Leita í fréttum mbl.is

Í sumarbústað

Byrjaði daginn á að fara í sturtu, tala við Annemarie og fara inn á Höfða og fá upplýsingar um hvenig ég á að vinna fyrstu vikuna mína.  Og ég var sko búin að þessu öllu fyrir kl 9!!!  Ekkert smá dugleg LoL (sofnaði sko ekki fyrr en um 1 í nótt...og ég þarf MINN svefn!!!). Fór svo heim og vakti krakkahópinn, hafði fengið að vita að hann systursonur minn væri þungur að vekja, en drengurinn spratt á fætur og út!!! (hann er að verða 13 ára)  Nema hvað, ég dreif mig í klippingu með Jóhannes og svo með Jón Ingva í saumatöku (eftir fæðingarblettstökuna fyrir 13 dögum).  Skutlaðist svo heim, náði í hin tvö börnin og farangur og svo var rokið af stað.

Ég og börnin eyddum deginum í sumarbústað utan við Flúðir í dag.  Í góðum félagsskap Lilju sys og fjölskyldu.  Mjög gaman.  Það eina sem skyggði á gleðina var hvað eldri börnunum okkar tveimur kom vel saman...eða þannig.  Mikið svakalega er svona systkinarifrildi þreytandi, og þá sérstaklega þegar það eru manns eigin börn sem eiga í hlut.  

En annars var þetta ljómandi gaman.  Börnin voru í pottinum meira og minna allan daginn, amk yngsta kynslóðin.  Jón Ingvi reyndi eftir bestu getu að vera ekki ofan í pottinum, en hann fékk að fara með fæturnar ofan í gegn því loforði að hann settist ekki...út af fæðingarblettnum sem var tekinn fyrir 13 dögum...og þess vegna má hann fyrst fara í sund/pott eftir viku...

Svo hef ég lítið að segja, ég er svo þreytt að ég er að leka út af.  Þannig að ég held ég kannski bara skríði í bælið...Sleeping

Jamm...góða nótt, elskurnar...ég get ei meir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er ein af þeim sem þarf líka minn svefn, lét samt klukkudýrið hringja kl. 10 vaknaði og sofnaði aftur og vaknaði svo við símann rétt fyrir 12 og fór þá á fætur, kannski að ég ætti bara að ráða einhvern til að hringja í mig á morgnana, það er einhvernvegin léttara að vakna þannig.Góða nótt dúllan mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.6.2007 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband