24.2.2007 | 13:14
Sjúkrabíll og læti
Jóhannes fékk hitakrampa í dag. Honum var kalt og við fórum inn í rúm að kúra og hlýja honum, og allt í einu fann ég að hann krampaði. Oooohhh, ég var að vona að ég myndi aldrei upplifa þetta aftur.
Ég fór fram og Tinna hringdi í 112 og Kim hjálpaði mér að taka hann úr fötunum og svo fór ég með hann út í hurð til að kæla hann.
Mikið svakalega finnst mér óþægilegt að upplifa þetta. Hann er gjörsamlega án meðvitundar meðan hann er í krampanum, verður stífur, blár um munninn og augun galopin...
Ég mældi hann, 39,9° og ég gaf honum stíl.
Þegar sjúkrabíllinn kom var hann kominn úr krampanum og var bara alveg búinn að vera. Hann sofnaði eiginlega strax.
Svo var hann náttúrlega vakinn og fékk mædan blóðþrýsting, súrefnismettun og svo mældi ég hitann aftur. Þá var hann 40°.
Eftir að annar sjúkramaðurinn hafði haft samband við vagthafandi barnalækni urðum við sammála um að það væri ekki ástæða til að fara með hann á sjúkrahúsið, þar sem það yrði staðfest að þetta hafi verið hitakrampi og svo hefðum við verið send heim...og hefðum getað dúsað lengi eftir að komast heim...þar sem það er ennþá ástand á vegum úti!!
Jóhannes er orðinn ansi hress, eins og þessi mynd sýnir.
þökk sé panodil-stikkpillunni...
Sjúkramennirnir skildu svo eftir eina túpu af stezolid sem hann getur fengið ef hann krampar aftur. Við eigum heilan pakka heima en erum löngu hætt að taka það með þar sem það eru tæp 2½ ár síðan hann fékk hitakrampa síðast...
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ,æ, það er svo erfitt að upplifa þetta. Og enn verra, þegar maður er ekki heima hjá sér. Gott að þú ert heilbrigðismenntuð og veist hvað ber að gera. Vona að litli kallinn jafni sig fljótt og krampi ekki meira. Nú eru bloggvinir okkar að hittast í Skrúðgarðinum á Akranesi, við verðum með á næsta fundi sem verður í apríl, þetta er bara upphitun!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.2.2007 kl. 13:45
Ææ, ég get ekki ímyndað mér hvað þetta hlýtur að vera erfitt. Gott að þú veist samt hvað á að gera. Vona að hann fari nú að hressast - eflaust er hann þegar farin að skoppast brosandi um.
Jóhanna (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 14:44
úff þetta er ferlegt, en gott að allt hafi farið vel. Vona ég aldrei þurfi að upplifa svona og að þetta sé í síðasta sinn sem þú gerir það.
jóna björg (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 16:08
Knúsaðu elsku Jóhannes frá mér!!! Agalegt að heyra.
Við hittumst nokkur í kaffihúsinu áðan og ég meira að segja bauð þínum heittelskaða eiginmanni að koma en hann komst ekki, þessi elska. Vonandi mætir þú í apríl á aðalbloggarafundinn!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.2.2007 kl. 17:38
takk elskurnar
ég sjálf (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 20:34
Greyið kallinn. Það er allataf svo gaman að sjá hvað Jóhannes brosir fallega, hefur engu gleymt.
Ég hlakka til að hitta ykkur öll aftur við tækifæri, vonandi fyrr en síðar.
Þú mátt alveg maila á mig símanúmerum hjá ykkur. gummisig@gmail.com
Guðmundur Bjarni Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 20:50
æjjjj jeminn litli frændi!! Hann hefur verið fljótur að hrista þetta af sér en get ímyndað mér að hafi verið óhugnalegt fyrir þig að upplifa þetta. Vona það gangi vel hjá ykkur með framhaldið. *knús&kram*
ragnhildur frænka (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 08:09
æjjj greyið guttinn, gott að hann er að braggast
Gerða Kristjáns, 25.2.2007 kl. 10:57
Hæ, já, þið fáið framhald fljótlega...
Gummi, ég maila á þig.
SigrúnSveitó, 25.2.2007 kl. 15:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.