26.5.2007 | 10:24
Klúður!!
Ég er með svolítið skítinn haus. Hausinn minn hugsar stundum; "This time it WILL BE different". Þetta á við ýmislegt. T.d. þegar ég fer í mína frægu sykurþráhyggju og hausinn á mér segir mér að núna verði þetta öðruvísi, að í þetta skiptið geti ég haft stjórn á því magni sem ég læt ofan í mig af hinum ýmsu sætindum. EN það hefur ekki reynst vera rétt hingað til.
Það sem ég gerði í morgun, og hefur skapað mér alvarlegan höfuðverk, er þó ekki sykurát eða neitt slíkt. Nei, ég fór í sturtu og tók um það meðvitaða ákvörðun að prófa að þvo mér með sturtusápu með vanilluilmi. Mér finnst þessi lykt SVO góð.
Ég hefði betur sleppt því...því ég er jú með ilmefnaofnæmi...svo nú er hausinn á mér að springa í tætlur, mig svíður í augun og klæjar í nefið!!!
Ég varð að sannreyna þetta...og hefði betur sleppt því!!!
Svo héðan í frá, eins og undanfarin ár, ætla ég að halda mig frá sápum og kremum sem innihalda ilmefni!!! Og hana nú.
Vissuð þið að það eru ógeðslega mörg efni sem geta framkallað einkennin, eða hreinlega skapað ofnæmi hjá fólki? Þá er ég að tala um ilmefni og ilmefnaofnæmi. Ég á lista, frá Matas, þar sem talin eru upp 26 sértaklega ofnæmisframkallandi ilmefni, sem eru í snyrtivörum!!!
Ég tók þetta mál upp á leikskólanum...það voru ákveðnar konur (sérstaklega þó ein) sem notuðu slatta af ilmvatni. Það er sýnt og sannað að börn eru sérlega viðkvæm fyrir ilmefnum og geta auðveldar en fullorðnir þróað ofnæmið. Það var svakalegt að sjá hversu mikla vörn sumir fóru í...upplifðu þetta sem persónulega árás (amk miðað við viðbrögðin)...en það kom gott út úr því...því ilmvatnsnotkunin minnkaði mikið í kjölfarið.
Leiðinlegt þegar fólk tekur þetta sem persónulega árás. Jóna, fallega yndislega vinkonan mín, væri farin í ævilanga fýlu við mig ef hún tæki þessu sem persónulegri árás
En nóg um ilmefni og mitt leiðindaofnæmi.
Jæja, best að halda áfram að læra...
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
jusus minn ef ég hefði nu orðið fúl. Annars er ég orðin mjög góð í þessu sjálf, er hætt að nota mýkingarefni og þegar ég var ólétt setti ég bara smá ilmvatn á fötin mín og hef 1 sinni sett á mig ilmvatn eftir að ég átti, en ætla ekki að gera það aftur þar sem Vaka er alltaf í fanginu á mér, vil ekki að hún þurfi að anda þessu að sér. Svo fannst Eldari hræðilegt þegar ég sprautaði á mig og var að kafna.
Ekki vil ég koma á ofnæmi hjá börnunum mínum svo ég tók ábyrgð á þessu og kaupi ekkert með ilmefnum, hvorki sjampó né sturtusápu. Það getur líka leinst alskonar hormónaviðbjóður í þessum sápum sem getur gert börn og annað gott fólk ófrjótt. Talandi um hormónaeitur þá er það líka í mjúku gúmmíi (pvc) sá það meira að segja í 66° norður regngöllunum og Bratz dúkkum og flesu sem er gert ú mjúlu plasti. Núna er þetta efni bannað í EU sem betur fer en Ísland er ekki inni í því svo það er nauðsinlegt að vera vakandi og lesa á innihaldslýsingar og hreynlega bara lykta af leikföngum til að tékka.
Það er mælt með að láta leikföng sem innihalda PVC vera úti og viðrast í sólarhring áður en það er sett í hendurnar á barninu. Elskuleg móðir mín gaf Breka í jólagjöf mjúk plast dýr í baðið en ég var svo ótuktarleg að þau lentu í ruslinu því Breki setti þetta upp í sig og það er ekki gott.
Þetta var aldeilis pistill hjá mér, pyha. Þú getur séð hvað á ekki að vera í sturtu sápum og þessháttar á www.derma.dk
svo það er ekki bara ilmefnin sem maður á að forðast.
knús og koss
jóna björg (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 16:36
Vá, ég vona að ég komi ekki upp hjá mér ofnæmi ... en ég fer í ilmandi bað á hverju kvöldi. Nota baðbombur eða freyðibað frá lush ... Á móti kemur er að ég nota mjög sjaldan snyrtivörur og nánast aldrei ilmvatn. Gott að vita þetta, mun aldrei gefa þér neitt með ilmi í ... dúllan mín.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.5.2007 kl. 17:09
Jóna, takk fyrir þennan fróðlega pistil. Ég var einmitt farin að spá í þetta PVC fyrir svo löngu að fólk vissi varla hvað ég var að tala um...t.d. þegar ég keypti bolta þegar Jón Ingvi var lítill... En ég ætla að kíkja á derma. Það er líka t.d. þetta hormónatruflandi efni í ýmsum sólkremum.
Nei, Gurrí, ekkert ilmefni handa mér. Hef nokkrum sinnum fengið slíkar gjafir undanfarin ár...ýmist fara þær í gjafir aftur...eða ruslið... En þú skalt bara vera ánægð með að vera ekki með svona ofnæmi, því það er mjög erfitt að komast hjá því að "fá kast" því allsstaðar eru ilmir...
SigrúnSveitó, 26.5.2007 kl. 18:42
Heppin er ég að vera laus við svona ofnæmi, annars er ég ekkert dugleg við ilmvötn og krem, bara smá. Hættu nú að nota ilm og vertu góð stelpa.
Ásdís Sigurðardóttir, 26.5.2007 kl. 20:38
hehe, já ég held ég láti þetta mér að kenningu verða!! Annars eru held ég einhver ár síðan ég prófaði síðast...hehe, hélt þetta hefði breyst...en samt vissi ég alveg betur...svona get ég verið mikið kjánaprik stundum!!
SigrúnSveitó, 26.5.2007 kl. 20:46
SigrúnSveitó, 27.5.2007 kl. 12:12
Ég hef lent í þessu. Var einu sinni stödd á apóteki hér í bæ og var eitthvað að hnusa af ylmvötnum, sem voru á borðinu. Ég fann, hvernig ég byrjaði að veikjast, þarna inni á apókekinu. Flýtti mér heim og tók ofnæmistöflu, en ég var samt veik í tvo daga eftir þetta, hnerri, sviði í augum og lak úr nefinu, ekki gaman. Held að það hafi verið JLo ylmvatn sem kom þessum viðbrögðum af stað hjá mér. Eða var það Naomi Campbell? Man það ekki. Passa mig allavega á þessum merkjum.
Heiðar snyrtir sagði einu sinni við mig, að ef ég væri með ilmefnaofnæmi, ætti ég að nota ylmvötn, gerð úr hvítum blómum.
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 27.5.2007 kl. 19:10
Mér hefur bara reynst best að sleppa öllum ilmvötnum.
SigrúnSveitó, 28.5.2007 kl. 09:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.