Færsluflokkur: Bloggar
31.1.2009 | 18:13
Sófadýr!
Ég er orðin sófadýr! Hef legið á sófanum í dag og í gær, mjög stillt og prúð. Hefði náttúrlega átt að hlýða algerlega...en ég hélt ég væri að því...fannst ég vera nokkuð stillt. Nú ligg ég á sófanum og læt þjóna mér. Fór reyndar yfir á eldhússtól í smá stund í dag, þegar Gréta vinkona kom í heimsókn. Svo fór ég beint á sófann aftur.
Ég er að lesa Norðfjarðarbók (var ég búin að segja það?) sem kennarinn minn úr grunnskóla skrifaði og kom út á síðasta ári. Skemmtileg bók, og gaman að lesa þar sem ég þekki til svæðisins.
Svo er ég líka að prjóna, er að prjóna vettlinga á Jóhannes og svo er ég líka að prjóna "sjónvarpsleista" en mig vantar smá rautt hosugarn til að klára þann einn leistann. Búin að gera 2½ par.
Svo langar mig í helling af lopa, langar að prjóna mér lopapeysu, mig langar að prjóna fleiri ermar og þá m.a. úr lopa. Bæði vegna þess að ég EEEELSKA lopa og líka vegna þess að hann er á viðráðanlegu verði! Og auðvitað; íslenskt, já takk!!
Allir strákarnir mínir (synir mínir, eiginmaðurinn og faðir minn) eru að horfa á fótboltaleik...Man.Utd. eitthvað... Dóttirin inni í herbergi eitthvað að brasa...og ég að blogga.
Jamm. Nenni ekki meir, ætla að leggjast út af og lesa smá meira.
Molinn:
"Anda inn í núið. Anda frá, slökun. Njóta augnabliksins, þess sem er núna."
- Heilbrigð skynsemi!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.1.2009 | 17:01
Einn bragðsterkur!
Margir hafa beðið mig um þessa uppskrift og nú er hún komin inn! (Guðbjörg og Dagbjört, þetta er rétturinn sem ég var með í jólaboðinu)
1 piparostur
1 mexíkó-ostur
ca 100 g rjómaostur
5 dl matreiðslurjómi
1 box sveppir (250 g)
100 g pepperoni
1 beikonbréf
2 dósir sýrður rjómi
3/4 franskbrauð (skorpan skorin af)
1. ostarnir og rjóminn eru settir í pott og bræddir, sýrða rjómanum síðan hrært saman við.
2. Brauðið rifið niður og sett í eldfast mót.
3. sveppir, beikon og pepperoni steikt á pönnu og dreift yfir brauðið.
4. ostablöndunni hellt yfir.
5. bakað í ofni v. 200°C í u.þ.b. 20 mínútur.
--
Ég passa bara upp á að hafa þetta vel blautt, bæti jafnvel smá vökva ef mér finnst þurfa (t.d. skvettu af mjólk út í sósuna).
Mamma, ég hugsa að ég myndi gera tvöfalda uppskrift...í það minnsta...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.1.2009 | 11:02
aaaaaarg!!!
Ég er búin að vera óþæg stelpa!! Ég fór áðan með Jón Ingva niður á sjúkrahús til að láta skipta á skurðinum á enninu.
Ég ákvað í leiðinni að ath hvort doktorinn minn væri við...eða í það minnsta með netfang, því ég er búin að vera með smá verk, eða öllu heldur sting neðarlega í kviðnum... Minn doktor er ekki við, en ég hitti á hinn kvennalæknirinn og hann skammaði mig bara!
Sagði; "Þú ert alltof snemma á fótum...FARÐU HEIM OG LEGGÐU ÞIG!!!"
Svo sagði hann mér að hann er á vakt alla helgina og ég á að hafa samband ef ég versna :( Jamm...rassgat!!! Núna ætla ég að standa mig, vera föst við sófann! Liggja hér í leti og reyna að láta mér ekki leiðast...
Doktorinn sagði, ég veit þér finnst þú vera hress, en þú ert það ekki. Þú varst í stórri aðgerð og þú átt að liggja heima núna!!
Hana nú og hafðu það!!!
Molinn:
"Góð heilsa er gulli betri."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.1.2009 | 16:21
Ég er lánsöm kona!
Vitiði, ég er svo lánsöm, líf mitt er fullt af yndislegu fólki. Skil ekki að ég stundum sé að vorkenna sjálfri mér yfir að búa á Skaganum og þekkja enga...amk. fáa!
Bara í dag er ég búin að fá heimsókn af þremur yndislegum konum, sem allar búa hér á Skaganum, allt konur sem ég hef kynnst síðan ég flutti hingað, og allt konur sem vilja þekkja mig Bara yndislegt.
Ég þekki fullt að fólki og ætti aldrei að þurfa að vera einmana. Ég er reyndar sjaldan einmana, en ég get alveg dottið í þann gír að vorkenna mér yfir að búa hér og þekkja *engan*...það er þá alltaf vegna þess að ég sé sjálf um að einangra mig!
Hér áður fyrr var ég skíthrædd, hrædd við annað fólk því mér fannst allir betri en ég, og mér fannst ég vera vitlaus, kunna ekkert og geta ekkert. Og með þessa sjálfsmynd var ég ekkert að pota mér að fólki...því kommon, hver myndi nenna að þekkja svona glataða manneskju??
Svo með mikilli andlegri vinnu breyttist þetta, ég fór meira að segja í nám og komst að því að ég GET lært!
Ekki nóg með það, heldur fór ég að þora að nálgast fólk og fór að hætta að vera alltaf hrædd við höfnun. Ég hef tekið mörg stór skref, bankað upp á hjá konum sem mér hefur litist vel á og ég geri það enn. Og viti menn, þessar konur hafa tekið mér opnum örmum og vilja gjarnan vera vinkonur mínar. Bara frábært.
Það besta er auðvitað að í dag (og flesta daga) trúi ég á mig, og ég veit að ég get og kann!! Meira að segja ýmislegt!
Þessir dagar sem ég hef dottið í sjálfsvorkunina og séð einu lausn minna mála að flytja til Græsted því ÞAR á ég vini, og get skroppið í kaffi hingað og þangað... Kommon, ég bý við slíkt hið sama hérna!!
Ég er rík kona, ég á yndislega fjölskyldu og yndislega vini - marga vini. Það er ekki satt sem sagt er að maður geti átt marga kunningja en bara fáa vini!! Maður getur sko alveg átt MARGA góða vini!
Þannig að næst þegar ég dett í *aumingja-ég-gírinn* ætla ég að taka símann og hringja...eða taka rúnt og banka upp á hjá einni af þessum fjölmörgu frábæru konum hérna á Skaganum, sem hafa opnað heimili sín og hjörtu fyrir mér.
Molinn:
"Mundu að vera þakklátur. Guð skuldar okkur ekkert. Allt sem frá honum kemur eru gjafir."
-Melodie Beattie úr bókinni "Þakklæti"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2009 | 16:37
Í dag
Er búin að gera mest lítið í dag. Byrjaði daginn á að senda skólabörnin af stað og skreið svo upp í aftur og kúrði mér hjá Jóhannesi sem svaf enn. Hann vaknaði svo stuttu áður en Einar kom heim af næturvakt. Það er fátt notalegra en að kúra að morgni dags með krílunum sínum og eiga gott spjall.
Á leiðinni í leikskólann sagði Jóhannes, allt í einu upp úr eins manns hljóði; "Mamma, ég finn oft fyrir englunum". Hann sagði mér að þeir láti hann vita af nærveru sinni með því að kitla hann, stundum í magann eða annarsstaðar, en þó oftast í nebbann.
Frekar krúttlegt.
Hann trúir því að með þessu kitli séu englarnir að láta hann vita að þeir séu þarna að passa hann.
Hann var svo alvarlegur þegar hann sagði mér þetta og það fór ekki á milli mála að honum var mikil alvara. Og hann talaði um þetta eins og ekkert væri sjálfsagðara, enda er ekkert sjálfsagðara.
Það er sko ekki amalegt að hafa svona trú.
Yndislegt bara.
Held ég hafi þetta ekki lengra í þetta sinn, og láti orð sonar míns vera mola dagsins!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.1.2009 | 14:45
Jæja
Í gær henti ég 1700 krónum út um gluggann! Doktorinn sem við fórum til í gær, lét okkur hafa pensilín - eins og ég deildi með ykkur í gær - og Jón Ingvi var ekki að meika að taka það. Svo fórum við til Kára Knúts í morgun og hann sagði að það væri alger óþarfi að taka pensilínið...!!!
Ég hefði alveg verið til í að nota þennan pening í annað...en svona er þetta stundum :( Þýðir ekki að svekkja sig á því.
EN, Jón Ingvi fór sem sagt til K.K. kl. 11 í morgun og var þá sett á hann deyfikrem og plástur yfir og áttum við að koma aftur kl 12.40 - sem við gerðum. Þá var svæðið orðið þokkalega dofið og þá var farið í framkvæmdir! K.K. risti skurð á enni drengs, og það vall út drulla... Jón Ingvi kreisti á mér puttana og stóð sig eins og hetja. Honum þótti þetta VOOOOONT, en harkaði af sér - eins og sönnum nagla sæmir!
Svo var potast í þessu með einhverskonar töng og svo stungið sprautu (nálarlausri þó) inn og skolað með saltvatni. Að lokum var troðið inn í sárið *Jelonet* og svo umbúðir yfir. Sárinu á að halda opnu í einhverja daga og okkur stóð til boða að gera það sjálf...troða nýju Jelonet inn daglega...
Við þáðum með þökkum tilboð skiptistofunnar á SHA að mæta þangað daglega og láta gera þetta. Bæði vegna þess að ég veit af fenginni reynslu, að Jón Ingvi lætur sig hafa ýmislegt...bara ef það er einhver annar en við sem gerum það! Og hin ástæðan...ég get ekki gert þetta...alls ekki við son minn...og örugglega bara engann.
Við skulum hafa það á hreinu að ég verð ALDREI skurðstofuhjúkka, sárahjúkka eða slíkt...örugglega ekki heldur slysóhjúkka. Ég bara geeeet ekki... Ég reyndi að horfa og sjá, en þegar K.K. var með töng inni í enni drengsins þá var mér nóg um...
Neibb, það er gott að það er margt í boði innan hjúkrunar og ég er alsæl í geðinu
Molinn:
"Never frown, even when you are sad, because you never know who is falling in love with your smile."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.1.2009 | 09:35
The moment I wake up...
...já, hvað þá? Þá fer ég flótlega famúr amk. Það gerði ég áðan. Einar fór á fætur með krökkunum, og ég svaf til rúmlega 9 - eins og sveskja. Ooooohhhh, hvað það var notó, þurfti sko á því að halda. Var svooo þreytt í gær.
Það er dálítið erfitt að mega ekkert gera en vera svo heima með krakkana og Einar að vinna. Þá bara er sumt sem ég VERÐ að gera. Þó læt ég alveg eiga sig að taka til og allt svoleiðis. En ég þurfti að sendast með þau, keyra og sækja og svona, og það var alveg meira en nóg.
Í dag sé ég fram á rólegri dag, Einar er heima og fer svo á næturvakt, svo er hann kominn í veikindafrí...því hann er líka að fara í aðgerð. Jamm. Við erum í takt ;) Hann er reyndar bara að fara í smá aðgerð, það á að skera á sinaslíður á fingri hjá honum á föstudaginn. Lítil aðgerð og þarf hann bara að vera frá vinnu í viku. Sem betur fer ekkert stórt og mikið.
Annars hef ég lítið að segja svona nývöknuð...kannski bara meira síðar. Er að fara með Jón Ingva til doksa á eftir, það hefur ekki tekist að koma pensilíninu ofan í hann, utan 1½ skammts sem hann tók í gær...átti að taka 3...
Molinn er með öðru sniði í dag:
4 ára = Mamma mín getur allt.
8 ára = Mamma mín veit heilmikið.
12 ára = Mamma mín skilur ekki neitt.
14 ára = Að sjálfsögðu veit mamma mín ekki neitt um þetta frekar en annað.
16 ára = Mamma mín er ótrúlega gamaldags.
18 ára = Mamma mín er orðin svo gömul að hún veit ekkert um hvað lífið snýst í raun og veru.
25 ára = Mamma gæti nú vitað hvað ég ætti að gera...
35 ára = Við skulum tala við mömmu áður en við ákveðum hvað við gerum.
45 ára = Hvað ætli mömmu finnist um þetta?
65 ára = Ég vildi óska að ég gæti rætt um þetta við mömmu...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.1.2009 | 11:28
Ég bara má til...
Tveir náungar stóðu og klóruðu sér í hausnum fyrir framan flaggstöng
þegar konu eina bara að.
Spurði hverju þeir væru að velta vöngum yfir.
Aaaaa, við eigum að finna hæðina á stönginni en við erum ekki með neinn
stiga.
Aaaaa, heyrðist frá konunni, opnaði tösku sína, tók út
skiptilykil, losaði stöngina upp, lagði hana niður, tók nú upp málband
og mældi stöngina: 5 metrar og 65 sentimetrar, og hélt hún síðan á
braut.
Eftir stóðu þeir félagar skellihlæjandi: Er þetta ekki dæmigert fyrir
konur, okkur vantaði hæðina en hún sagði okkur lengdina.
Þessir félagar eru hátt settir í fjármálageiranum á Íslandi og starfa
fyrir íslenska ríkið.
-----
Ég fór með Jón Ingva til læknis í morgun, hann er með kýli á enninu sem hefur ekki gert annað en stækka undanfarið. Hann líkist helst einhyrningi, þessi elska. Þetta byrjaði sem smá bóla og er nú ca 2 cm í ummál :( Doktorinn vill láta Kára Knútsson, sem er lýtalæknir og með stofu hér på Skagen, líta á þetta. Segir að það þurfti að deifa drenginn, stinga á og ná drullunni út. Svo fékk hann pensilín líka. Jón Ingvi á tíma hjá Kára á morgun kl. 11, en er byrjaður á pensilíninu. Eitt það erfiðasta sem ég hef geri í þessu lífi er þessi fáu skipti sem Jón Ingvi þarf lyf...það er barátta frá upphafi til enda. Núna vona ég að við séum með trixið...amk fór fyrsti skammtur ofan í hann áðan. Honum þótti heldur ekki mjög fýsilegur kostur að þetta héldi áfram að dreyfa sér um allt enni...og hann myndi enda inni á sjúkrahúsi með sýklalyf í æð...sorrý, en ég varð að útskýra þetta á MJÖG drastískan hátt fyrir honum!!!
Við fórum í Einarsbúð og keyptum barnamauk til að koma lyfinu niður með. Lyfið er í hylkjum, en hylkin má opna og tæma, sem við gerðum. Settum duftið í teskeið af bananamauki og vorum með Egilsþykkni tilbúið - FULLT glas! Sem var ÞAAAAMBAÐ!!!
Áfram var óbragð í munni drengs...svo við fórum í Skútuna og keyptum poka af brjóstsykri og fær hann einn mola til að sjúga eftir hverja inntöku.
Jamm...allt gert til að koma þessu í drenginn. Ekki neitt spennandi við að vera með bakteríur í hausnum sem eru bara að fjölga sér og geta aldeilis gert óskunda...uss...!!
--
Ég er annars bara hress. Jón Ingvi er krútt, hann veit að ég má ekkert gera svo hann passaði sig á að halda á vörunum sem við keyptum í Einarsbúð, og þegar heim kom rétti hann mér pensilínið og spurði hvort ég gæti haldið á því...svo tók hann pokann :) Alger moli.
Jóhannes fór í leikskólann og tók af mér loforð að sækja hann kl EITT!!! Ekki mínútu seinna! Vildi bara stoppa stutt í dag. Held hann hafi saknað mín töluvert þessa 4 sólarhringa sem ég var á sjúkkhúsinu...
Jæja, nenni ekki meir...
Molinn:
"Einstaklingurinn þarf ævinlega að berjast gegn því að verða yfirbugaður af samfélaginu. Ef þú berst finnurðu oft til einmanaleika og verður stundum skelfdur. En þau forréttindi að eiga sjálfan sig verður aldrei of dýru verði keypt."
- Friedrich Nietzche
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.1.2009 | 11:02
Sunnudagur til sælu
Svaf til kl 10, þá kom Jón Ingvi og vakti mig því Jóhannes þurfti *skeiningu* svo ég varð að fara framúr. Þá var ég reyndar orðin stirð af rúmlegu. Veit ekki hvar þetta endar.
Góðu fréttirnar eru auðvitað að mér líður betur með hverjum deginum. Ótrúlegt hvað það getur verið mikill dagamunur.
Hrönn mín sagði um dagðinn; "Þú verður skárri á morgun - ég lofa..." og það var sko alveg satt og rétt hjá henni...að sjálfsögðu! Takk Hrönn mín :)
Ég var að segja ykkur í fyrradag hvað blóðsykurinn væri óstöðugur, hann var orðinn stabíll í gær.Ég sem sendi Einar að versla, og hann keypti m.a. rúsínur, appelsínusafa og banana...eitthvað sem líkaminn kallar á þegar ég fell í blóðsykri. (Hér áður fyrr hefði Snickers verið það eina sem virkaði)
Ég lagði mig bara einu sinni í gær. Svo þetta er allt á réttri leið :)
Núna er prinsessan okkar að stjana við mig, er að rista brauð og smyrja handa mér. Eintóm sæla.
Strákarnir eru með Queen í gangi á Youtube, bara notalegt :)
Einar er í borginni á fundi. Vitiði, hann er svo duglegur, hann var á fullu frá 9 í gærmorgun til 22.00 í gærkvöldi í húsinu. Svo fór hann á fætur kl. 7 til að mæta á fund í Reykjavík kl 9.
Svo er okkur boðið í fertugsafmæli í dag hjá frænda Einars og ég held við bara smellum okkur þangað. Við látum okkur bara hverfa snemma ef ég verð alveg búin á því - tek því rólega fram að brottför
Molinn:
"Segðu ekkert illt um annan mann, einkum ef þú veist ekki með vissu hvort það er satt. Og ef þú veist það spyrðu þá sjálfan þig fyrst: Hvers vegna ætti ég að segja það?"
- J.C. Lavater
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar