Leita í fréttum mbl.is

Ég er orðinn sundgarpur!!!

Eða í dag amk...!! 

Ég fór sem sagt í sund þegar ég var búin að fara með strákana í skóla og leikskóla.  Jóhannes var mjög fljótur að sleppa mér í dag, hann er búinn að ákveða að hann ætli að æfa sig í að vera fljótur að sleppa mér því hann langar að ég geti einhverntímann keyrt hann fyrst á morgnana!!!  Svo nú hefur hann sína rúsínu í sínum pylsuenda að keppast við að ná Wink og það léttir okkur báðum lífið, held ég.  

JaðarsbakkalaugEn í sund fór ég.  Og ekkert smá dugleg - að eigin mati!  Ég synti heila 150 m sem mér finnst ansi gott, m.a. í ljósi þess að ég hef ekki synt síðan vorið 1993 og þá synti ég álíka mikið - í EITT SKIPTI og síðan ekki söguna meir...Og svo náttúrlega líka vegna þess að ég hef lítið sem ekkert getað hreyft mig (hlaupið, hjólað, labbað eða neitt annað) í ca 1½ ár út af blessuðu hnénu mínu.  

Ég fann strax þetta: Ég get ekki synt bringusund, það er vont fyrir hnéð!  Og svo að ég er ekki sérlega góð í skriðsundi...þyrfti kannski að rabba við einhvern þjálfarann og fá góð fiff...ef það er ekki námskeið fyrir öldunga hér í bæ...!!  

EN þetta var mega hressandi.  Fór svo í nuddpottinn á eftir og lét streyma heitt vatn á aumu vöðvana mína.  Og ekki nóg með það, heldur dýfði ég mér ofan í sundlaugina eftir pottinn, áður en ég fór upp úr þar sem ég var að leka niður!  Það er eitthvað sem ég hef staðfastlega neitað að gera þegar ég hef verið beðin um það!  

Já, ég er sko HETJA dagsins!!!  Ægilega ánægð með mig Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þú ert sko hetja dagsins! Til hamingju

Jóhanna (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 18:02

2 Smámynd: Hugarfluga

Stolt af þér!! Frábært

Hugarfluga, 28.3.2007 kl. 19:10

3 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk

SigrúnSveitó, 29.3.2007 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband