Leita í fréttum mbl.is

Hellú

Myndir hérna fyrir þá sem vilja.

Snjór í Danmörku.  Allt stoppar.  Enginn skóli hjá mér í dag...eða neinum öðrum í nágrenninu.  "Snefri" eða "snjófrí" hjá ansi mörgum í dag.  Falck búnir að fara í yfir 6000 útköll síðan í gærmorgun...!!!  Og í nótt fékk fólk, sem hringdi í Falck, þau svör að finna sér gistingu í nálægum húsum...eins gott að hitta á vingjarnlegt fólk þarna út á bölandinu...!!

Við hugguðum okkur hérna heima.  Tinna fór reyndar í vinnu, en kom frekar snemma heim þar sem fólk afpantaði í löngum bönum.  

Ég er enn að kafna úr kvefi...danskur vírus...því ég var líka kvefuð í síðustu viku...

Við Jóhannes fórum út í búð í dag, röltum okkur í snjónum með snjóþotu og höfðum gaman af.  Hittum kaupmanninn "okkar", hann Henrik, það var voða gaman.  Búðin var full af fólki, því allir voru heima í dag í "snjófríi"!!!  Og það var engin mjólk og brauðin voru að verða uppseld...því það komu engar vörur vegna snjósins. 
Mér finnst þetta alltaf jafn fyndið/skrítið...en hér eru bílar bara ekki útbúnir fyrir snjó og því fer sem fer.  Heima á Íslandi kæmist fólk ekki upp með að mæta bara EKKI í skóla og vinnu þó það kæmi smá snjór...en þar er bílar betur búnir.

Á leiðinni til baka datt okkur í hug að banka upp á í *gamla húsinu okkar*.  Þar hittum við á Jacob, sem dró okkur inn í kaffi.  Svo kom Christina niður fljótlega og krakkarnir inn.  Voða gaman að hitta þau og ekki minna gaman að sjá *húsið okkar* aftur.  Þau eru búin að setja þakglugga í, sem gerir að það er mun meiri birta inni.  Svo er bara skrítið að sjá húsið með allt öðrum húsgögnum en okkar...

Jamm og já.  Ég verð heima í rólegheitum á morgun líka...svo þá skrifa ég kannski meir... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Já, þetta er töluvert öðruvísi hérna en það sem við eigum að venjast heima á Íslandinu góða

SigrúnSveitó, 22.2.2007 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband