17.10.2007 | 18:54
Beiðni um aðstoð!
Ásdís bloggvinkona mín bað mig að hvetja ykkur öll til að skoða ÞETTA og skrifa undir!!!
---
Af mér er allt gott að frétta. Reyndar fer illa í mig að vinna kvöldvakt-morgunvakt svo ég er gersamlega búin að vera eftir þessu stuttu skipti. Ég er ekki sami jaxlinn og minn heittelskaði sem getur tekið t.d. 4 vaktir í röð með stuttum skiptum (vinna 8 tíma-sofa 8 tíma-vinna 8 tíma o.s.frv.).
Ég var að vinna kvöldvakt í fyrrakvöld og morgunvakt í gær...og ég var gersamlega búin að vera þegar ég kom heim. En gat ekki sest niður og slappað af því ég þurfti að taka til og snurfusa þar sem það var fólk að koma og skoða kl. 18.30...ég get sagt ykkur að það munaði litlu að ég hringdi grátandi í Einar...en lét mig hafa það og náði að gera fínt. Ólöf Ósk var lasin svo þar var enga hjálp að fá - en hún er annars mjög dugleg að hjálpa, og í ofanálag þurfti ég að taka hennar herbergi líka...
Allt náðist þetta og ég fór út á rúntinn með börnin meðan skoðað var. Við fórum í Olís og fengum okkur pylsur í kvöldmatinn...nema Ólöf Ósk sem var með ælufötu með sér...fékk sér saltstangir og kók...sem hún varla bragðaði á!!
Í dag er ég svo búin að vera uppi í húsi með mínum yndislega eiginmanni. Hann að brasa í þakinu, negla spýtur...og ég naglhreinsaði það sem eftir var og tók svo skurk fyrir utan en þar var orðið hættulegt fyrir krakkana að vera sökum margra naglaspýtna...
(Fleiri myndir að hlaðast inn hérna.)
---
Nú fer að styttast í heljarinnar geim hjá okkur. Við erum búin að bjóða systkinum Einar og frændsystkinum í föðurættina hans - og mökum - í hitting á laugardaginn. Þessir "krakkar" hafa alltaf haldið vel sambandinu, eða gerðu lengi vel. Svo nú á að gera tilraun til að skapa hittings-reglu...spennandi að sjá hvort einhver vilji standa fyrir næsta hittingi og hvort af því verði... Það eru einhvernveginn allir svo bissý eitthvað, svo lítið verður úr svona löguðu. Enda skipulögðum við þetta með löngum fyrirvara - amk. á íslenskan mælikvarða (erum dálítið dönsk...) - og sendum út skilaboð með 3 vikna fyrirvara...
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 178853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
það er aldeilis að koma mynd á húsið og það er huuuge, nóg að þrífa þar ;) annars held ég að það sé örugglega auðveldara að þrífa 200 fm en 50, hér þarf að moppa yfir 3 á dag ef vel á að vera, fyrir utan það að ef það eru 3 bílar á gólfinu er komið drasl.
knússss
jóna björg (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 08:38
Erfitt hjá þér núna dúllan mín. Sendi þér orkustrauma og vona að þið skemmtið ykkur vel á laugardaginn
Hrönn Sigurðardóttir, 18.10.2007 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.