarna inni, mamman með barnið í fanginu, barninu leið ekki vel. Þá hreinlega réðust á mig tilfinningar tengdar þessari sömu vöknun í nóvember 1998.
Ólöf Ósk fór í aðgerð, sem átti að vera smá aðgerð, en var svo miklu stærri en læknirinn hafði átt von á. Ég kom niður í vöknun til hennar eftir aðgerðina, ég heyrði í henni grátinn áður en ég kom inn, ég flýtti mér eins og ég gat til hennar. Hún var ekki vöknuð, en hún hefur alltaf vaknað illa af svæfingum, verið byrjuð að gráta áður en hún vaknað og grátið lengi á eftir.
Þar sem ég sem sagt horfði á þessa foreldra þarna í dag, þá upplifði ég svona rosalega sterka vanmáttartilfinningu og það að vera EIN, að hafa engann til að deila þessu með. Það var hræðilegt. Ég þurfti að berjast við tárin þarna í dag á meðan ég leyfði tilfinngunum að flæða upp og svo fjara út. Ótrúlega magnað. Ég var svo þakklát og glöð að sjá að með öllum börnunum sem þarna voru, voru báðir foreldrarnir. Það er svo mikilvægt að hafa einhvern með sér í allt svona, hvort sem það er maki eða einhver annar náinn ættingi eða vinur. Bara ekki að vera einn.
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Velkomin a nyjan stad, einhverrahlutavegna get eg ekki skrifad med isl støfum her, en tad reddast. eg er mjøg vanaføst og litid fyrir breytingar en tetta hlitur ad venjast :)
Eg tekki lika tessa tilfiningu, en var sembeturfer ekki ein thegar Eldar for i fyrstu adgerdina, sem heppadist svo ekki nogu vel og turfti hann ad fara aftur ari seinna. En tad er erfitt at vera vanmattugur tho madur se thad algerlega i svona sem kemur ad børnum manns. skit hrædd um ad barnid vakni ekki aftur upp af svæfingunni og alskonar hugsanir a versta veg. Mer finst erfidast at treysta thegar kemur ad strakunum minum, vil hafa stjornina og treysti engum til at passa eins vel uppa tha og vid foreldrarnir, ju kannski folk i programminu..
jona (IP-tala skráð) 26.9.2006 kl. 20:52
Takk :)
Já, þetta er magnað með vanmáttinn. Og ég á einmitt erfiðast leggja börnin mín í hendurnar á ÆM. Skrítið, eins og ég treysti honum.
SigrúnSveitó, 26.9.2006 kl. 20:59
Það er alveg skelfilegt að standa einn í svona hlutum. Mikið skil ég þig vel. Stundum pompar maður óvænt til baka í tíma og skrýtnir hlutir sem maður hélt að væru gleymdir rifjast upp. Man eftir mikilli vanlíðan þegar maðurinn sem síðar varð fyrrverandi eiginmaður minn fór til Reykjavíkur til að skemmta sér með bræðrum sínum á gamlárskvöld og ég var ein heima með átta mánaða barn. Það var ömurlegt að hlusta á fjölskyldurnar í kring skjóta upp flugeldum eftir að hafa borðað saman góðan mat, horft á áramótaskaupið og svona ... Mér fannst ég svo EIN, alveg eins og þú lýsir. Í dag myndi ég reyndar fleygja manninum öfugum í ruslafötuna og finna mér skemmtilegt fólk til að eyða kvöldinu með ... heheheh
Komdu bráðum í kaffi aftur, lofa að þú þarft ekki að sauma mig :)
Gurrí (IP-tala skráð) 26.9.2006 kl. 22:01
Úff! Þegar ég las þetta helltust yfir mig minningarnar þegar dóttir mín fór í uppskurð á höfði eftir skíðaslys. Aðgerðin tók 4 tíma og í henni miðri kom heilaskurðlæknirinn til mín og sagði að þetta gengi vel en ég yrði að undirbúa mig undir að hún yrði jafnvel mjög skert því það lak svo mikið blóð inn á heilann og þrýsti á viðkvæma staði. Hún var bara 7 ára og allt hár rakað af helmingi höfuðs og bólgan alveg rosaleg. Hún var óþekkjanleg. Það var ólýsanlegt að sjá hana vakna og þekkja mig og það ótrúlega var að hún var farin að hlaupa um á 3. degi!! Hún er kraftaverk og skurðlæknirinn fær endalaust þakklæti frá mér í hvert sinn sem ég hugsa um þetta, sem er ekki sjaldan.
Valdís (IP-tala skráð) 27.9.2006 kl. 09:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.