15.5.2007 | 08:14
15. maí 2007
Í dag eigum við skötuhjúin 8 ára brúðkaupsafmæli. Sagt er; time flyes when you are having fun, að það er sko engin lygi!!! Við giftum okkur fyrst 1999, í ráðhúsinu í Helsinge. María systir var með okkur, og Ólöf Ósk (þá 3½ árs). Þetta var mjög ópersónulegt, fljótt afstaðið og við vorum ákveðin í að gifta okkur aftur...some day. En eftir því sem frá leið þótti Einari það bara vitleysa að endurtaka leikinn...við værum gift og endurnýjun á þessu myndi litlu breyta.
EN ég krafðist þess að fá ALVÖRU brúðkaup, með presti og gestum og veislu og köku og öllu tilheyrandi!! Á 5 ára brúðkaupsdaginn okkar, 2004 bara 15. maí aftur upp á laugardag og við ákváðum að skella okkur í þetta.
Að morgni 15. maí 2004 vöknuðum við snemma og fórum út að hlaupa, í svarta þoku...ég fór í greiðslu og kom út af hárgreiðslustofunni stuttu fyrir hádegið...og það fór að rigna...ekki alveg eftir planinu þar sem athöfnin átti að fara fram utan dyra og við ekki með neitt varaplan.
En Guð var með okkur í liði og stuttu áður en veislugestir fóru að hópast að, kom sólin fram og skein á okkur það sem eftir lifði dags.
Við héldum sjálfa athöfina við varðeld við skátaheimilið í Græsted. Það var gengið í skrúðgöngu frá veislustaðnum að skátaheimlinu.
Þetta var einn yndislegasti dagur lífs okkar.
Salurinn var fullur af yndislegu fólki, sem kom víða frá til að fagna með okkur.
Það gerðist reyndar það að kokkurinn sem ætlaði að elda með okkur fór á fyllerí tveimur dögum fyrir brúðkaup...en þá var gott að eiga góða vini, því það flykktist að fólk á föstudeginum - 14. maí - til að hjálpa okkur. Það þurfti að versla mat, forsteikja kjöt, skera grænmeti í löngum bönum...gera súpuna klára, skreyta salinn og svo framvegis. En með góðra vina hjálp var auðvitað allt tilbúið og hefði ekki getað verið fullkomnara - ekki í okkar augum amk. Þetta var eins og það átti að vera.
Við fengum vini okkar, Jónas og Bryndísi til að syngja fyrir okkur.
Jónas söng, frá Einari til mín;
Bryndís vinkona söng, til Einars frá mér; |
Já, þetta var yndislegur dagur. Sem við höfum lifað aftur og aftur, í minningunni. Við vorum svo heppin að Roy tók videó, sem við fengum svo hjá honum, frábærlega skemmtilega klippt með tónlist og myndum. Alger perla að eiga.
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 178700
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er nú bara með tárin í augunum... til hamingju með daginn!! Sniðugt hjá ykkur að endurtaka leikinn. Finar myndirnar, mikið ertu sæt og fín
Úrsúla Manda (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 08:50
Takk
SigrúnSveitó, 15.5.2007 kl. 09:32
Til hamingju með daginn skötuhjú:) og til hamingju með holuna
Kveðja
Asdís
Asdís (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 10:47
Takk sæta
SigrúnSveitó, 15.5.2007 kl. 10:58
Til hamingju með daginn Sigrún & Einar... Þú verður að sýna mér þetta myndband við tækifæri...var mín ræða kannski á spólunni (veit reyndar ekki hvort ég vilji sjá það ;0
Gangi ykkur áfram vel í verkefninu..og til lukku með holuna ;) Það er komin pallur hjá okkur, þvílíkt yndislegt að geta vogað sér út fyrir :)
Elín Eir Jóh (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 11:17
Takk fyrir kveðjuna, sys. Já, ég man ekki betur en þú sért með á myndbandinu
ooohhh, yndislegt með pall
SigrúnSveitó, 15.5.2007 kl. 11:26
Til hamingju með daginn!
Hugarfluga, 15.5.2007 kl. 12:28
Takk elskurnar
SigrúnSveitó, 15.5.2007 kl. 14:56
Til hamingju með daginn
Hrönn Sigurðardóttir, 15.5.2007 kl. 15:51
Til hamingju með daginn
Thelma Ásdísardóttir, 15.5.2007 kl. 16:11
Til hamingju með daginn dúllur.
kv María
María Katrín (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 16:16
Takk dúllur
SigrúnSveitó, 15.5.2007 kl. 16:22
Innilega til hamingju með daginn. Gott hjá ykkur að gera þetta aftur á ykkar hátt og eiga svo yndislegar minningar í bónus.
Jóhanna (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 16:30
SigrúnSveitó, 15.5.2007 kl. 16:32
INNILEGA til hamingju með daginn til þín og húsbandsins
og gangi ykkur vel í húsbyggingunni.
Ásdís Sigurðardóttir, 15.5.2007 kl. 21:04
ooohhh, takk
SigrúnSveitó, 15.5.2007 kl. 21:30
Innilega til hamingju með daginn elskan mín. Ég hef líka heyrt: Time is fun when you are having flies ... heheheh
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.5.2007 kl. 21:46
hehe, já kannski eitthvað til í því
Takk
SigrúnSveitó, 15.5.2007 kl. 21:53
Til hamingju .... við giftumst einmitt fyrir framan dómara tvö ein ... reyndar á Hawaii en maðurinn minn sagði þá að einn daginn yrði það almennilegt brúðkaup og síðan hafa liðið næstum .... 7 1/2 ár ... ha ha .... og ekkért brúðkaup ... Kemur aðþví kanski einn daginn
Rúna (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 01:22
dásamleg færsla, og þú svo falleg á myndunum.
einu sinni vorum við að spá í að flytja til græsted, en það varð lejre.
hafðu fallegan dag með ljós í hjarta mín kæra
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 16.5.2007 kl. 06:12
hehe, já Rúna, ég vona fyrir þína hönd að þið eigið þetta eftir, mér fannst þetta allavegana hverrar krónu virði, þetta var stórkostlegur dagur í alla staði.
Takk, Steina :) hehe, skondið að þið hafið kíkt á Græsted. Afhverju Græsted? Eigðu góðan dag, mín kæra.
Takk, Ísak. Veit ekki, þú þekkir hann eflaust.
SigrúnSveitó, 16.5.2007 kl. 07:47
Elsku Sigrún frænka og Einar! Innilega til hamingju með gærdaginn!!! :) Yndislegt að lesa hvernig deginum var háttað og myndirnar ná alveg stemmingunni. Hamingja ykkar sést langar leiðir og sólin var meira að segja með ykkur í liði ;) *knús&kossar* til ykkar! R+I
ragnhild &inga (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 12:18
Takk elskurnar mínar. Hlakka mikið til að deila með ykkur ykkar degi eftir örstuttan tíma
SigrúnSveitó, 16.5.2007 kl. 16:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.