18.10.2007 | 12:09
Steinrotaðist...
...fór sko á fætur með börnunum, kom stelpuskottinu af stað í samræmdu (meira um það á eftir...), skutlaði Jóhannesi í leikskólann, fór að æfa og svo heim...í sturtu...og lagðist svo aðeins fyrir...þetta var fyrir 2 tímum...
...og eins og sjá má á myndinni þá svaf ég meira að segja ullarsokkalaus...!!!
...sem gerist ekki oft...upplýsingar þessar eru ætlaðar ykkur til gagn og gamans
Annars er ég í prjónagírnum, kláraði IA leistana á Jón Ingva í gær...og Einar langar SVO í svona líka...
Fór og keypti meira í garn áðan, áður en ég fór heim og sofnaði...
---
Heyrðu, ég sagði að það kæmi meira um samræmduprófin... Ég veit ekki alveg hvað mér finnst, jú, eiginlega þykir mér þetta bull og vitleysa. OK, ég get skilið samræmduprófin í 10. bekk, þau skera úr um hvort krakkar fari í hraðferð eða hægferð (var amk kallað það þegar ég var á þessum aldri...fyrir 21 ári síðan...!!). En þessi samræmdupróf í 4. og 7. bekk... Sko, hérna í skóla barnanna er t.d. verið með yfirlýsingar eins og; "Við pössum upp á að skapa enga pressu", "Þetta er ekki próf, bara könnun". ENGIN pressa!!!
SAMT; eru þau látin vinna verkefni, gömul samræmd próf, í fleiri vikur fyrir þessar "kannanir"!!
SAMT; er haldin hátíð í skólanum ef þau koma vel út!!! Því að skólinn, og kennarinn, fá ekki fallega mynd á sig ef krakkarnir koma illa út...!!!
Mér þykir þetta DOBBEL MORALSK!!!
---
Mér finnst prófavesen á íslendingum, sennilega vegna þess að ég bjó svo lengi í Danmörku þar sem ekki er verið að stressa sig í að prófa börnin á þennan hátt.
Hins vegar er ég að vinna með einni sem bjó álíka lengi í Þýskalandi...og henni þykir of LÍTIÐ af prófum!!
Svona er þetta misjafnt.
En núna ætla ég að fá mér morgun/hádegismat...BRUNCH!!!
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 178853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alveg sammála, finnst þetta rugl, bull og vitleysa. Samt um að gera að prófa skólana og sjá hvernig þeir koma út, en ekki með samræmdum prófum eins og þeim sem hafa alltaf farið fram í 10.bekk. Meira að segja þeir kennarar sem ég hef heyrt í varðandi þetta (í fyrra þegar Harpa var að fara að þreyta sín próf) þá fannst þeim það hlægilegt að vera að senda 9-10 ára krakka í svona próf. Og algjör óþarfi fyrir 12 ára krakka ! Hver ræður þessu eilega :-0
Elín syssa (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 12:53
Mikið er ég sammála þér um þessi samræmdu próf í 4ja og 7unda bekk. Algjör firra. Gerir ekkert nema skapa streitu!!
Hilsen
Hrönn Sigurðardóttir, 18.10.2007 kl. 14:48
Hefði ég verið nógu vakandi og talað við fólk fyrr þá hefði ég líklega ákveðið að halda stelpunni heima þessa tvo daga. En nú er ég reynslunni ríkari og á enn tvö börn sem eiga eftir að fara í bæði 4. og 7. bekk. Ólöf Ósk fór, af skiljanlegum ástæðum, aldrei í samræmd próf í 4. bekk...enda víðsfjarri Íslandinu góða á þeim tíma.
Vinkona hennar, sem býr hérna uppi í risi, var að farast úr stressi í gærkvöldi, ástæðan var að hún er ekki góð í stærðfræði. Ég sagði við hana að hún væri góð í svo mörgu öðru, og það væri ekki hægt að vera góður í öllu. Þá kvað í henni; "Því miður"!!!
Hvað er málið??? Hvaðan kemur þessi pressa? Er það skólinn, heimilið, samfélagið?? Ég vona að dóttir mín haldi áfram að taka hlutunum með ró, og þegar hún fer að ókyrrast að hún geti þá áfram lokað augunum og gefið Guði ókyrrðina!
SigrúnSveitó, 18.10.2007 kl. 17:05
alltaf gaman að lesa svona gagn og gaman
og mikið er ég sammála þér með þessi próf, endemis vitleysa sem gerir börnin stressuð og lætur þau bera sig saman við aðra og ekki þau sjálf.
koss&kærleikur
jóna björg (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 18:18
Helv.... samræmdu prófin!
Fékk svakagóðan núðlurétt hjá Salnýju og Aðalsteini í gær. Salný gaf mér uppskriftina og ég deili henni að sjálfsögðu með þér:
Skinnlausar kjúklingabringur 200g, 1 laukur, 3 hvítlauksrif, 1 msk rifið ferskt engifer (eða þurrkað), 40 ml Hoisin-sósa, Ólífuolía 2 msk, 1 sítróna, 250 g Kínverskar eggjanúðlur, 250 g frosin kínversk grænmetisblanda, smáskvetta af Ketjap Manis sósa (sæt sojasósa).
1. Skerið kjúklingabringurnar í strimla eða litla bita. 2. Hellið 2 matskeiðum af sítrónusafa yfir kjúklinginn ásamt 1 matskeið af rifnu engifer og 1 matskeið af Hoisin-sósu. 3. Látið marinerast (gjarnan yfir nótt í kæli). 4. Skerið laukinn og hvítlaukinn. Hitið olíuna á pönnu og mýkið laukinn og engiferið í olíunni þar til laukurinn er orðinn glær. 5. Takið af pönnunni. 6. Sjóðið eggjanúðlurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka. 7. Bætið olíu á pönnuna og gegnum steikið kjúklinginn. Takið af pönnunni. 8. Steikið grænmetisblönduna á pönnunni, bætið síðan öllu á pönnuna og hrærið vel saman. Setjið smáskvettu af Ketjap Manis yfir.
Salat til að hafa með:
2 perur, 1 appelsína, 1 agúrka - skerið perurnar, appelsínuna og agúrkuna frekar smátt og blandið saman og berið fram með núðluréttinum.
Svaka gott - ef þú fílar núðlur Kv. Lilja
Lilja Guðný Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 11:45
Takk. Ætla að skoða þennan rétt betur þegar ég lagast af magapestinni...akkúrat núna fæ ég æluna í hálsinn við tilhugsunina...
SigrúnSveitó, 19.10.2007 kl. 11:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.