Leita í fréttum mbl.is

Langar svo...

...eitthvað!! 

Ég er ÞREYTT, en það er líka af því að ég fór SEINT að sofa.  Það er ekki nóg fyrir mig að sofa í 6½ tíma... Ég var svo þreytt þegar ég fór að sofa, var sem svo mikinn þreytuverk í öðrum fætinum að ég var viðþolslaus, þurfti að lokum að taka panódíl til að geta sofnað!!  

Þrátt fyrir að vera þreytt í dag þá er ég einhvernveginn full af orku.  Mig langar SVO að fara út og gera eitthvað.  Hitta fólk.  

Held að þessi andlega sprauta, sem ég fékk af heimsókninni í gær, sé ástæða þessarar miklu orku.   

En það þýðir ekki að æða út og vera með læti...þá gerist ekkert í verkefninu...og við þurfum að senda verkefnið til leiðbeinanda fyrir kl 13 (ísl.tími) og svo eigum við fund kl. 7 í fyrramálið!! (Sem þýðir að ég þarf að vakna SNEMMA!!!...ekki alveg my cop of tea...!! ...) 

En hvað um það.  Ég sit hér í dag, og næstu daga og svo á mánudaginn ætla ég að gera eitthvað allt annað en að sitja hérna!!  Ætla sannarlega að taka mér frí í 1-2 daga áður en ég fer að undirbúa vörnina!!!  Og hana nú...!!!

Svo er að byrja sumarfrí hjá börnunum.  Þessi vika eftir og svo eru skólaslit á mánudaginn.  Þau eru að rifna úr spenningi, og skiljanlega.  Veðrið er líka þannig að það er erfitt að sitja inni í skóla, og í allri þessari birtu er líka erfitt að þurfa að fara snemma að sofa.  Ég er leiðinlegasta mamma í heimi á nánast hverju kvöldi, því að á meðan þau þurfa að mæta snemma í skólann þá þurfa þau að fara snemma að sofa.  Og það er LEIÐINLEGT!! Sérstaklega þegar aðrir krakkar fá að vera úti fram eftir öllu.

Ég hef stundum spáð í hvort að mín börn þurfi svona óeðlilega mikinn svefn, eða hvort það sé eitthvað annað sem býr að baki?  Hefur þetta eitthvað með ábyrgð að gera og/eða skort á vilja/orku til að takast á við börnin sem vilja vera úti frameftir? Ég veit ekki.  

En hvað um það.  Ég ætla að njóta dagsins og orkunnar, sem streymir um æðar mér.  Skelli mér kannski í smá hjólatúr á eftir...ég verð líka að rétta úr mér og teygja stirða skankana!!!

 

Sports Gif Images

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yndislegt veður búið að vera svo ég skil það vel að krakkarnir vilji endalaust vera úti að leika :)  Við Inga keyptum okkur loksins hjálma og fórum í smá hjólatúr í gær eftir vinnu.  Þvílík vítamínsprauta að komast aðeins út í ferska loftið.  Hafið það gott í dag :)  *knús&kram*

Ragnhildur frænka (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 12:18

2 Smámynd: SigrúnSveitó

sömuleiðis

SigrúnSveitó, 30.5.2007 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband