Leita í fréttum mbl.is

Dagurinn í dag

Í gærkvöldi var ég með smá verk neðst í bakinu þegar ég stóð á fætur...en mig grunaði ekki hvað var í þann veginn að gerast...

...ég vaknaði í morgun með þetta líka þokkalega skessuskot í bakinu (þursabit kalla sumir þetta).  Ég var komin í keng um hádegið...shit hvað þetta er sárt.  Ég var svo heppin að komast í nuddstól og svo í smá 'Bauer-meðferð' hjá einni sem ég þekki...svo verkjalyf og upp í rúm þegar ég kom heim!!  Vona að þetta allt hjálpi og ég lagist sem fyrst!!

Áður en ég byrjaði það líf sem ég lifi í dag var ég alltaf að drepast í bakinu, fékk svona skessuskot að meðaltali tvisvar á ári.  Í dag þegar ég fékk þetta þá hugsaði ég með mér að þetta væri ágætis áminning um hvað heilsan er mikilvæg og hversu þakklát ég er fyrir að vera heilsuhraust. 
Hérna áður þá var það  'sjálfsagður' hluti af mínu lífi að vera svona reglulega!! 

Ég hef komist að því að bakverkurinn í 'gamla' daga var andlegur sársauki sem braust út í bakinu.  Kannski þessi verkur núna sé uppsprottinn í ótta...því ég hef verið töluvert stressuð að standa ein vaktir og hrædd um að eitthvað gerist sem ég ræð ekki við.  

En eins og góð vinkona mín sagði í gær að þá snýst þetta um að trúa og treysta því að ég fái ekki stærri verkefni en þau sem ég ræð við.  Ég ætla að gera það!  Og þegar hún sagði þetta þá rankaði ég við mér og sá að það er einmitt þannig sem þetta hefur verið síðan ég byrjaði.  

Og ég veit alveg að þannig virkar þetta og ég veit líka að ég kann meira en ég held.  Svo nú ætla ég að muna að ræða við 'Gussa' um þessi mál og sleppa tökunum á óttanum.  'Let go and Let God'!!

Knús&kærleikur... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

æj æj bakverkur er ekki góður verkur! Held þú þurfir ekki að óttast að neitt komi upp á í vinnunni sem þú ráðir ekki við. Þú ert svo samvizkusöm og yndisleg. Það hlýtur að leysa öll mál

knús og láttu þér batna fljótt og vel

Hrönn Sigurðardóttir, 29.7.2007 kl. 19:37

2 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Bakverkur er einn sá versti verkur sem finnst, jafnvel verri en tannðín og þá er mikið sagt. SAMÚÐARKVEÐJUR FRÁ DK.

Gunnar Páll Gunnarsson, 29.7.2007 kl. 21:02

3 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Afsakið ég meinti TANNPÍNA

Gunnar Páll Gunnarsson, 29.7.2007 kl. 21:03

4 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk elskurnar   Ég hef sem betur fer aldrei fengið tannpínu og vona að ég fái aldrei! En bakverkur er amk ááááááiiiii!!! 

SigrúnSveitó, 30.7.2007 kl. 14:31

5 identicon

*knús&kram* til þín .. vona að bakið lagist sem fyrst!   Löng bílkeyrsla framundan síðar í vikunni .. úfff 

ragnhildur frænka (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband