Leita í fréttum mbl.is

Sjúklega góð kaka...

...sem ég bara VERÐ að deila með ykkur:

Botninn:

1 1/2 bolli lífrænt kókosmjöl

1 1/2 bolli Pekan hnetur

1/2 tsk. sjávarsalt

1/2 bolli döðlur, saxaðar

Dash cayenne pipar

 

Fyllingin:

2 avócadó

3/4 bolli agave sýróp eða hrátt hunang eða 1 bolli döðlur

1/4 bolli lime safi

 

Skraut og meðlæti:

Kíví, ferskir ávextir, ber eða hvað eina sem hugurinn girnist.

 

Botninn:

Allt sett í matvinnsluvélina og látið vélina ganga þar til döðlurnar hafa blandast vel inn í kókósmjölið og hneturnar og allt klístrast saman (nota smá vatn ef of þurrt). Setjið deigið í kökuform, (26 ca í þvermál) og þjappið botninum niður. Gott að setja botninn inní frysti á meðan þið búið til fyllinguna.

Fylling:

Setjið allt í matvinnsluvélina nema skraut og meðlæti:) og blandið þar til silkimjúkt. Hellið fyllingunni ofaná botninn og setjið inn í kæli í 2-3 klst. eðaí frysti í 1 klst. Skreytið svo kökuna að vild.

Gott að hafa rjóma með.

Fengum þessa köku í síðusta paragrúppu og hún er bara snilllllllld.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband