Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Borgarísjaki

Ekta eða falsað?

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Norðfjarðarblús

Stal þessari mynd á heimasíðunni hjá Þóru Elísabetu.  Vona að það sé í lagi...veit ekki hvort Þóra Elísabet les bloggið mitt...efast reyndar um það...en maður veit aldrei... 

Norðfjörður (úr Drangaskarði) En er þetta ekki fagur fjörður??!!! Myndin er tekin ofan úr svokölluðu Drangaskarði.  Þangað hef ég einu sinni komið.  Þegar ég var ung stúlka í skóla á Nobbarafirði (eins og pabbi kallar hann) þá var það siður (og er víst enn) að pína nemendur í göngu einu sinni að hausti.  Og það voru ekki einhverjar smá gönguferðir.  Nei, ungdómurinn skyldi arka á fjöll!!  Ég skal viðurkenna að ég gæti vel hugsað mér að stunda fjallgöngur í dag, og kem vonandi til með að geta það þegar búið er að krukka í hnéð mitt...en í þá daga var þetta ósvífni og pyntingarþörf skólayfirvalda að mínu mati.  En eitt haustið var farið upp í Drangaskarð.  Og kennararnir voru snjallir og sá þeirra sem fimastur var tók kladdann með á toppinn og sat þar og slappaði af og fékk undirskrift hjá nemendum sem flestir komu móðir og másandi á toppinn...ef þeir komu!!! 

Eitt haustið fór ég alls ekki alla leið.  Faldi mig bak við stein, ásamt fleirum, og laumaði mér í burtu og gerði eitthvað skemmtilegra þann daginn.  

En hver veit nema ég eigi eftir að komast aftur upp í Drangaskarð og hafa kannski ánægju af??!!! 

 

 


Yndislegur dagur

Byrjaði daginn með börnunum mínum kl 6.45 í morgun.  Jóni Ingva þótti ég reyndar svolítið leiðinleg þar sem ég neitaði að keyra þau í skólann.  En mottóið er að labba í skólann, sérstaklega þar sem það þarf ekki að taka nema 10 mínútur og ekkert að veðrinu.  Hann jafnaði sig fljótlega, þegar hann sá að ég var óhagganleg Devil mamma djöbbi...!!!

Þegar Jóhannes var líka farinn í leikskólann gerði ég það sem ég var búin að sjá í hyllingum í prófstressinu...fór heim og lagði mig!!  Oooohhh, nice.  Svaf á mínu græna þar til kl hálf 11 eða álíka.  Einar var hrjótandi við hliðina á mér, svo þetta var bara sælan Sleeping

Svo tókum við okkur til og fórum að græjuðum næsta skref í húsbyggingaplaninu.  Fórum með pappíra til Magga Brands (fyrir þá sem hann þekkjaWink) og nú á þarnæsta skref að vera tilbúið í fyrramálið.  Þá fer að koma að kostnaðarskrefum...  Þetta er bara mjög skemmtilegt stúss þegar ég þarf ekki að vera að hugsa um próf líka...

Þegar öllu þessu var lokið þá sóttum við strákana og fórum í sund.  Það var ljómandi gaman og svakalega hressandi.  Þegar ég er í sundi þá fæ ég stundum óskýranlega löngun til þess að fá mér sundgleraugu og synda!!!  Veit ekki hvaðan þessi hugmynd kemur en það dúkka stundum upp dularfullar í hausnum á mér!!!

Ég var að hringja í Iclandexpress rétt áðan að bóka Jón Ingva í flug til og frá Köben.  Það tók nákvæmlega 16 mínútur og 38 sekúndur.  Ekki vegna þess að ég þyrfti að bíða eftir afgreiðslu, nei, ég var með afgreiðslu allan tímann...kannski bara smá trega afgreiðslu...!!  Aumingjan konan virtist ekki alveg vita hvað hún var að gera.  Fyrsta verð sem hún gaf mér upp var 31.080 isl.kr. en endaði svo með þetta í 22.180 (með fylgd aðra leið).  Mér fannst nefninlega 31.080 frekar mikið...!!  Hún bókaði hann síðan á barnafargjaldi og þá snarlækkaði upphæðin...!! 
Mér tókst að halda ró minni og vera kurteis allan tímann, þrátt fyrir að ég þyrfti að endurtaka sömu hlutina ansi oft...þó ekki sé meira sagt...!!! 
En nú er þetta sem sagt komið á hreint og allt klappað og klárt.

Einar er farinn að vinna og mun vinna mikið þessa viku.  Við hlökkum til að sjá hann þegar þessari vinnutörn líkur.  Það reyndar er ágætt að ég er heima að lesa því þá næ ég að sjá hann á frívöktunum.  Því það hefur stundum verið þannig þegar hann hefur tekið þessar tarnir að hann er á næturvakt, kemur svo heim að sofa þegar við erum farin og svo er hann farinn aftur þegar við komum heim. 
Þó það sé leiðinlegt meðan á því stendur þá finnst okkur þetta samt fínt, því þá á hann lengri frí inn á milli.  Svo eins og sagt er, það er ekki bæði sleppt og haldið...


Var að...

...tala við Generate Your Own Glitter Graphics @ GlitterYourWay.com - Image hosted by ImageShack.us vinkonu áðan.  Hún var að segja mér að þau verði í skíðaferð í Svíþjóð þegar ég kem til Danmerkur, og var hún leið yfir að geta ekki sótt okkur á völlinn.  En tilkynnti mér að húsið stæði klárt og biði mín/okkar og bíll í innkeyrslunni!!  Engin smá þjónusta.  Vá, ég á frábæra vini sem eru tilbúnir að gera allt fyrir mig.  Svo hlakka þau mikið til að fá að passa Jóhannes!!  

Svo bíður mín/okkar stórt herbergi hjá Pippi og Kåre, en þau búa í Hillerød, rétt hjá skólanum.  Kåre ætlar líka að hjálpa mér með pössun.  

Síðan er Mette (mamma Cille, vinkonu Ólafar Óskar) búin að bjóða fram sína hjálp ef það hittist þannig á.  Maja er búin að bjóða okkur að vera og margir aðrir.  Ég get endalaust haldið áfram að telja.   

Mér finnst ég svo ótrúlega lánsöm.  Ég er full af þakklæti yfir þessu öllu.

Ég Generate Your Own Glitter Graphics @ GlitterYourWay.com - Image hosted by ImageShack.us lífið mitt með öllu sem því fylgir.  Hvernig er líka annað hægt??!!!

 


sætar systur

sætar systur

tvær systur ...erum við bara ekki fagrar?!!

Fyrir þá sem ekki þekkja okkur allar, þá er þessi ljóshærða er Elín og þessi dökkhærða er Erla.  

Finnst ykkur við líkar?

Einu sinni var einhver sem sagðist sjá greinilegan svip með okkur Erlu þegar ég tók niður gleraugun...!!


Kaffidrykkja

Fór með Jóhannes í afmæli hjá stelpu úr leikskólanum.  Honum leist ekki mjög vel á það til að byrja með, það var nefninlega allt fullt af fólki, bæði leikskólavinir og fjölskyldan á sama tíma.  Þegar hálftími var liðinn þá vorum við á leiðinni heim aftur en þá ákváð hann allt í einu að hann vildi vera einn í afmæli.  Svo ég lét mig hverfa, skutlaði Jóni Ingva heim til Ólafar Óskar og fór í kaffi til vinkonu (úr "leynifélaginu).  Ég vissi ekki fyrr en í dag hvar hún býr, en þegar við vorum að fara í afmælið þá bankaði ég á vitlausar dyr og þá kom þessi vinkona til dyra!!  Óvænt ánægja.  Svo við sátum og röfluðum og drukkum slatta af kaffi í einn og hálfan tíma. 

hehe...kíkti á stjörnuspá á mbl.is.  Ég er sporðdreki og Einar er fiskur.

Sporðdreki og Fiskur


Sterkar tilfinningar

Sporðdreki og Fiskur eiga ágætlega saman. Einkennandi fyrir sambandið eru næmi, innileiki, ímyndunarafl og kraumandi tilfinningar.


Næm og skilja allt

Sporðdreki og Fiskur eru tvö vatnsmerki, eða með öðrum orðum: tilfinningaverur. Það þýðir að þau eru næm. Þegar best lætur þurfa þau ekki að tala saman, þau skilja allt eins og tvíburasálir. En þegar öðru þeirra eða báðum líður illa, þá verða þau ólgandi eins og hafið og þá getur allt gerst.


Skapandi og andleg verkefni

Þau þurfa því að fara varlega. Best er ef þau fá útrás fyrir ímyndunaraf sitt og tilfinningar í listrænum og skapandi verkefnum. Einnig er gott fyrir þau að leggja stund á hugleiðslu og jóga, m.a. í þeim tilgangi að ná stjórn á ímyndunaraflinu og virkja tilfinningarnar í jákvæðan farveg. Einnig er mikilvægt að þau vandi valið á vinum og forðist þá sem hafa neikvæð áhrif.


Ástarlífið

Ástarlíf Sporðdreka og Fisks er tilfinningaríkt og innilegt. Þau flæða vel saman og fara því í hæstu hæðir og dýpstu dali. Þar sem bæði eru viðkvæm, má búast við að stundum sjóði uppúr. Það er alltaf eitthvað að gerast. 

Svei mér þá ef það er ekki eitt og annað sem vel passar...gaman að þessu, en læt vera hversu alvarlega ég tek þetta.   


Jamm og já já

Jæja, gestirnir farnir.  Einar lagstur upp í rúm að glápa á handbolta (sem ég skil ekki...en það er líka allt í lagi, ég þarf ekki að skilja allt!!) og börin að dunda sér eitthvað.

Það var gaman að fá brósa og fjölskyldu í kaffi.  Ég veit ég hef sagt það áður, og ég segi það enn; ég elska að geta hitt familíuna svona.  Þurfti að flytja í burtu af landinu í alllangan tíma til að fatta hvað þetta eru mikil forréttindi.  
Jóhannes og Lilja Fanney náðu vel saman í lokin og dunduðu sér inni í herbergi og hlustuðu á "Dýrin í Hálsaskógi".  Mjög huggó.

Aðalsteinn gerði Jóni Ingva tilboð sem sá yngri gat ekki hafnað.  Hann bauð honum að koma með sér austur á Norðfjörð 21. febrúar.  Svo flýgur J.I. heim aftur á sunnudeginum 25. feb.  Jón Ingvi er strax mjög spenntur.  Ekki amalegt að vera boðið upp á svona ferðalag.  Svo verður þetta líka góð æfing fyrir Jón Ingva þar sem hann á svo að fljúga sjálfur til Danmerkur 10. mars.  Gott fyrir hann að byrja á styttri vegalengd.  

Jæja, ég ætla að taka aðeins til í eldhúsinu.  Brauðin brögðuðust mjög vel og vöktu töluverða lukku Tounge 


Sunnudagur til algerrar sælu

Jón Ingvi svaf lengi í morgun, vaknaði ekki fyrr en 7.40, sem telst lengi á hans mælikvarða.  Hann og Ólöf Ósk hafa alltaf verið morgunhanar, ekki eins og Jóhannes sem finnst gott að sofa og kúra frameftir.

Ég skellti mér á fætur fyrir 9 og ákvað að baka, þar sem við erum að fá heimsókn.  Skellti í 3 brauð, döðlubrauð, kryddbrauð og bananabrauð.  Svo nú ilmar allt húsið.  Ekki amalegt.

Aðalsteinn bróðir, Salný og Lilja Fanney eru að koma.  Nú fer að styttast í að þau flytji austur, svo þá verður ekki morgunkaffi með þeim á sunnudögum Frown En ég gleðst fyrir þeirra hönd, sérstaklega þó fyrir hönd Aðalsteins því hann bara þrífst ekki í Reykjavík.  Mér fannst hann lýsa því vel hérna í fyrrasumar, hann kom í afmæli hjá okkur.  Með mig í huga sagði hann; "Sko, ef maður drekkur ekki, reykir ekki og borðar ekki sykur, þá getur maður nú alveg eins búið í Reykjavík!!"!!!  hehe... 

Jæja, ætla að spila einn Ólsen Ólsen við Jón Ingva áður en þau koma. 


Dagurinn...

byrjaði snemma, amk hjá Jóni Ingva.  Hann vaknaði kl 5.00 við að Jóhannes kallaði á mig, en Jóhannes kom inn til mín og sofnaði aftur...en Jón Ingvi gat ekki sofnað aftur!!!  Svo þegar kl var 5.45 þá fékk hann að setja mynd í tækið svo við hin amk gætum sofið aðeins lengur...!!!  

Einar fór fram kl 9 og ég ætlaði líka á fætur þá, enda búin að liggja upp í, vakandi síðan 7 eða frá því að Jóhannes vaknaði, þar sem hann þarf mikla athygli frá mér eftir að ég yfirgaf hann í 3 sólarhringa!!  En þegar Einar var farinn fram þá ROTAÐIST ég gjörsamlega.  Var algerlega rænulaus þegar Einar kom inn rúmlega 10 til að vekja mig svo ég kæmist á fund.  En mér tókst að ná mér fram og fór á fund, sem var náttúrlega jafn gaman og oft áður.

Svo brunuðum við enn eina ferðina í höfuðborgina.  Einar gerðist pólitískur fyrir skemmstu og fór á landsþing og studdi Magnús. Við hin erum ekki pólitísk og fórum í te til tengdó.  Síðan fórum við í afmæli hjá frumburði Valtýs (bróðir Einars) og Huldu, honum Orra.

Mamma komst að því í haust að Hulda (kona Valtýs) væri náskyld okkur.  Afi hennar og langafi minn voru bræður.  Þessu komst mamma að þegar hún var eitthvað að glugga inni á Íslendinabókinni og að skoða "einhvern" Magnús Móberg, sem hún vissi að væri frændi sinn.  Þau eru eiginlega "al-nafnar" því mamma heitir Magnea Móberg.  En svo rak hún allt í einu augun í að þessi Magnús Móberg ætti dóttir sem héti Hulda, sem ætti mann sem héti Valtýr.  Svo hún hringdi í mig með öndina í hálsinum og "vollá", ég eignaðist skyndilega nýja frænku, sem ég þekkti og allt!!  Gaman að því.
Svo í afmælinu í dag hitti ég þennan "fræga" Magnús Móberg.  Ég gat náttúrlega ekki stillt mig og rauk á manninn og sagði honum að ég væri frænka hans og útskýrði mál mitt.  Honum þótti þetta auðvitað líka hið skondnasta mál og hafði mjög gaman að.  Hann bað mig fyrir kveðjur til mömmu og sagði að sér myndi þykja gaman að hitta hana einn daginn.  Ég er búin að koma þessum kveðjum til skila og svo er að sjá hvað verður.  

Já, svona er Ísland nú lítið land.

Annað er ekki fréttnæmt hérna í bili. 


Var að flakka...

um neitð og rakst þá á þessa færslu sem mér þótti skemmtileg. Kannski vegna þess að ég er norðfirðingur og hún er skrifuð af norðfirðingi um Norfjörð...

Bubbi Mortens söng líka einu sinni Norðfjarðarblús.  Man einhver annar eftir því??!!! 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband