Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Búið að eyðileggja lúkkið mitt!!!

Einhver leiðinda-auglýsing og allt í köku! Er búin að skoða blogg hjá öðrum og þar virðist allt í sóma...en þessi ljóta NOVA auglýsing fer yfir það sem er hægra megin hjá mér...amk í okkar tölvum :( og svo er allt á skakk og skjön.  Spurning um að senda blog.is mail og kvarta!!!  Ætla að bíða samt smá og sjá hvort þetta lagast! Mig langar amk ekkert að velja nýtt lúkk, er mjög lukkuleg með mitt...þegar það er eins og það á að vera!!!

Annars ekkert nýtt.  Er að spá í að fara upp í hús í dag og taka til...gera pláss til þess að Jóhannes geti æft sig að hjóla! Hann á eftir að læra að hjóla á hjólinu sínu án hjálpardekkja...því eins og þið kannski munið þá var einhver sem eyðilagði hjálpardekkin hans s.l. sumar...

Við héldum fjölskyldufund um helgina og ákváðum matseðil fyrir þessa viku, svo ég ætla líka í Bónus og versla fyrir vikuna! Svo gott að gera klárað það af, þurfa ekki að fara út í búð daglega...með þessa hugsun; "hvað á ég að kaupa...hvað á ég að elda...".  

Frelsi er í mínum huga skipulagning.  Þegar við höfum skipulagt okkur þá öðlumst við um leið frelsi.  Jamm.  Ekki meir í bili.

Ást&virðingHeart


Sunnudagskvöldið

Í gær röltum við til tengdó og tengdapabbi skutlaði mér síðan upp í göng þar sem ég hitti minn heittelskaða.  Þau pössuðu síðan ungana.  Við fórum að hitta nokkur vinapör og áttum þar góða stund.  Við sáum um desertinn og ég lofaði að sá sykurlausi kæmi hér inn í dag:

Hnetu og súkkulaðibaka 

150g heslihentur*
150g möndlur*
250g lífrænar döðlur,* lagðar í bleyti í 10-15mín
1 msk agavesýróp*

þurrristið hneturnar í um 5 mín við 200*C  og kælið. (ef þíð viljið hafa þetta hráfæðiköku þá sleppið því að rista henturnar) setjið hneturnar, möndlurnar og döllurnar í matvinnsluvél og balandið   saman þar til þetta verður að deigkúlu, bætið agavesýrópinu útí í lokin til að þetta “límist” sem best saman.
setjið bökunarpappír í hringlaga form (23-26cm í þvermál) og þjappið deiginu niður í það
botninn er bakaður í um 5 mín við 180* en líka er hægt að nota hann hráann og setja hann inní kæli eða frysti

Fylling

6 dl kasjúhnetur*, lagðar í bleyti í 2 klstt. (3-4  dl lagðir í bleyti gera alls 6 dl útbleyttar)
2 dl kókosvatn, frá Dr. Martin
3-4 msk rifið lífrænt appelsínuhýði
2 dl hreint kakóduft*
¾ dl kókosolía*
1 ¼  dl agavesýróp*
1 tsk vanilluduft*
himalayasalt af hnífsoddi

Setjið kasjúhenturnar í matvinnsluvél með kókosvatninu og blandið mjög vel saman. Bætið appelsínuhýðinu, kakóduftinu, kókosolíunni, sýrópinu og saltinu útí matvinnsluvélina og klárið að blanda þetta þar til þetta verður alveg silkimjúk. Það er hægt að setja fyllinguna örstutt í blandarann til að hún verði alveg silkimjúk og kornlaus.
Hellið fyllingunni útí botninn og setjið inn í kæli eða frysti.
Borin fram ísköld, með þeyttum rjóma!!

Skraut:
Ferskir ávextir, t.d. appelsínusneiðar, jarðaber, mango, kíví eða aðrir ávextir/ber.

Þessi uppskrift er að sjálfsögðu af Himneskt.is

---

Þarf að mynda kjólinn og sýna ykkur framganginn!  Rosa spennó!  

Skrifa meira síðar...ætla að skríða undir sæng aftur...!! 

 

 


Sunnudagur á Höfðabrautinni

Rólegheit hjá okkur hérna.  Einar reyndar fór á fætur kl. 05.00 í morgun og í vinnu fljótlega.  Ég hins vegar rumskaði við drengina einhverntímann í morgun...held þeir hafi sofið eitthvað lengur en til kl. sjö...en ég vaknaði hins vegar ekki fyrr en kl. 10.30 en þá hringdi síminn minn til að minna mig á að það væri körfubolti...ég reyndi að lokka Jón Ingva af stað, en hann hafði talað um að hann vildi prófa körfuna.   Hann vildi ekki fara, sagðist vera hættur við...ætlar að einbeita sér að golfinu sem hann byrjaði í s.l. fimmtudag!  Mér finnst bara frábært ef hann finnur einhverja íþrótt sem hann hefur áhuga á, og ég sé hann alveg fyrir mér í golfinu...röltandi um...engin hlaup fyrir minn mann ;)

Við (ég, Ólöf Ósk og Jóhannes) erum búin að fá okkur rölt út í Krónu.  Svo ætla ég að rölta með Jóhannes á eftir til tengdó...þarf að losa drenginn við orku ;) hehe...  

Svo var ég sko að baka...og mikið er ég þreytt á þessum ofni okkar...!! Ef ég ætlaði mér ekki að flytja þá myndi ég sko fá mér nýjan...ofninn mishitnar svo að kökurnar urðu einum og dökkar sumsstaðar og það er alveg glatað! 

En það þýðir ekki að fást um það...best að fara að gera krem á herlegheitin! 

Sigrún bloggar...hún er alltaf að...Sigrún bloggar...ég held nú það!!! 


Verður varla farið...

...í borgarferð í kvöld.  Ætli við verðum ekki að missa af þessu "Þorrablótssprengidagssaltkjötskvöldi" vegna veðurs.  Spáir 18-25 m/sek hérna í kvella og ekki gáfulegt að æða af stað í svoleiðis rok.  Mér þótti nóg um að skjótast hérna innanbæjar í gærkveldi...

Dagurinn hefur verið rólegur.  Dró Jóhannes og Ólöfu Ósk gangandi út í Krónu áðan...Jóhannes verður sko að fá smá hreyfingu til að hann nái að nota orkuna sína.  Annars sofnar hann ekki í kvöld.  Jón Ingvi fór til vinar síns í morgun og ég hef ekkert heyrt, svo ég geri ráð fyrir að þeir uni sér vel.

Núna ætla ég að efna gefið loforð, loforð sem ég gaf Jóni Ingva, og baka kryddbrauð!

200 g hveiti
110 g haframjöl
100 gr sykur (eða 50-75 gr Agave)
1 tsk natrón
2 tsk kanill
½ tsk negull
2½-3 dl mjólk

Bakað v. 180-200°C í 1 klst. 

---

Í gærkvöldi, eða öllu heldur seinnipartinn í gær, gerðum við okkur minipizzur í matinn.  Ólöf Ósk og Jóhannes vilja reyndar ekki pítabrauð, þau fá mexíkanskar pönnukökur í staðinn og setja á þær, og þykir þeim það hið mesta lostæti.

myspace layouts

Slafr...rosalega voru mínar góðar...pepperóní og gráðosti.  

Ég bý sósuna til sjálf, blanda saman tómatpuré, tómatsósu og pizzakryddi.  Snilldargóð sósa, með bragði!! 

--

Best að hætta þessu röfli og smella mér í baksturinn!!!

myspace layout codes

Eigið góðan laugardag, elskurnar mínar. 

Verð að sýna ykkur...

...ég var að panta mér "lógó" eða vörumerki, til að merkja með, þá hluti sem ég bý til.
 

Lógóið mitt Alveg í mínum anda, finnst mér.  Fékk aðstoð og álit frá Lilju sys.  

Jiiii, hvað verður gaman að fá þetta í hendurnar (eftir 2-3 vikur) og geta merkt hlutina.  Héðan í frá fer EKKERT frá mér ómerkt!!!  Og hana nú! 


Múúúúú (på dansk; Moooooo)

Nei, ég segi nú bara svona LoL 

myspace layout images

 

Allt gott að frétta hérna.  Fór á fætur og keyrði prinsessuna á sundæfingu í morgun...hún átti sko að mæta 5.30!!!  Persónulega finnst mér þetta BILUN!!  Þess vegna var ég mjög hlynnt því að hún hætti á morgunæfingum.  Venjulega eru morgunæfingar kl. 6.00-7.30 á miðvikudagsmorgnum og frá 7.00-9.00 á laugardagsmorgnum en hún er hætt á morgunæfingum.  Æfingin í morgun er liður í æfingahelgi hjá þeim, þar sem það er mót um næstu helgi og laugin hér hefur verið mikið lokuð undanfarið.  Svo hún fór í morgun og fer í fyrramálið og á sunnudagsmorguninn...

 

Nema hvað.  Ég fór aftur heim að sofa.  En ekki hvað?!!!  Persónulega finnst mér 5.30 vera HÁnótt!!!  Man þá tíð þegar minn heittelskaði fór alltaf á fætur kl. 4.00...hann talaði um 4 á morgnana...ég talaði um 4 á nóttinni!!!  Ég held aldrei að ég verði A manneskja!!!

 

Hef stundum heyrt talað um að það sé ekkert sem heiti A og B manneskjur...og þetta sé LETI og bla bla bla.  En nú "eigum" við 4 börn, 3 sem búa hjá okkur.  Þessi tvö eldri (af þessum þremur) hafa alltaf verið morgunhanar og hafa sofnað snemma og þurft mikinn svefn.  Svo kom gormurinn okkar í heiminn.  Hann hefur alla tíð getað sofið frameftir, svo framarlega sem systkini hans ekki vekja hann.  Og hann er miklu hressari á kvöldin en hin tvö...oft getur hann ekki sofnað kl. 8 þó hin tvö séu löngu dottin útaf.  

 

Jón Ingvi...hann er mesti morgunhaninn...vaknar aldrei seinna en 7 og oft milli 6 og hálf 7...  Ólöf Ósk er aðeins farin að geta sofið lengur...enda orðinn hálfgerður unglingur ;)

 

Nóg um svefnvenjur. 

---

 

Sit og bíð eftir símtali frá Lilju sys...Eysteinn hlýtur að fara að verða búinn í mat...þá ætlar hún að hringja sko ;) Alltaf gaman að heyra í henni.  Hlakka geðveikt til að fara austur og vera hjá henni í heila viku!!!  Og hitta alla hina líka.  Eiga góðan tíma með múttu og stjúpa og systkinum mínum og fjölskyldum þeirra...það verður alger SÆLA!!! 

 

Svo ætla ég að hitta Gumma bekkjarbróðir minn.  Hann ætlar að taka sér tíma til að hitta mig og drengina, en drengirnir eru yfir sig spenntir að hitta hann.  Við hlustum mikið á diskinn hans Gumma og þykir strákunum mikið sport í að mamma þeirra skuli þekkja þennan frábæra mann!!!  Á blogginu hans er hægt að heyra tvö lög af disknum hans, mæli með því!!!

 

---

Ekki meir í bili.

 

Ljós&kærleikur. 


Fimmtudagur...

...og alvöru vetur!!

Ég hef sagt ykkur frá því áður.  Ljúfum minningum úr sveitinni heima.  Vetur.  Snjóstormur.  Rafmagnið farið.  Jón Þór í fjósinu...að mjólka með vararafstöð...eða eitthvað.  Mamma með okkur systkinin í eldhúsinu.  Kveikt á gömlu olíulömpunum.  Mamma að lesa íslenskar þjóðsögur.

Þessar minningar koma alltaf þegar úti er vetrarveður.  Alvöru vetrarveður!

--

Ég átti von á 3 valkyrjum í kvöld, í saumó.  Valkyrjur er hópur kvenna sem ég kynntist á netinu.  Íslenskar mæður í útlöndum.  Við erum nokkrar sem erum fluttar heim og hittumst á 2-3 mánaða fresti.  Mjög skemmtilegt.

En, þær eru hættar við...búið að fresta um 2 vikur vegna veðurs.  Enda ekkert spennandi að æða út í óvissuna.  

Hins vegar er notalegt að vera inni, og þurfa ekkert að fara út.   

Ætla að horfa á Dr. House og CSI í kvöld og prjóna!!  Óþarfi að sleppa því að prjóna þó enginn verði saumó!!

--

Var annars að koma heim úr púltíma...shit hvað þær píska mann áfram!  Eftir eitt tækið, svona fótatæki eitthvert, þá ætlaði ég ekki að standa undir mér...lærvöðvarnir voru bara búnir á því! En það hafðist og ég fór aðra 2 hringi ;) hehe...

--

Ég er komin í 5 daga frí!!!  Og eftir helgi hitti ég Rakel vinkonu!!! Rakel bjó í Græsted, sama bæ og við í Danmörku, en býr núna í Smidstrup Strand, 6 km frá Græsted.  Við kynntumst sem sagt þar.  Hittumst fyrst í Brugsen!  Mikið hlakka ég til!!! 


Agave

Langar að svara Jónu Hörpu, og já, bjóða þig velkomna.  Gaman að fá gamla kunningja í "heimsókn".

Agave er ekki sætuefni, í þeim skilningi (ég sé fyrir mér "kunstige sødemidler" þegar talað er um sætuefni).  Agave er unnið úr kaktusplöntu, eftir því sem ég best veit.  Og er víst mjög hentugt fyrir fólk með diabetes, þar sem það hækkar ekki blóðsykurinn á sama hátt og sykur gerir.

Ég er sjálf ekki með diabetes...en sykursjúk = sjúk í sykur = sykurfíkill.  Ég get ekki notað sykur þar sem hann hækkar blóðsykurinn alltof hratt og kallar á meiri sykur = fíkn.  Hins vegar finn ég ekki fyrir neinni fíkn þegar ég borða t.d. eitthvað með agave í, eða ef ég nota þurrkaða ávexti (þá aðallega döðlur og apríkósur) til að "sæta" með.

Kona sem vinnur með mér á stelpu með diabetes og hún sagði mér að þeim hafi einmitt verið sagt frá Agave.  Hún fékk einmitt uppskriftir hjá mér.  Hér til hliðar á síðunni eru ýmsar uppskriftir, m.a. kökuuppskriftir þar sem notað er agave. 

Agave er selt hér t.d. hjá Himneskri Hollustu (og í Bónus og Hagkaup undir merkjum Himneskrar Hollustu) eins er hægt að fá Agave í apótekjum og á fleiri stöðum.  Ætli sé ekki hægt að nálgast það í heilsubúðum í Danmörku.  Ég var ekki búin að kynnast Agave þegar ég bjó í Danmörku, svo ég veit ekki alveg.   

Vona að þetta hjálpi eitthvað.  Og endilega skrifaðu meira hérna eða sendu mail ef þú hefur fleiri spurningar.

---

Og talandi um sykur...

Krakkarnir voru að koma heim úr 3½ tíma röltu um bæinn...með FULLT af sælgæti!!! 

Og nei, Jóna, það er ekkert sem heita öskupokar hér á landi lengur!!!  


Fastelavn...er mit navn...

Jamm...eða bara öskudagur.

Gleðilegan öskudag, elskurnar mínar, nær og fjær.

Jóhannes fór í leikskólann í morgun, í Tomma&Jenna náttfötunum sínum.  Ég ætla ekki að tjá mig um þetta mál að á leikskólunum megi ekki koma í grímubúning...!!  Búin að gremjast yfir því áður og nenni því ekki meir!!  Eftir þennan öskudag eigum við bara eftir einn leikskólaöskudag!! Spáið í það...úff...bráðum fer að ljúka leikskólatímanum hjá okkur!!!  Reyndar 1½ ár í það...en eins og tíminn flýgur...!!  

Nóg um það. 

Hér myndir af stóru börnunum á leið út í bæ að syngja og tralla í fyrirtækjunum!

sæt samanJón Ingvi Ólöf Ósk


Einmitt!

Sko, Hrönn, maður á einmitt að segja "ser godt ud".  Engar enskuslettur hérna!! LoL

Hugarfluga, ég bjó í 9 ár í Danmörku, frá 1997-2006.  Svo er ég sko fædd í Danmörku og bjó til 18 mánaða aldurs...svo ég er eiginlega dönsk...!! Eller ikke...!! hihi...Tounge

---

En það sem mig langar að syngja hátt og snjallt fyrir ykkur er þetta:

GLEÐI, GLEÐI, GLEÐI,
GLEÐI LÍF MITT ER.

ÞVÍ AÐ ÆÐRI MÁTTUR
ÞAÐ GEFIÐ HEFUR MÉR.

ÉG VIL AÐ ÞÚ EIGNIST ÞETTA LÍÍÍÍÍF
ÞVÍ AÐ ÞAÐ ER:

GLEÐI, GLEÐI,
GLEÐI ALLA TÍÍÍÍÐ!!

happiness

---

Þar hafiði það!!  

Lífið er bara stórkostlegt! Yndisleg gjöf sem ég hef fengið.   


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband