Leita í fréttum mbl.is

Sit við tölvuna...

...og þá er erfitt fyrir mig að halda mér burtu frá Bloggheimum...

En ég er sko mest að lesa ýmsar greinar fundar á PubMed. Finnst það reyndar ekki mjög gaman, þ.e.a.s. að leita að greinum og finna kannski ekkert í langan tíma...en svo er voða gaman þegar það dettur inn ein grein sem KANNSKI er hægt að nota...en til að vita það þurfum við (ég og Annemarie) að panta greinina frá bókasafninu í skólanum...þar sem það er yfirleitt bara hægt að sjá úrdrátt úr greininni á netinu.  Ég ætti kannski að heyra í hjúkkunum "mínum" á geðinu og heyra hvort þær séu með fullan aðgang að PubMed á deildinni...þá gæti ég kannski fengið að liggja aðeins á netinu þar og prenta og prenta og prenta...

En þetta var alls ekki það sem ég ætlaði að skrifa um, datt þetta bara í hug meðan ég var að skrifa...svona er ég, veð úr einu í annað...

Hins vegar ætlaði ég að segja ykkur snilld, eða sem mér finnst snilld, komst sko að því í morgun aðbæn og hugleiðsla mér þætti það snilld og bara gleymdi að segja ykkur það þegar ég var að monta mig eftir sundið!!  En það er sko þetta:  Meðan ég sat og hafði það náðugt í pottinum datt mér í hug að þetta væri ef til vill kjörinn staður fyrir bæn og hugleiðslu.  Ég var jú ALEIN í pottinum og enginn til að trufla mig, hvorki með mali eða augnagotum (já, ótti minn við álit annara alltaf að dúkka upp...).  Og þar sem ég get ekki farið á hnén (eins og ég hef ótal oft sagt ykkur...) þá er þetta kjörið.  Og gekk bara svona ljómandi vel.  Svo ég var endurnærð og LÍKAMA OG SÁL þegar ég fór upp úr.  

Farin að læra...

Ljós og kærleikur til ykkar... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Góð hugmynd ! bæn er að biðja eða tala við almættið, hugleiðsla er að hlusta á almættið ! hugleiðsla er góð til að fá innri ró og æfa sig í að fókusera ! gangi þér vel !

ljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 28.3.2007 kl. 14:22

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Einmitt. Ljós tilbaka.

SigrúnSveitó, 28.3.2007 kl. 14:29

3 identicon

Góð pæling hjá þér frænka.  Gott að eiga sona móment í slökun og bæn.  Annars er ég bara að segja "hæ"  .. alltaf að kíkja við þó ég kvitti nú ekkert alltaf :)  

ragnhildur (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 21:34

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Jemundur, það er fátt sem mér finnst skemmtilegra en að leita að greinum og rekast á allar greinarnar skemmtilegu sem maður þarf ekki að nota!!  Öfund.

Ef þú værir ekki í Danmörku, hefði ég getað svarið fyrir að ég sá þig í M&M á Laugaveginum síðasta sunnudag! Döhhh.

Gangi þér vel í pottum og við tölvu.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.3.2007 kl. 23:54

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vitið hvað, almættið hefur alltaf verið svo nálægt mér og í gegnum tíðina hef ég alltaf talað við minn herra þegar ég þarf að gera stóra hluti eða hef áorkað einvherju miklu, því ég veit að hann hefur alltaf verið til staðar og hjálpað mér og mínum.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.3.2007 kl. 02:19

6 identicon

Sigrún.. af því að ég er nú í sömu sporum og þú.. þá er hægt að nálgast velflestar greinar á netinu, ef þú færð að bregða þér á netið í a Geðdeildinni þá er rosalega fín leitarvél sem heitir Scopus og svo er um að gera að kíkja á tímaritalistann á bókasafni landspítalans (sem er hægt að skoða heima).. þar eru mörg tímarit open access.. þú ert nú skráður nemi í HÍ þar og ættir því að geta farið þangað og fengið aðstoð.. manni er næstum allir vegir færir þar, ekkert pöntunarvesen.. bara sendir þér þetta í e-mail heim og prentar út þar.. miklu þægilegra.. engin bið. kv. Salný

Salný (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 09:21

7 Smámynd: SigrúnSveitó

Dúllurnar mínar. 
Gaman að opna tölvuna og það er bara FULLT af skemmtilegu fólki sem hefur skrfað.

Valdís: Ég held við séum heima á skírdag...tala við Einar þegar hann vaknar og ath hvort ég sé að gleyma einhverju (sem getur vel hugsast...).

Guðný Anna:  Ég er ekki í Danmörku, kom heim 18. mars...en ég hef ekki farið á Laugarveginn síðan á Þorláksmessu...

Ásdís: Það er yndislegt að hafa almættið með sér, hann er einmitt alltaf þarna, það er bara spurning hvort við leyfum honum... :)

Salný: TAKK, ég ætla að skoða þetta nánar.  Hvernig kemst ég aftur inn á tímaritalista Landspítalans?  Ég held ekki að ég sé skráður nemi í HÍ...var skiptinemi til 1. feb...  En ég veit þá amk að ég get bara brosað sætt til þeirra á geðinu og þær vilja örugglega bjarga mér.  Hringi í þig ef ég lendi í vandræðum með að finna út úr þessu. 

SigrúnSveitó, 29.3.2007 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband