Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
10.1.2009 | 16:31
The story of my life ;)
Þú fellur fyrir froskum.
Sé karlkynið flokkað í prinsa, froska, proska og frinsa leikur enginn vafi á hvaða manngerð/dýrategund þú fellur fyrir. Þú laðast að froskum eins og segull að stáli, fluga að mykjuhaug, minniháttar stjarna að ljósmyndara Séð og heyrt. (Hvers vegna að segja hlutina einu sinni þegar hægt er að segja þá þrisvar).
Froskar sýna sjaldan rómantíska tilhneigð og geta átt það til að vera ansi óhugulsamir. Láttu þér ekki bregða þótt froskurinn gleymi afmælisdeginum þínum, brúðkaupsdeginum eða jólagjöfinni. Þótt þú gengir með post-it miða á enninu sem á stæði "ég vildi að froskurinn minn myndi koma mér á óvart og kaupa handa mér blómvönd" stæði blómavasinn tómur á stofuborðinu um ókomna tíð.
Þeir sem hyggja á samband við frosk þrátt fyrir það geta endanlega kvatt sjónvarpsfjarstýringuna. Froskar deila henni ekki með neinum. Búðu þig undir löng kvöld yfir íþróttum og Jean-Claude van Damme. Búðu þig einnig undir dimm kvöld því ekki láta þig dreyma um að froskur skipti um ljósaperu.
Finnist þér skemmtilegt að tína skítuga sokka eftir aðra upp af gólfinu átt þú sannarlega samleið með frosknum. Þyki þér það hins vegar ekki hápunktur tilverunnar og þú gerist svo djörf að biðja froskinn að hirða sjálfan upp eftir sig sokkana máttu eiga von á að hann hækki í iPodinum sínum og láti sem hann heyri ekki í þér.
Fellur þú fyrir prinsum eða froskum?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.1.2009 | 23:28
hellúúúú.......
Jæja, föstudagskvöld og ég sit við tölvuna...aldrei slíku vant (...eða þannig). Reyndar erum við mæðgur búnar að gera gagnlega hluti í tölvunni í kvöld. Hvernig fór fólk að áður en tölvur fóru að tröllríða öllum heimilum??? Hvernig skipulagði fólk fermingar? Ja, ég bara spyr
Við útbjuggum boðskort, byrjuðum á skipulagsdagatali, sem byrjar 3 vikum fyrir fermingu. Myndasjóvið er tilbúið, löngu tilbúið! (Jamm, ég þyki dönsk og jeg er stolt af det!!!) Gestalistinn var yfirfarinn og einhverjum bætt inn. Einar myndi vilja bæta MÖRGUM við, finnst ómögulegt að bjóða *bara* hundraðtuttugogeitthvað...eða kannski er það alls ekki það. Málið er bara að við eigum bæði stórar fjölskyldur, MÖRG frændsystkini, og boðslistinn færi auðveldlega vel yfir tvöhöndröð ef við létum gamminn geysa... En við verðum að vera skynsöm, og svo er það líka þannig að þetta er dagur Ólafar Óskar og hún hefur um þetta að segja. Einar verður bara að bjóða í fertugsafmælið sitt í mars...og bjóða þá þeim sem hann þekkir og vill hafa með.
Mér tókst að næla mér í slatta af bollum í dag, Gréta vinkona kíkti í kaffi og sagði mér að hún væri að fara að taka til í eldhússkápunum og væri að fara að losa sig við helling af bollum og diskum. Mér fannst snilldarhugmynd að ég fengi þetta...og Gréta var sammála Svo nú er ég með kassa hér með bollum og undirskálum og hliðardiskum og fleiru. Bara snilld. Takk, Gréta mín (ef þú lest)!!
Á morgun erum við að fá góða gesti, Ragnhildur, Inga og litla sæta Hjördís Huld ætla að skottast hingað á Skagann. Við hlökkum mikið til að knúsa þær allar
En nú held ég svei mér að ég skutli mér í sturtu og skríði svo í bælið....
Molinn:
"Dauðinn er ekki mesti harmleikur lífsins, heldur það sem við látum deyja innra með okkur meðan við lifum."
- Norman Cousins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.1.2009 | 12:12
Ekki er ráð...
...nema í tíma sé tekið.
Það hefur verið þannig undanfarin ár, að ég hef farið að spá í jólagjafirnar strax í janúar. Ég hef oftar en ekki búið til allflestar gjafirnar og þar sem það er stór hópur kringum okkur, þá veitir ekkert af tímanum. Núna er ég komin með hugmynd að allnokkrum gjöfum og ætla að sjálfsögðu ekki að ljóstra því upp hér þar sem margir hlutaðeigandi lesa bloggið
Annað sem er að veltast um í mínu hugsandi höfði er fermingarundirbúningurinn. Ég tók mig til snemma á haustmánuðum og skannaði inn helling af myndum af prinsessunni. Að gera powerpointshow er eitt af því sem mátti gera í tíma og ég gerði það. Eins og sagt er; það er ekki eftir sem búið er
Svo nú er ég að spá í að vinna í öðru hvoru, þar sem ég er ein heima og hann Robbi okkar sér alveg um að ryksuga meðan ég sit og blogga, hreinasta snillllld!! Um daginn setti ég hann í gang og fór upp og horfði á Friends! Er hægt að hugsa sér það betra???!!!!
Annars get ég sagt ykkur að árið byrjaði yndislega og ég á ekki von á öðru en að það haldi áfram að vera yndislegt.
Í lokin ætla ég að deila með ykkur einum gullmola:
"Ég voga mér að halda því fram að maður græðir meira á eigin mistökum en að gera það sem aðrir telja rétt."
- W. Somerset Maugham (úr Human Bondage)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.1.2009 | 12:53
...
Við familíjan áttum yndislegt gamlárskvöld. Borðuðum sjúklega góðan grillaðan tudda - ég og Einar sko, strákarnir fengu heimatilbúna pizzu. Svo skelltum við okkur á brennuna, og það var alveg ljómandi. Hittum m.a. Halla vin minn :)
Þegar heim var komið þurfti að sprengja smá. Ég verð að segja að ég sé ALLTAF eftir hverri krónu sem fer í raketturnar...og NEITA að eyða peningum í það næst!! Kannski eina tertu, ég get sæst á það. Svo myndi ég frekar vilja kaupa bara svona lítið *drasl* sem krakkarnir geta sprengt. Jón Ingvi er greinilega kominn á aldurinn, var að sprengja *froska*, *skriðdreka* og *flugvélar*, fyrst með vini sínum í gær og svo hér heima í gærkvöldi.
Jóhannes er hálfhræddur við þetta enn, en sprengir hins vegar *flöskusprengjur* og *hurðasprengjur* í gríð og erg!
Jamm. Svo var það skaupið, og ó mæ god, það var FYNDIÐ!!!
Allt í allt var þetta yndislegt kvöld. Við foreldrarnir vorum svo að sofna standandi kl rúmlega 1.30 og þá sættust drengirnir á að fara inn í rúm að líta í bækur...þeir ætluðu sér sko að vaka ALLA nóttina... Ég laumaði mér svo á klóið upp úr 2 og þá voru þeir steinsofnaðir
Svo var sofið fram að hádegi...bara næs
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 178737
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar