Leita í fréttum mbl.is

Rólegheit

Var að vinna í dag, nóg að gera. 

Svo kom ég heim, í alger rólegheit.  Ólöf Ósk er hjá vini sínum, þau eru 3 vinirnir úr sunddeildinni sem eru búin að stofna 'sleep-over-club', sem hefur það að markmiði að gista saman á HVERJU laugardagskvöldi.  Reglurnar eru; það á að taka með sér sæng og kodda og eitthvert nasl.  Þau eru algerar samlokur og eru búin að vera það í viku stanslaust.  Fram að því var stopult samband.  

Einar og strákarnir sáu um að sinna vinum og vandamönnum, þeir fóru í 'partý' hjá vinafólki okkar frá Dk sem eru stödd á landinu.  Svo var brunað í afmæli hjá Söru (bróðurdóttir Einars) á eftir.  Veit ekki hvenær ég á von á þeim heim...

Mig langar að skrappa en kem mér ekki í það.  Annars er ég búin að vera að fræða mig um lyf síðan ég kom heim...fyrir utan langt spjall sem ég átti við Guðrúnu vinkonu.  Um sykurfíknina... 

Ljós&kærleikur til ykkar... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Notalegt að vera öðru hverju einn með sjálfum sér.

Hrönn Sigurðardóttir, 28.7.2007 kl. 19:03

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Já, það er mjög notalegt. Gerist ekki oft hérna hjá mér, svo það er bara að njóta þess þegar það gerist.  Annars er ég alltaf hálf vængbrotin, kann þetta varla orðið...

SigrúnSveitó, 28.7.2007 kl. 19:27

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þú hljómar alltaf svo yndislega !hversdagslífið er alltaf fallegt hjá þér. það er gott að njóta þess smáa í því stóra ! 

Ljós og friður til þín frá mér

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 28.7.2007 kl. 21:28

4 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Í einverunni og þögninni getur maður hlustað á sjálfan sig!

Gangið á Guðs vegum. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 28.7.2007 kl. 22:19

5 Smámynd: Hugarfluga

Langaði bara að senda þér knúþ

Hugarfluga, 29.7.2007 kl. 13:48

6 Smámynd: SigrúnSveitó

SigrúnSveitó, 29.7.2007 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband