Leita í fréttum mbl.is

Spennan magnast

Jæja, þá er runninn upp síðasti dagurinn okkar á Íslandi í bili. Nýjir tímar framundan og ekki laust við að "fiðrildum í maganum" fjölgi. Það er mikil tilhlökkun en um leið smá kvíði fyrir hinu óþekkta og eftirsjá - fjölskylda og vinir hér heima toga. 

Dagurinn í dag verður floginn áður en við vitum af og við lent í fyrirheitna landinu - eins og maðurinn minn segir; "Draumaríki okkar jafnaðarmanna" :) Gæti varla verið betra - hehe

Töskurnar eru að mestu klárar, þvottavélin fær að hamast í síðasta sinn - það verður að vera hreint til á rúmin þegar Ólöf Ósk og Björgvin millilenda hér á leiðinni til okkar í ágúst :)
Svo eru það síðustu kaffibollarnir með vinum í borginni seinna í dag, heimsókn til ömmu Einars og að lokum kvöldmatur með mömmu Einar, bróður hans og fjölskyldu.

Svo ætlar elsku tengdamúttan mín að skutla okkur á völlinn, en það er mæting eigi síðar en 22.30 í kvöld og við eigum að fara í loftið kl 00.30!!

Morgundagurinn fer svo í að skrá okkur inn í landið og finna íbúðina sem við erum búin að leigja í viku - og ætli það verði ekki þreyta í mannskapnum eftir næturferðalag. Það mætti segja mér það - amk í mér!

Ég ætla ekki að lofa fleiri bloggfærslum en hver veit :)  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða ferð elsku bestu þið og til hamingju með nýja & spennandi tíma framundan :) 

Það væri nú gaman ef þú myndir endurvekja þessa gömlu góðu síðu og setja inn fréttir af lífinu ykkar í Svíaveldi :)

 Knús&kossar!

Raggý frænka (IP-tala skráð) 24.7.2014 kl. 11:24

2 identicon

Gangi ykkur vel í Helsingborg.

Gísli Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.7.2014 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband