Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Laugardagur til lukku :)

Góðan daginn, elsku vinir.

Þá er laugardagurinn 24. janúar runninn upp. Janúar að verða búinn!! Hver hefði trúað því að janúar myndi líða svona fljótt? Ég man þá tíð þegar janúar og febrúar voru alveg hrææææðilega laaaangir og dimmir. Það er greinilega liðin tíð.

Annars er lítið að frétta. Ég svaf vel, og líður mun betur en mér gerði í gærmorgun. Ekkert blóðsykurfall (amk ekki enn) og ég hef ekki tekið verkjatöflu síðan í gærmorgun. Bara ljúft.

Átti yndislegt kvöld í gær í faðmi míns heittelskaða. Horfðum á eina vellu sem við áttum á flakkaranum og skriðum svo í rúmið okkar góða. Bara ljúft að eiga svona kvöldstundir samanInLove

Aðalsöguhetjan í myndinni var ca 3000 ára og var búinn að elska sömu konuna öll árin, og þau voru svoooo ástfangin. Ég spurði Einar einmitt hvort hann héldi að við værum svona ástfangin ef við lifðum í 3000 ár...hann var ekki í vafa WinkHeart Og vitiði, ég er bara svooo sammála honum. Trúi því af heilum hug að við vorum *ment to be*, við vorum bara svolítið lengi að átta okkur á því...LoL Eða eins og segir í ljóðinu sem við fengum í brúðkaupsgjöf;

"...eftir nokkra umhugsun ástir með þeim tókust..."

Nóg um það. 

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili, er að spá í að leggja mig aðeins.

Molinn:

"Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín."


Þreytt....svooooo þreytt

Það er satt sem doktorinn minn sagði, hann sagði að ég yrði mjög þreytt eftir aðgerðina. Og ó mæ god...ég vissi ekki að það væri hægt að vera svoooooona þreytt!

Ég svaf MJÖG vel í nótt, í ALLA NÓTT og til kl 10 í morgun en þá kom Vignir vinur okkar að laga bakarofninn (ekki hægt að vera með óvirkan blástursfídusinn þegar ferming er í aðsigi...). Ég fékk mér að sjálfsögði kaffi og spjall með Vigni og þegar hann fór um klukkutíma síðar var ég bara algerlega búin að vera! Úff...enda búin að sitja á rassinum, borða ristað brauð, drekka ½ kaffibolla og spjalla...mjög þreytandi iðja...Sleeping

Svo ég lagði mig.

Svo komu krakkarnir heim...ég settist upp...var smá tilstaðar og varð svo bara að leggja mig...ég var orðin svoooo þreytt...Sleeping

Einar kom svo heim kl. 16.15 þá lá ég hálf meðvitundarlaus á sófanum, strákarnir inni í herbergi í fótboltaspili...ó mæ, hvað ég var þreytt....!!!

Svo fell ég stanslaust í blóðsykri. Hef ekki orku í að borða endalaust en ef ég borða ekki MJÖG reglulega þá byrja ég að nötra og hristast og líða illa...og verð að fá að borða en samt hef ég varla lyst á því, því þó ég VERÐI að borða STRAX þegar ég fæ svona blóðsykurfall þá er ég samt lystarlaus. Stundum væri gott að borða sykur og geta bara hellt í sig 2 skeiðum af sykri...en ég ætla nú ekki að fara að hleypa sykurdjöflinum *mínum* út. Hann er búinn að vera lokaður inni í bráðum 2 ár og stefni ég að því að hafa hann þar um aldur og ævi!!!

Jamm. Nú er ég búin að blogga svoooo mikið að ég verð að leggja mig...LoL...Sleeping

Molinn...:

Ef þú ert þreyttur, HVÍLDU ÞIG ÞÁ!!!!


Örstutt...

...fyrir svefninn.

Ég er komin heim, bara ljúft. Reyndar var farið vel með mig á SHA, en það er alltaf best að vera heima.

Einar eldaði þvílíkt góðan mat handa okkur, grillaði lambalærisneiðar og hafði ofnsteiktar kartöflur og piparostasósu með...slafr... Ég borðaði yfir mig. Sick

Yndislegt að vera með í lífinu heima aftur, knúsa og fá knús fyrir nóttina. InLove Að upplifa að geljukrúttið okkar er enn svo mikið stelpuskott, þó hún sé á fullu að reyna að slíta sig frá okkur. Engin drama*köst* í kvöld þó, en smá *urr* samt Wink

Ég er nokkuð hress en ætla mér að taka fyrirskipun læknisins eins alvarlega og ég mögulega get...ég má EKKERT gera í heila viku!!! Ekki auðvelt...sérstaklega þar sem ég er vön að sjá um heimilið í mínum *frítíma* enda Einar í húsbygginu í sínum *frítíma*. En hann klárar þetta eins og ekkert sé, þessi elska. 

Svo á ég að mæta til doktorsins 11. feb. og þá ákveðum við hvenær ég má byrja að vinna aftur (ég reikna með að byrja 12. feb...) og hvenær ég má byrja að æfa og fæ læknisvottorð og ef það er fleira sem ég man ekki núna...

Jamm. Ég get lítið annað sagt en lífið er dásamlegt. 

Molinn í dag er stuttur en hann segir nákvæmlega það sem þarf:

"Hamingjan er ferðalag, ekki áfangastaður." 


Best að blogga...

...jamm, ég  er enn á SHA, en reikna með að fara heim á morgun. Það verður ljúft að koma heim og kúra í okkar rúmi.

Annars hefur farið vel um mig hér, og farið vel með mig. Yndislegt starfsfólk hérna á deildinni. 

Í gær var ég ansi framlág. Í gærmorgun, eða undir hádegið, var komið að því að drösla mér frammúr...og það þurfti ógleðilyf beint í æð áður en ég meikaði það. En fram á wc komst ég og gat þvegið mér í framan og burstað tennur. Og orkan þar með búin.

Svo var það inn í rúm og dorma. Reyndar var erfitt að dorma í gær, því mér var svooooo illt í bakinu. 

Ég fékk matinn inn á rúmstokk í gær, en í dag var engin miskunn, það var bara að fara fram ef ég vildi mat! Sem var líka bara gott mál.

Seinnipartinn í gær var ég farin að rölta um gangana, sem er mikilvægur hluti í bataferlinu því þá fer þarmasýstemið að vinna. Nóttina áður var ég ansi slæm af vindverkjum, fullur kviður og verkur alveg upp í öxl... 

Svo fretkeppnin mikla hófst í gær og sér eigi fyrir endann á henni! Drunurnar glymja um allan neðri Skaga...LoL

Í dag er líðanin öll betri. Ég svaf líka vel í nótt, alveg í einum dúr frá 23-6, sofnaði svo aftur til kl 8. Engir bakverkir í dag svo þetta er bara sæla.

Búin að borða þokkalega, fékk skrítinn mat í hádeginu þó...við vorum helst á að þetta væri einhverskonar grænmetisbuff...held það sko. Og svo var mjög góð sveppasúpa. Slafr... Gæti vel hugsað mér að borða hana aftur.

Jamm. Annars lítið annað að segja. Verður bara ljúft að komast heim í faðm fjölskyldunnarInLove

Nóg í bili...

"Ná má hvaða takmarki sem vera skal bara ef maður flýtir sér ekki."

- Gösta Ekman


Ég er...

...löngu vöknuð en en hef dormað meira og minna í allan dag.

Svo...ekki meir blogg í bili, get bara sagt að þetta gekk víst vel...! Enginn skurður að utanverðunni þar sem dótið var tekið neðanfrá.

Túttilú...


Aðgerðardagur

Jæja, þá er ég vöknuð. Svaf svo sem ekkert brjálæðislega vel í nótt...alltaf að vakna. Harðneitaði samt svefntöflunni sem mér var ítrekað boðið í gærkvöldi. Sé svo sem ekkert eftir því.

Það var komið inn til mín kl 7.00 og ég *rekin* (blíðlega beðin að fara) í sturtu. Á meðan var skipt á rúminu. Ég fékk þessa líka fínu teygjusokkar, sem ná hálfa leið upp í nára. Vantar bara sokkaböndin þá væri ég klár á ball...not!!

Núna kl 7.45 á ég svo að taka paracetamol og þessa kæruleysistöflu...svo ég er að spá í að halda mig frá blogginu...og facebook, þegar það fer að virka á mig...svo ég fari nú ekki að setja inn einhverja viiiitleysu...LoL

Líðanin er bland af kvíða fyrir þessu dæmi og létti yfir að þetta verður bráðum búið. Mér er smá óglatt og gæti líklega eki borðað þó ég mætti það...en þar sem ég má það ekki þá þarf ég ekki að velta mér upp úr því. 

Jæja, læt þetta duga...fyrir aðgerð. 

Later!

Molinn:

Ef þú átt 2 peninga skaltu kaupa brauð fyrir annan og blóm fyrir hinn, brauð til þess að lifa á og blómið til þess að lífið sé þess virði að því sé lifað.

 


SHA

Jæja, þá ég er lögst inn á SHA. Kom fyrir ca klukkutíma... Ég verð að viðurkenna að ég er búin að vera með smá kvíðahnút í maganum, lystarlaus og smá óglatt, í dag og í gær. Mikið verður gott þegar þessu er lokið.

Fyrir þá sem ekki vita hversvegna ég er hér, þá er ég hér til að láta fjarlægja legið, og verður það gert í fyrramálið. Mér er sagt að mér verði skutlað inn á skurðstofu um kl. 8.30, þá verð ég búin að fá 3 panodil og 1 kæruleysistöflu... Svæfingarlæknirinn kom áðan, og ég skrifaði undir að ég væri upplýst um hvað ætti að fara fram, hann sagði að þegar ég kæmi á skurðstofuna þá væri undirskriftin mín ekki sérlega marktæk þar sem ég yrði *kærulaus*...

Ástæðan fyrir því að ég er að fara í legnám eru bakverkir. Spáið í það, ég hef vitað það síðan í febrúar 1995 að ég er með afturstætt leg, en vissi það fyrst fyrir um 9 mánuðum að afturstætt leg geti valdið slæmum bakverkjum (svo ekki sé minnst á hægðatregðu, en ég nenni ekki að vera með neitt kúkamál hér...).
Ég hef OFT farið til læknis vegna bakverkjanna, og ég hef oft verið sett á bólgueyðandi og verkjastillandi meðferð. Aldrei fyrr (en s.l. vor) hefur mér verið sagt að þetta geti verið út af því að legið þrýsti á taugar í bakinu...

Ég hef verið misslæm kringum þetta mánaðarlega, stundum slæm, stundum MJÖG slæm...áááá...vooooont!!! 

Svo nú nenni ég ekki meir. Ég er búin að reikna út, miðað við 13 tíðahringi á ári, að ég þarf verkjalyf ca 8 daga x 13 tíðahringi sem gera 104 daga á ári, eða 14 vikur eða rúma 3 mánuði á ári sem ég er það slæm að ég þarf verkjalyf til að meika daginn og til að geta sofið!! Spáið í það. 

Ég er HÆTT að nota legið, búin að eiga þau börn sem við ætlum að eiga (Einar lööööngu búinn í sinni herraklippingu...), svo það er bara þannig, nú skal legið VÆK!!! væk, væk, væk!!!

Jamm, er lífið bara ekki stórkostlegt?!! Spáið í það, eftir bara smá tíma er ég sem ný :) Eintóm hamingja, skal ég segja ykkur.

Jæja, nóg um legnámið.

Allt annað er í sóma og ég er hér í góðu yfirlæti, konan hans Halla vinar míns tók á móti mér með bros á vör og mér er sagt að á SHA sé gott að vera...hef heyrt sagt um SHA; "...þú meinar Hótel Akraes..." ...en ég sel það ekki dýrar en ég keypti það en eftir þessa dvöl verð ég reynslunni ríkari...

Að lokum molinn;

"Samviska mannsins á að vera eini dómari hans og hann á ekki að óttast þær skuggamyndir sem kallaðar eru almenningsálit frekar en hann óttast að mæta draugi."

- Ernst von Feuchtersleben

...svo ætla ég að deila með ykkur kúadellunni sem ég fékk í dag...


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Gamall indjánahöfðingi veitir barnabarni sínu af visku sinni um lífið:

"Það er hræðilegt stríð inni í mér. Þetta er sama stríð og það sem herjar inni í þér og hverju öðru mannsbarni. Þetta er stríð milli tveggja úlfa.

Fyrri úlfurinn talar við mig um hið illa – um reiði, sektarkennd, skömm, öfundsýki, eftirsjá, sjálfsvorkun, óheiðarleika, efa um sjálfan mig og egóið.

Hinn úlfurinn talar um hið góða – gleði, hugrekki, vingjarnleika, æðruleysi, gjafmildi, sannleika, samkenndi og trú."

Drengurinn stóð með sín stóru augu og hugleiddi þetta í svolitla stund og spurði svo afa sinn:"En hvor úlfurinn vinnur?"

Gamli höfðinginn svaraði strax:

"Sá sem ég fóðra."

(Úr "Trinny og Susannahs overlevelsesguide")


Kvöldmaturinn okkar...

...var very much góður, jes indídí!!

Til að ég gleymi ekki 'uppskriftinni' eða týni þá ætla ég að gera hana ódauðlega með því að setja hana hér inn!!

- Nautakjöt, skorið í gúllas (eflaust hægt að nota hvaða kjöt sem er, með góðum árgangri) og steikt í djúpri pönnu (eða í potti). Svo er sett krydd; kóríander, kardimommur og engifer (eða ferskur) og svo setti ég 2 hvítlauksrif út á líka. Svo skar ég niður 2 bökunarkartöflur og smellti út í. Síðan hellti ég 1 dós af kókosmjólk yfir og lét malla. Skellti sveppum út í og lét malla áfram. Smakkaði þetta svo og bætti þá kjötkrafti og matreiðslurjóma út í. Þykkti sósuna með sósujafnara.

Þetta bragðaðist líka svona ljómandi vel. Einar og Ólöf Ósk voru alveg yfir sig hrifin. Reyndar þótti Ólöfu Ósk þetta ljótt á litinn en því hefði mátt redda með sósulit...

 


Mikil gleði hjá mér :)

Einar sagaði gamla borðplötu í sundur fyrir mig í dag, og setti hana upp í einu horninu í þvottahúsinu, svo nú er ég komin með smá borð til að brjóta saman þvott. Hann setti líka upp hillu, fyrir ofan þvottavélina og 5 króka til að hengja upp íþróttatöskur og þurr sundföt! Núna þurfum við bara að kaupa grindur+skúffur í skápana og setja upp eina slá, þá er þvottahúsið bara algerlega tilbúið!!

Þetta er bara sæla. Þarna inni eyði ég þrátt fyrir allt slatta mörgum klukkutímum svo þetta er eintóm sæla Smile

Jamm. Gleðin er allsráðandi.

Ragnhildur, Inga og Hjördís Huld komu að heimsækja okkur í dag. Þær eru sannar perlur, sem tindra skært. Mikil gæfa að eiga þær að. Yndislegar stelpur. Takk fyrir heimsóknina, elskurnar mínar.

En núna ætla ég að fara að glápa á eitthvað með mínum heittelskaða...InLove

Molinn:

"Fjórir hlutir koma ekki aftur: Ör sem hefur verið skotið, talað orð, ónýtt tækifæri og líf sem hefur verið lifað."

- Omar Ibn-Khattob


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband