Leita í fréttum mbl.is

Yndislegur dagur í dag

Um hádegið skelltum við okkur í höfuðborgina, ég, Einar og drengirnir. (Ólöf Ósk hafði öðrum hnöppum að hneppa.)  Einar þurfti að fara að versla sér verkfæri fyrir húsbygginguna og við ákváðum að skella okkur í húsdýragarðinn með drengina - nota ferðina.

Náðum að nýta ferðina mjög vel, gátum látið græja snúruna fyrir ferða-dvd´inn (sem litlu puttarnir hans Jóhannesar voru búnir að skemmileggja...), keyptum afmælisgjafir handa drengjunum, svo fórum ég og strákarnir í húsdýragarðinn og Einar í 'dótabúðir fyrir stóra stráka'.  Svo kom hann til okkar með nestistöskuna, sem kom sér vel því við vorum öll glorsoltin.

Grilluðum pylsur og sleiktum sólskinið.  Verð að segja að Fjölskyldu-og húsdýragarðurinn er hreinasta snilld.  Reyndar finnst mér þessi 'tívolítæki' eyðileggja töluvert, þetta er alger óþarfi, að mínu mati.  Hins vegar er róleg og þægileg stemning þarna, ekki eins og í skemmtigörðum t.d. í Dk þar sem það fylgir tækjunum hávær tónlist svo allir æsast upp og vilja meira og meira!!! (Auðvitað sölutrix.)  Amk. geta drengirnir okkar alveg sætt sig við að vera þarna í rólegheitunum, prófa smá af tækjum og svo leika í sjóræningjaskipinu, príla og renna og svo að hoppa á stóra trambolíninum sem er þarna.  

Svo eru selirnir alveg sérlega vinsælir hjá pottormunum tveimur.  

Já, frábær dagur.  Svo skelltu feðgarnir sér á völlinn...það er ekki áhugamál sem við eigum sameiginlegt...en Einar segir að það muni koma...það sé ekki hægt að búa á Skaganum án þess að smitast...við skulum sjá!!! LoL

Svo er alvara lífisins á morgun, Einar búinn í sumarfríi.  Hann langar auðvitað mest að vera í fríi áfram og halda áfram með húsið...EN...that´s life!!!

Búið í bili...

Ljós&kærleikur... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Yndislegt að vera í fjölskyldu- og húsdýragarðinum á góðum degi í góðum félagsskap

knús

Hrönn Sigurðardóttir, 27.7.2007 kl. 00:27

2 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Góðir dagar eru gulls ígildi.

Gangið á Guðs vegum. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 27.7.2007 kl. 07:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband