Leita í fréttum mbl.is

Afmælisbarnið

Þá er það afmælisbarn dagsins.  Ég bý ekki svo vel að eiga mynd í tölvutækuformi.  En sá sem á afmæli í dag heitir Eyþór.  Eyþór er hvorki meira né minna er FERTUGUR í dag!!!  

Fyrir þá sem ekki vita hver afmælisbarnið er, get ég sagt þetta; Ég kynntist Eyþóri þegar ég var 15 ára saklaus sveitastúlka...þá var hann FULLORÐINN í mínum huga, 19 ára töffari!!!  Við fórum fljótlega að vera saman og vorum hluti af lífi hvors annars næstu 3 árin.  Mismikil...eða öllu heldur...mislítil hamingja þessi 3 ár.  

Þegar ég var sem sagt 18 ára fórum við í sitt hvora áttina, hefðum átt að gera það strax fyrsta árið.  Okkar samband hefði sennilega aldrei átt að vera meira en smá sumarást...en það fór sem fór.  Við vorum ekki góð við hvort annað, eða góð fyrir hvort annað.  

Í mörg ár notaði ég mikla orku í að hugsa neikvætt til Eyþórs, eiginlega hataði hann bara.  En fyrir bráðum 3 árum gafst mér tækifæri til að gera upp okkar mál, og að bæta fyrir brot mín.  Því ég átti sannarlega minn þátt í okkar neikvæðu samskipum, þótt ég hafi ekki alltaf getað séð það...!!  Síðan þá hef ég getað hugsað með kærleika til Eyþórs með þá vissu að hann gerði sitt besta, alveg eins og ég gerði mitt besta.  Við kunnum bara ekki betur á þeim tíma.  

Mér þykir vænt um Eyþór vegna þess að hann er hluti af minni fortíð, og þar sem hluti af því sem gerir mig að þeirri konu sem ég er í dag.

birthdaycake1Hvar sem Eyþór er niðurkominn í dag sendi ég honum mínar allra bestu hamingjuóskir og vona að sólin skíni í hjarta hans. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert svo góð og gefandi manneskja elsku frænka!    Skrifar svo fallega til fólksins í kringum þig og hvernig það kom og fór inn í líf þitt.

Alveg til fyrirmyndar hvernig þú sérð hlutina. 

Ragnhildur (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 08:40

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk, frænka

SigrúnSveitó, 31.1.2007 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband