Leita í fréttum mbl.is

Ótrúlega upptekin kona hér á ferð...

...jamm, mikið búið að vera um að vera hjá mér.

Sko...þegar ég kom heim úr vinnunni í gær þá fór á fullt undirbúningur fyrir afmælið okkar Ólafar Óskar sem við héldum í dag, fyrir allra nánasta...sem sagt foreldra okkar hjóna og systkini okkar hjóna og viðhengi.  Þrátt fyrir að slatti af mínum systkinum búi hinu megin á landinu þá er þetta alveg töluverður fjöldi sem næst okkur stendur...  Svo það var mikið bakað...og búnir til heitir réttir í löngum bunum.

Ég var svo heppin að mamma kom í gær, og fékk ég mikla aðstoð frá henni.  Algerlega æðislegt.  Takk, mamma Kissing þú ert best.

Í dag kom svo hersingin...eða hersingarnar...og það var gaman.  Ólöf Ósk sem sagt bauð í afmælið sitt og mitt...svo ég var svo heppin að fá fullt af pökkum líka...  Ég fékk t.d. rúmföt á rúmið okkar Einars, en við áttum bara eitt sængurver eftir að við keyptum stóru sængina.  Snilld.  Svo fékk ég grifflur og baðdót (svona slakandi freyðibað og svoleiðis), og ég fékk blómvendi og blómavasa.

En ekki óska mér til hamingju strax, ég á ekki afmæli fyrr en 8. nóv.  Þetta var bara svona fyrirfram Wink

Allt í allt, algerlega frábær dagur.  Og draumur að hafa mömmu hjá okkur svona lengi.  Hún gistir ástarkoss aftur í nótt, fer í höfuðborgina seinnipartinn á morgun og svo heim í sveitasæluna á mánudaginn.  

Get bara alls ekki skrökvað neinu að ykkur í dag.  Elska ykkur... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með snúlluna

Hrönn Sigurðardóttir, 27.10.2007 kl. 21:03

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

til hamingju báðar, þetta er líka stór dagur fyrir þig iiiikkkk

AlheimsLjós til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.10.2007 kl. 23:07

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilega til hamingju með svona ánægjulegan afmælisdag.  Gott að vera með sínu fólki, það bregst ekki.  Love U 2 mín kæra.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.10.2007 kl. 01:45

4 identicon

Innilega til hamingju með afmælið elsku Ólöf Ósk!!  Vonum að helgin sé búin að vera skemmtileg og þú fengið fullt af flottum pökkum í veislunni ;)  *knús*

Ragnhildur frænka & Inga Hrönn (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband