Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Græsted her kommer vi!!!

Hellúúú...!!!

Jæja, nú erum við að fara af stað eftir smá.  Jón Ingvi er að fara að keppa á golfmóti núna kl. 10, þá förum við hin í útréttingar og svo er það Flugstöð Leifs Eiríkssonar!!! Mikið grín, mikið gaman!!!!

Ég er að byrja að skipuleggja þessa daga okkar í Græsted...eins og fyrr sagði þá verðum við ekki á ferðinni utan Norðursjálands, ferðin snýst mest um að drengirnir fái að vera með vinum sínum, sem varð ekki raunin í síðustu ferð og var mikil eftirsjá hjá þeim hvað það varðar. Svo þegar þessi ferð var skipulögð var það út frá þeirra þörfum.

Ég ítreka að þeir sem eru á bíl (eða langar í lestarferð...sem gengur annan hvern dag....ef maður er heppinn...ef þið spyrjið Sindra...) eru velkomnir til okkar í Græsted.

En, nú er ég að fara í útréttingar...Jóhannes var kominn í gegn á gúmmítúttunum sínum...hann verður að fá nýjar!!

Túttilú, elskurnar mínar. 


Bongóblíða...

...Jóna, hér er spáin fyrir København og Nordsjælland:

veðrið í Køben og Nordsjælland næstu viku...


Græsted, her kommer vi!!!

Jæja, góðan daginn elskurnar mínar.  Ég er eiginlega nýskriðin á fætur...við hjónakornin vorum að glápa á 24 hours til hálf 3 í nótt...ætluðum sko eiginlega bara að horfa á 4 þætti...en horfðum "óvart" á 8...eða kannski ekkert óvart neitt...heldur eins og Einar sagði; "stjórnleysi"!!!

Eeeeen, ég kláraði bolinn á lopapeysunni upp að höndum og byrjaði á fyrri erminni...svo tímanum var nú aldeilis varið í gáfulega hluti Wink Ég prjóna sko miklu hraðar þegar ég horfi á 24 heldur en desperat housewifes...LoL

jóhannes (Jóhannes var aðeins að skrifa líka...svo duglegur að skrifa nafnið sitt)

--

Ég og strákarnir erum að fara til Græsted á morgun!!! Mikil tilhlökkun í gangi. Jón Ingvi verður stærstan hluta tímans hjá Camillu vinkonu sinni og Jóhannes verður hjá Idu sinni.  Ég ætla ekki að taka bílaleigubíl, eins og ég ætlaði fyrst, þar sem ég ætla ekki að þvælast um. Verð í Græsted og omegn, en þeir sem eru á bíl og langar að hitta okkur eru meira en velkomnir til Græsted. Þar verður heitt á könnunni.  

Einar verður heima, hann er búinn með sumarfríiðGræsted kirke sitt...hann fær ekki frí eins og við, heldur notaði hann sitt frí í húsið. Dugnaðarforkurinn minn InLove

Ólöf Ósk er á Nobbó, og verður þar þangaði til hún fer til Danmerkur 10. júlí.  

Jamm, svo dagurinn í dag fer í að dúlla heima, pakka niður og svona...þarf að þvo það síðasta...IA fötin hans Jóns Ingva, en það er ekki hægt fyrr en hann er búinn á æfingu í dag.  

Meira síðar...kannski áður en ég fer...annars kannski bara þegar ég kem heim aftur...sé til...

Myndirnar eru af Græsted Skole, þar sem Ólöf Ósk var fyrstu 5 skólaárin sín, og Græsted kirkju þar sem Jóhannes var skírður. 

Ljós og kærleikur til ykkar allra, krúttin mín. 


Tómt hús...

...eða tómlegt í það minnsta.

Nú erum við bara 4 í kotinu.  Lilja sys. og familía plús Ólöf Ósk yfirgáfu okkur í dag, og eru væntanlega komin á sinn stað á Neskaupstað.

Við - ég og drengirnir - áttum rólegt kvöld. Mjög skrítið að vera bara við þrjú í kvöld eftir viku í bananastuði með mörgum öðrum.

Alltaf söknuður, en samt líka notalegt að vera bara við aftur. Þetta er eins og þegar ég fer í ferðalag, alveg æðislegt, en alltaf svo gott að koma heim.

Byrjaði að lopapeysu í kvella...peysu sem ég var búin að lofa að prjóna og ég setti sjálf deadline; Versló! Svo það er eins gott að byrja strax þar sem ég ætla ekki að taka lopann með mér til úgglanda...

Eeeeen, nú ætla ég að skríða undir sængina mjúku og kúra,kúra, kúra....InLove


« Fyrri síða

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband