1.5.2007 | 09:29
1. maí
Jæja, mánuður og 4 dagar þar til við eigum að skila verkefninu okkar...!!
Jón Ingvi vakti mig kl. 7.05 og bað mig að kveikja á DR1...en það var enginn barnatími þar. Aldrei slíku vant - á frídegi - þá ákvað ég að liggja EKKI þar til ég myndi sofna aftur heldur dreif mig á fætur eftir að hafa kúrt aðeins með Jóni Ingva og spjallað.
Ástæðan fyrir þessari miklu morgunhressu var að ég hafði lofað mínum heittelskaða að ég myndi fara í bakarí og við myndum öll borða saman morgunmat þegar hann kæmi heim. Sem við og gerðum. Það er bara á frídögum sem við náum að borða öll saman svo það er voða ljúft. Eitthvað sem allir njóta (þó krakkarnir hefðu kosið snúða líka...).
Annars ætlum ég og börnin að skella okkur í Borgarnes, til Erlu sys., á eftir og vera þar eitthvað fram yfir hádegi. Mér finnst svo FRÁBÆRT að geta skotist í kaffi til hennar systir minnar. Kynni sennilega ekki að meta það hefðum við ekki búið svona lengi í útlöndum. Einu sinni liðu einmitt 3½ ár milli þess sem ég og Erla hittumst! Jón Ingvi og Heimir Smári (Erlu strákur) eru jafn gamlir (6 dagar á milli þeirra) og þeir voru rúmlega 2ja ára þegar við sáum drengi hvor annarar. Þess ber kannski að geta að Erla bjó þá í Súðavík...og var eðlilega ekki alltaf á ferðinni í bænum þegar ég var á Íslandi. En semsagt, mér finnst þetta ÆÐI!!!
Reynar hentaði það mér svo sem ekkert brjálæðislega vel að það væri 1. maí og allt í fríi...og Einar að sofa...þar sem ég þarf að vinna í verkefninu, en "skit pyt", ég tek þá bara á því á morgun
Í kvöld ætla ég svo að hitta elskuna hana Hrafnhildi og eiga með henni kvöldstund. Hún og familían eru stödd á landinu í nokkra daga. Það verður gaman, svo mikið veit ég!!
Jóhannes er að læra að hjóla. Einar var að græja hjólið hans í gær og við ákváðum að hann gæti bara lært strax að hjóla án hjálpardekkja...svo við vorum að æfa í gær og núna togar hann í mig og vill fá mig út með sér...svo ég verð að rjúka svo hann nái smá æfingartíma áður en við brunum í Nesið...
Ljós og kærleikur til ykkar allra...
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 178853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert svo duglega að snattast og hitta fólk og elda og baka og læra og allt! Manni fallast vængir! Eigðu góðan dag, ljúfust.
Hugarfluga, 1.5.2007 kl. 09:52
stefnir í góðan dag hjá ykkur
Hrönn Sigurðardóttir, 1.5.2007 kl. 09:54
Takk görls
SigrúnSveitó, 1.5.2007 kl. 18:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.