Leita í fréttum mbl.is

Laugardagur til lukku :)

Góðan daginn, elsku vinir.

Þá er laugardagurinn 24. janúar runninn upp. Janúar að verða búinn!! Hver hefði trúað því að janúar myndi líða svona fljótt? Ég man þá tíð þegar janúar og febrúar voru alveg hrææææðilega laaaangir og dimmir. Það er greinilega liðin tíð.

Annars er lítið að frétta. Ég svaf vel, og líður mun betur en mér gerði í gærmorgun. Ekkert blóðsykurfall (amk ekki enn) og ég hef ekki tekið verkjatöflu síðan í gærmorgun. Bara ljúft.

Átti yndislegt kvöld í gær í faðmi míns heittelskaða. Horfðum á eina vellu sem við áttum á flakkaranum og skriðum svo í rúmið okkar góða. Bara ljúft að eiga svona kvöldstundir samanInLove

Aðalsöguhetjan í myndinni var ca 3000 ára og var búinn að elska sömu konuna öll árin, og þau voru svoooo ástfangin. Ég spurði Einar einmitt hvort hann héldi að við værum svona ástfangin ef við lifðum í 3000 ár...hann var ekki í vafa WinkHeart Og vitiði, ég er bara svooo sammála honum. Trúi því af heilum hug að við vorum *ment to be*, við vorum bara svolítið lengi að átta okkur á því...LoL Eða eins og segir í ljóðinu sem við fengum í brúðkaupsgjöf;

"...eftir nokkra umhugsun ástir með þeim tókust..."

Nóg um það. 

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili, er að spá í að leggja mig aðeins.

Molinn:

"Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú ert hetjan mín

Hrönn Sigurðardóttir, 24.1.2009 kl. 11:26

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Verð að vera sammála Hrönn núna, þið eruð hetjurnar mínar, en samt svo ótrúlega lík mér og mínum heittelskaða þessvegna fíla ég ykkur svo vel  það er svo gott að elska og vera elskuð right back.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.1.2009 kl. 22:41

3 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk elskurnar mínar :) Þið eruð ÆÐI!

SigrúnSveitó, 25.1.2009 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband