Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
27.2.2009 | 13:55
Einar í framboð!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.2.2009 | 20:51
Það kom að því!!
Minn heittelskaði er kominn í framboð!! Jamm, ekkert minna en það.
Hann hefur verið að verða æ pólitískari með hverju árinu, sérstaklega eftir að við fluttum heim frá Danmörku sumarið 2006. Svo hávær hefur hann stundum verið að ég hef sagt við, kannski meira í gríni en alvöru; "Afhverju ferðu bara ekki í framboð?!"
Í fyrrakvöld kom hann heim úr stuttri borgarferð, það var seint liðið á kvöld og ég sofnuð...var sko að fara að vinna í gær, laaaaangan vinnudag.
Þessi elska kom inn og vakti mig og sagði; "Hvernig litist þér á að vera gift frambjóðanda?"
Ég svaraði, eflaust mjög svefnþrunginni röddu; "Vel - ef það ert þú".
Jú, það var hann...svo sofnaði ég...held ég...
Svo brunaði ég af stað í vinnuna við fyrsta hanagal, og var að detta inn í Mosó þegar ég mundi eftir þessu stutta samtali okkar um nóttina...seint um kvöldið...what ever...
Ég hringdi í hann og spurði; "Fyrir hvaða flokk??!!!" Ég þóttist nú reyndar vita svarið...en maður verður að vera viss!
Samfylkingin er það. Einar sem sagt býður sig fram í 3.-6. sæti í NV kjördæmi. Þarf ég að taka það fram að ég er núna gengin í Samfylkinguna?!!!
Í dag sendi hann mér til yfirlestrar, fréttatilkynningu. Ég las hana í flýti...eins miklum flýti og ég gat, því ég var svooooo stolt af honum, að ég var með kökk í hálsinum og tár í augnkrókunum.
Svo í dag brunaði hann af stað, framboðsfundir í kjördæminu!!
Ég hlakka sannarlega til að taka á móti honum með koss þegar hann kemur heim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.2.2009 | 09:57
Jæja...
...verð nú að skrifa smá!
Ég fór í vinnuna í fyrradag og það var svoooo gott að koma aftur. Yndislegt að komast í gang þó mér þyki nú alltaf erfitt að vakna kl. 6:eitthvað...!!
Eftir vinnu var ég nú orðið töluvert þreytt, en fór að hitta vinkonur mínar, hittingur sem var ákveðinn fyrir einhverju síðan. Það var ljúft. Eftir þann hitting skrapp í aðeins í saumó hjá frænku Einars, alltaf gaman í þeim klúbbi, mikið hlegið.
Svo fór ég tiltölulega snemma heim til tengdó að sofa. Og svaf eins og rotaður selur þar til klukkan hringdi kl 7!!
Vinna í gær og svo heim, ég var þreytt!! Og heppna ég, minn heittelskaði var heima í morgun - hafði skipt við vinnufélaga svo hann fer á kvöldvaktina í staðinn - og því fékk ég að sofa út í morgun. Rankaði ekki við mér fyrr en um kl 9 þegar hann kom inn að ná sér í sokka!
Núna sit ég hér og er svona að spá hvað ég eigi að gera. Það væri líklega nokkuð skynsamlegt að bursta tennur, klæða mig og jafnvel fá mér morgunmat og kaffi...eða hvað finnst þér?!!!
Vitiði, ég ákvað að vera skynsöm og vinna bara 2 daga af 4 í þessari viku...ætlaði að vinna 3 af 4 en svo tók skynsemin völdin! Svo byrja ég bara á fullu í næstu viku enda rennur veikindafríið út á mánudag...
Núna er ég svööööööng! Held ég verrrrrrði að eta eitthvað. Njótið dagsins, yndislegur og blautur föstudagur framundan hér på Skagen!!
Og yndisleg helgi framundan, fáum góða gesti annað kvöld og svo þarf ég nú eiginlega að lesa smá heima...varðandi Calgary fjölskylduhjúkrun, sem á að fara að innleiða hjá okkur...spennó.
Smútzzzí...
"Flest bros kvikna út frá öðrum. Byrja þú!"
- úr bókinni "Bros"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.2.2009 | 13:08
Vinna, á morgun!
Jæja, síðasti dagur í veikindafríi hjá mér, Einar byrjaði að vinna í gær. Ég er reyndar spennt að sjá hvort ég meiki 3 daga í röð í vinnunni...annars tek ég þá bara 2...! Ég þreytist enn voða fljótt, en kannski ég harðni við að byrja að vinna
Ég hlakka líka til að fara að vinna, verður gott að komast í rútínu aftur, þó mér þyki alltaf frekar erfitt að rífa mig upp á rass...... fyrir allar aldir og æða út í vetrarmorguninn...og þó það sé sumarmorgunn!! Ég held ég verði bara að sætta mig við að ég er morgunsvæf...og bara gera það besta úr þessu þrátt fyrir það. Sem ég reyndar geri. Það er bara erfitt að vakna svo er þetta fínt þegar ég er komin á fætur og búin að bursta tennur og svona. Tala nú ekki um þegar kaffið er komið í bollann!!
Jamm. Ég er þakklát fyrir að hafa heilsu til að vinna og þakklát fyrir að hafa vinnu. Það eru ekki allir svo lánsamir.
Að lokum, í stað molans, ætla ég að deila með ykkur powerpointshowi, munið að kveikja á hljóðinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.2.2009 | 18:54
15. maí 1999...
...það var dagurinn sem við Einar laumuðumst til fógeta og giftum okkur.
15. maí 2004 var dagurinn sem við fengum blessun kirkjunnar á hjónaband okkar, að viðstöddum fjölskyldu og vinum.
Þann dag söng Jónas, vinur okkar, fyrir Einar til mín, *Just the way you are* og Bryndís, vinkona okkar, söng *Top of the world* fyrir mig til Einars. Yndislegur dagur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.2.2009 | 12:19
Engin takmörk...
...fyrir gleðinni í lífinu
Í gær fórum við í borgarferð. Einar fór á fund og á meðan fórum ég og strákarnir að heimsækja okkar kæru vini, Áslaugu, Jónas og börn.
Ég er endalaust þakklát fyrir að hafa öðlast þetta yndislega líf sem ég á í dag, fullt af góðum vinum. Dagurinn í gær var yndislegur. Mér finnst fátt betra en sitja í góðra vina hópi með nóg af kaffi og bara spjalla og njóta þess að vera saman.
Ég og Áslaug eigum rosalega mikið sem við getum talað um, við deilum bæði gleði og erfiðleikum, og það er ómetanlegt að eiga þennan fjársjóð sem ég á í Áslaugu.
--
Eftir yndislegan dag með Áslaugu og fj. fórum við á þorrablót hjá móðursystir Einars. Frábærlega skemmtilegt kvöld í góðum hópi.
Það eru ekki takmörk fyrir ríkidæmi mínu. Fjölskylda og vinir, sem eru mér endalaus uppskretta gleði og hamingju. Ég get sagt ykkur að mig hefði aldrei grunað að lífið gæti verið svona yndislegt, og að það verður bara betra og ég bara hamingjusamari. Einmitt þegar ég held að lífið geti ekki orðið betra þá bara verður það samt betra og hamingjuríkara.
--
Ég get líka sagt ykkur að ég borðaði yfir mig af sviðum og kartöflumús...náði aldrei að smakka baunasúpuna, sem ég þó elska! En svona er þetta bara. Harðfiskurinn var æði og það var hákarlinn líka.
Svo var ávaxtakaka að hætti tengdó minnar í desert, með rjóma...slafr...ég var enn södd 4 tímum síðar...við erum að tala um PAKKsödd!!
--
Ég er að íhuga hvort ég eigi að koma mér á lappir...kom fram rétt fyrir kl 11 og fékk mér kaffi og banana en er ekki búin að lufsast í föt enn...
Eigiði ljúfan sunnudag, elskurnar mínar. Og takk fyrir falleg orð við síðustu færslu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.2.2009 | 14:48
YES!!!
Nú er fermingardressið komið!! Daman alsæl, svo foreldrarnir eru sannarlega alsælir líka. Eintóm hamingja á þessum bæ
Ég vil taka það fram að Einar kom með í leiðangur og fyrir það er ég afar þakklát, ég er hrædd um að við mæðgur hefðum ekki komist klakklaust gegnum þetta...þessi elska urrar á mig við minnsta tilefni...og ég urra á móti...
Einar búinn að kaupa sér þjóðbúning, og hann er náttúrlega BARA FLOTTASTUR Svei mér...ég kiknaði í hnjánum þegar hann var kominn í dressið...
Þá er spurning hvort *spáin* mín rætist og að aðalhöfuðverkurinn verði að finna föt á mig...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.2.2009 | 18:49
Það er ekki...
...eftir sem búið er!
Í dag keyptum við föt á strákana, fyrir ferminguna! Þeir eru krútt, völdu sér eins föt og verða auðvitað flottastir!
Einar mátaði íslenska þjóðbúninginn og ætlar að kaupa hann á morgun!
Svo ætlum við með skvísuna í leiðangur á morgun, erum að vona að við fáum dressið á hana í heimabyggð! Það væri nææææs!!!
Ég er eiginlega farin að hallast á að það verði mesti hausverkurinn að finna eitthvað á mig! Úff...veit ekki hvað mig langar í, en ég er nú heldur ekki búin að fara neitt að skoða. Kemur allt í ljós.
--
Af öðru er það að frétta að ég held ég sé að æða of mikið um...er amk ægilega þreytt í dag...þrátt fyrir að sofa 10-12 tíma á sólarhring! Nú verður slappað af. Ég var eiginlega búin að ákveða að fara á austfirska rokkveislu á Broadway á morgun, en ég held það sé gáfulegast að vera bara heima í afslöppun! Og ég ætla að vera skynsöm!
Nóg í bili, ætla að halla mér á sófann!
Molinn:
"Ef þú bergir aldrei af bikar sorgarinnar, mun þá ekki bikar gleðinnar verða bragðdaufur?"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.2.2009 | 15:34
vinnan mín!
Ég er búin að tala við vinnuna og mæti spræk þar á næsta miðvikudagsmorgun! Og fimmtudagsmorgun og föstudagmorgun Verð þó í veikindafríi á miðvikudagskvöldinu, þar sem ég tel ekki gáfulegt að byrja á tvöfaldri vakt...
Mikið verður gaman að byrja aftur. Samt er nú bara nice hérna heima, við hjónakornin bæði í veikindafríi og huggeríi
En nú er ég að baka bollur og ætla að kíkja á deigið...ætti að vera klárt eftir 1. hefun...
Later!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.2.2009 | 14:35
Update!
Birna mín, sorrý, svörtu ermarnar eru farnar...ég gaf systur minni þær í sængurgjöf. Ákvað að þar sem hún var að eiga 5. barnið sitt þá ætti hún skilið að fá gjöf handa sjálfri sér
Og ég er búin að fara til doksa! Hann lét mig hafa vottorð í tvær vikur í viðbót, en ég MÁ fara að vinna í næstu viku ef ég vil...og treysti mér til! Svo nú á ég eftir að ræða við vinnuna, ætla mér að mæta í næstu viku en kannski á 3 vaktir í stað 4...best að bjalla í þær þarna í vinnunni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 178737
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar