24.4.2007 | 11:03
Rúnturinn...eða flögrið
Eftir að hafa flögrað um bloggheima fór ég að hugsa um hvað tíminn líður hratt. Mér finnst skrítið til þess að hugsa hvað börnin okkar eru orðin stór. Stóra stelpan okkar að verða 16 ára í sumar!!! Ég vil varla til þess hugsa hvar ég var á hennar aldri...nýlega flutt að heiman (!!!)...átti reyndar eftir að flytja nokkrum sinnum heim aftur, en það er önnur saga.
Ólöf Ósk að verða 12, já 12 ára!! í haust!!! Ég man líka mjög vel eftir því þegar ég var 12 ára... Reyndar var 12 ára bekkur sorglegur, því þá var besta vinkona mín farin út í Gaggó og við sáumst mjög sjaldan. En það var líka góður vetur, því ég byrjaði í skátunum og kynntist Hrafnhildi. Hrafnhildi elskunni sem ég fann aftur í Danmörku, yndislegt að endurnýja kynnin við þessa frábæru vinkonu. Það var svo æðislegt að hitta hana aftur, rifja upp gamlar minningar, við skiljum ALLT svo vel núna, afhverju við soguðumst að hvor annari. Svo yndislegt að eignast aftur þessa yndislegu vinkonu. Komast að því að við eigum börn á svipuðum aldri, bara nokkrir daga milli Jóns Ingva og Patreks, og rúml. 2 mánuðir milli Ólafar Óskar og Andra Snæs!! Samtaka vorum við...í fjarlægð
Jón Ingvi að verða 7 ára í sumar!! Og litla skottið okkar, hann Jóhannes, að verða 4ra ára!!! Já, ég á víst ekki lítil börn lengur!! Amk. ekki ef Jóhannes er spurður, því hann er STÓR!!!
Ég man lítið eftir mér þegar ég var 4ra ára, tel mig þó muna eitt og eitt atriði, en hvor ég man það í alvörunni eða hvort mér hefur verið sagt það svona oft...veit ekki.
7 ára...þá byrjaði ég í skóla. Fór reyndar í mánuð í *bæjarskólann* í 0 bekk, haustið 1976 en svo flutti ég inn í sveit og hætti. Fór svo ekki aftur fyrr en haustið eftir, þá í 1. bekk í sveitarskólanum. Það var ekki skólaskylda í 6 ára bekk á þessum árum (en þetta var haustið 1976 sem ég var í mánuð í 6 ára bekk).
Já, svona getur bloggflögrið sett minningarnar á flug. Ætla ekki að kvelja ykkur með fleiri minningum í bili...
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 178853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.