Leita í fréttum mbl.is

Takk

...fyrir kommentin á fyrri færslu.

Við vorum að koma heim, ég, Jón Ingvi og Jóhannes.  Við keyrðum prinsessuna, og tvær aðrar úr sundinu, í Laugardalslaugina þar sem þær voru að fara að keppa. Mamma annarar hinna sér um að koma þeim heim í dag.

Ég og strákarnir skelltum okkur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og áttum frábæra tíma þar.  Drengirnir mínir verða seint sveitamenn...þeir héldu fyrir nefin og voru að kafna inni hjá dýrunum...en hins vegar fannst þeim selirnir frábærir.  (Ég skelli myndum inn á barnasíðuna fljótlega...)

Svo var hoppað og skoppað og prílað í fjölskyldugarðinum.  Alger paradís, sem við erum ákveðin í að heimsækja aftur þegar Einar og Ólöf Ósk geta komið með.  

Mér fannst rosa gaman að upplifa að þeir voru ekki að tapa sér þrátt fyrir "tívolí"-tæki á svæðinu.  Þeir völdu hvað þeir vildu prófa, fyrir þessa 10 miða sem ég keypti og voru sælir og ánægðir.  Ekkert nöldur og enginn grátur...það var kannski vegna þess að þeir voru ekki búnir að fá neitt nammi...þannig að sykurinn var amk ekki að tjúnna þá upp...??!!!

Á heimleiðinni komum við við í Hagkaup í Skeifunni, m.a. til að kaupa nammidagsnammið.  En þeir ákváðu - þegar þeim var boðið upp á það - að velja sér frekar smá dót en nammi.  Sem mér fannst frábært.  Svo nú eru þeir að leika sér, sælir með sitt.  

Yndislegt.coffee addiction

Þetta var svona laugardagurinn hjá okkur í stórum dráttum.  Nú fer Einar að koma heim úr vinnu svo ég ætla að skella í smá kaffi.... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband