29.4.2007 | 10:37
Sundmót og sunnudagur
Ólöf Ósk vaknaði kl. 6.20 í morgun og ég geri ráð fyrir að þau feðgin hafi borðað morgunmat saman. Einar var að fara að vinna. Mér tókst svo að drösla mér framúr þegar hann fór til að kveðja prinsessuna sem var sótt rúmlega 7, fyrir seinni hluta Ármannsmótsins. Hún er svo dugleg þessi elska, hún æfir sund 5 sinnum í viku og syndir 2-3 km á hverri æfingu!! Í gær keppti hún í 200 m skrið og 200 m bak, eftir 800 m upphitun (ég er hrædd um að ég hefði ekki komist upp úr hefði ég reynt að synda 800 m!!!).
Ég er svo stolt af henni, hún sem hafði aðeins fengið skólasundkennslu einn vetur í Danmörku (í Danmörku er skólasund víst ekki skylda!!) en hún hefur hins vegar alltaf ELSKAÐ vatn. Hún er í sundinu af því að hún hefur svo rosalega gaman af, ekki til að vinna. Í hennar huga eru sundmótin SKEMMTUN!! Gaman að fara og hitta fólk, mikil stemming í kringum þetta.
Hún sagði mér frá atviki sem hún varð vitni að í síðustu keppnisferð og sem henni fannst hræðilegt...og ég fékk illt í hjartað yfir þessu. Það var ein stelpan í hópnum sem var með mömmu sína með, þegar stelpan hafði synt og kom í ljós að hún hafði ekki bætt tímann sinn þá snappaði mamman og hundskammaði hana fyrir framan allan hópinn!!! Þvílík vanvirðing, að mínu mati. Þessi stelpa nennir víst aldrei á æfingar og gerir allt til að sleppa...ég get alveg ímyndað mér að það sé búið að eyðileggja sundáhugann hjá henni...
Svipaðar upplifanir höfðum við þegar Jón Ingvi var að "æfa" fótbolta þegar hann var 5 ára...þá var ein mamman sem var að tryllast og argaði og gargaði og pískaði 5 ára drenginn sinn áfram!!
Er þetta sjálfsvirðing foreldranna sem liggur í að börnunum gangi vel? Eða hvað er málið??!!!
Ég er búin að skella inn myndum á síðu barnanna, m.a. frá í gær og um síðustu helgi (Elín, bumbumynd af Lilju). Hér er svo ein frá í gær...
Dagurinn í dag er óráðinn. Jón Ingvi liggur eins og er inni og horfir á mynd og Jóhannes er í baði. Sannkallaður afslöppunarsunnudagur...amk. hjá okkur þremur sem heima sitjum
Nú fer að styttast í að Annemarie komi...hún kemur 10. maí og verður í rúma viku!! Þá ætlum við að ná stórum hluta af verkefninu og svo auðvitað þessum klassíska rúnti; Þingvellir, Gullfoss, Geysir...og kannski eitthvað meir.
Ljós og kærleikur til ykkar allra...
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Engillinn átti t.d. að hreyfa augun!!! :(
SigrúnSveitó, 29.4.2007 kl. 10:37
Aldeilis dugleg stelpan þín og já, ég skil ekki hvað er að foreldrum sem missa sig svona við börnin sín! Hræðilega kjánalegt og bara sárt fyrir krakkagreyin. Eigðu góðan dag, ljúfust og veistu; ég get svo svarið það að mér fannst engillinn blikka mig!
Hugarfluga, 29.4.2007 kl. 11:19
Eigðu góðan dag - og engillinn blikkaði mig þegar hann vissi að hann átti að gera það.
Hrönn Sigurðardóttir, 29.4.2007 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.