Leita í fréttum mbl.is

Skrúðgarðurinn

Skrapp á kaffihúsið Skrúðgarðinn í kvöld, ásamt mörgum góðum félögum.  Mikið gaman, mikið hlegið, enda eru þetta hinir mestu rugludallar upp til hópa.  

Kaffihúsið er hið nýja kaffihús *okkar* skagamanna og I LOVE IT!!! Vá, geðveikt flott, og mikið pláss og það sem mér fannst FRÁBÆRAST var að það er gert ráð fyrir börnunum með sérstöku barnaplássi.  Þar er borð í barnahæð, bækur, leikföng og hvað veit ég.  Og ekki nóg með það heldur eru bækur líka fyrir lestrarsjúkar *gelgjur* eins og dóttir mína!!!  

Og annað sem var líka FRÁBÆRAST, það var að reykingar eru bannaðar!!  Stórkostlegt að koma inn á kaffihús og geta dregið andann djúpt!!

Ég segi nú bara; flottasta kaffihús sem ég hef séð er staðsett á AKRANESI!!!  Mæli með því.  Svo eru líka girnilegar kökur, en af því að ég hef algerlega stjórn á mér þá var ég ekkert að fá mér neitt með kaffinu Cool

Svo get ég upplýst ykkur um að núna ætla ég að slökkva á tölvunni, fara í sturtu og svo bara að sofa.  Á morgun verður stuð, pakka niður og tæta svo í höfuðborgina.  Svo er það bara HALLÓ DANMÖRK stuttu fyrir hádegi á laugardag!!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég er svo ánægð með Skrúðgarðinn og hvernig verður þar í sumar þegar verða komin borð og stólar í suðupottinum þarna í sjálfum skrúðgarðinum fyrir aftan. Mér leið eins og sannri heimsdömu í dag þegar ég labbaði út úr Skrúðgarðinum með latte í götumáli ...

Mikið er ég fegin að þú skulir deila aðdáun minni með staðinn. Og ... ég er líka alsæl með reykingabannið! Vér syndarar förum bara út og komum svo aftur inn í hreina loftið. Ég er alveg búin að fá ógeð á reykmettuðum kaffihúsum, í alvöru!!! Ef ég sé þig ekkert, elsku dúll, þá góða ferð og gott gengi í de danske himnerike ... hmmm himmelryge, hmmmm, hemnerege ... mín búin að gleyma dönskunni sinni ... heheheheh 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.2.2007 kl. 23:24

2 Smámynd: SigrúnSveitó

hihi, frábært kaffihús!!!  Ef það hefur farið framhjá einhverjum og kaffið er gott, eins og Gurrí var búin að segja okkur allt um!! 

SigrúnSveitó, 15.2.2007 kl. 23:24

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Er rauðvínsveitingaleyfi þarna? Bara að vera viss. Hins vegar mun ég pottþétt koma þarna einn góðan veðurdag. Það er eitthvað svo gaman á Skaganum.....Góða nótt og góða ferð til föðurlands míns (hafðu ekki hátt um þetta, er dönsk að einum fjórða....)

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 15.2.2007 kl. 23:35

4 Smámynd: SigrúnSveitó

Gurrí, við kíkjum í Skúrðgarðinn saman þegar ég kem heim aftur.  Kem 18. mars

Guðný, ég hef satt að segja ekki hugmynd um hvort það er rauðvínsleyfi eður ei.  Ég er KAFFIKONA

Neibb, ég segi engum frá þessuð skyldleika þínum við bauna...ekki frekar en ég læt það ekki fréttast að ég sé fædd í baunalandi...og hafi heitið Gunnarsson fyrstu 18 mánuði lífs míns...

SigrúnSveitó, 16.2.2007 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband