Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Því að brátt koma blessuð jólin...

Það er ekki laust við jólastemmingu hér og þar.  Hér í bæ eru jólaseríur komnar í glugga hjá fólki fyrir 2-3 vikum síðan.  Jólin koma greinilega fyrr á Íslandi en í Danmörku.  

Ólöf Ósk tók sig til áðan og setti upp jólaskraut á víð og dreyf um heimilið.  Hún hringdi fyrst í pabba sinn og fékk formlegt leyfi hjá honum til að skreyta.  Hann er ekki eins mikið fyrir jólaskraut og jólalög og við mæðgur.  Svo okkur fannst skemmtilegra að hafa hann með í ráðum.  Svo hér er allt orðið ægilega jólalegt 

jólaenglar

Svo er kominn hugur í börnin að fara að föndra jóladót.  Í gærkvöldi sátum við í eldhúsinu, ég og Ólöf Ósk og Jón Ingvi (Jóhannes var háttaður ofan í rúm og Einar að vinna) og þau bjuggu til jólagjafir handa öfum og ömmum og ég saumaði jólagjafir...og ekki orð um það meir.  Svo erum við þrjú með hugmynd að því hvað við getum gert á "leiðindakvöldi" og það verður sennilega eitthvað tengt jólunum.  Erum með augastað á n.k. laugardagskvöldi fyrir fyrsta "leiðindakvöldinu".  

Fyrir þá sem hafa gaman af því að flétta jólahjörtu þá er hér skemmtileg síða með fullt af sniðum að jólahjörtum.  "Klikka" á teikninguna til að sjá næsta hjarta.  Góða skemmtun!!

Jónas og Ingvar ætla að koma í mat á eftir, gaman gaman.

Ég fékk brilliant hugmynd í gær, og Einar samþykkti hana einróma!!  Ég hef lengi spáð í hvernig ég geti búið til pláss til að geta lært þegar Einar og börnin eru heima.  Það er ekki hlaupið að því, og ekkert kjallaraherbergi hér eins og á Stationsvej!!!  Í gær var ég að segja leiðbeinandanum mínum frá þessum "raunum" mínum og þá allt í einu birtist lausnin fyrir mér!  Við erum með upphitaðan bílskúr!!!  Svo ég bar þetta undir eiginmanninn og honum fannst þetta snilldarhugmynd.  Svo nú eigum við "bara" eftir að taka til í einu horni þar sem ég get plantað mér niður í, með bók í hönd.  Skil ekki að mér skildi ekki vera búið að detta þetta í hug fyrr!!!  En það skiptir ekki máli, nú er hugmyndin komin og ég held svei mér að ég ráðist í að framkvæma hana strax á morgun!!  Þá er ekkert til fyrirstöðu og engin afsökun fyrir því að nota ekki hvert tækifæri sem gefst til að lauma mér út í skúr!!!   


Maja pæja

maja

Afmælisbarn dagsins er Maja pæja vinkona mín í Græsted.  Maja er 34 ára í dag.  Elsku Maja, tillykke með daginn, mín kæra.  Sendi þér þennan koss...

 

MySpace

 

Gærdagurinn var langur.  Fór að heiman 6.45 og kom heim 21.40...of langt fyrir minn smekk.  Þegar ég var búin að vinna brenndi ég í Mosó og sótti Ólöfu Ósk, sem kom með strætó þangað.  Við brunuðum í bæinn og röltum aðeins á Laugaveginum áður en við skelltum okkur á fund kl. 18.  Frábært alveg, alger snilld.

Á eftir brunuðum við svo upp á Skaga á skátakvöldvöku.  Vá, það var sko gaman.  Fullt af skátalögum sem ég þekki og kann frá "fornu fari"...það eru sko 20 ár síðan ég hætti í skátunum...en eins og sagt er; "Einu sinni skáti, ávallt skáti"...svo hver veit nema ég bara skelli mér þangað aftur...

 

Svo fór ég bara heim að sofa.  Rétt tékkaði meilinn minn, en meikaði hvorki að svara pósti né blogga.  Svaf til 5.50 og þá hófst gamanið á nýjan leik.  

Það var gaman í vinnunni í dag, lærði helling.  Og nú ætla ég að taka til í eldhúsinu...og leggjast í bælið um leið og Disney show er búið...

 

ÞREYTT........... 


allt of seint...

Bigooalló!!!

Ég fór alltof seint að sofa í gær.  Það er ekki nóg fyrir mig að fara að sofa rúmlega miðnætti þegar ég þarf að vakna helst 5.50...eeeennn í gær var næstsíðasti þátturinn af Ørnen á DR1 (endursýndur...sáum hann ekki á sunnudaginn þar sem Einar var að leggja sig fyrir næturvakt) og Ørnen er það eina í sjónavarpinu sem við missum ekki af!!!   Svo þið getið bara rétt ímyndað ykkur hvað var erfitt að opna augun í morgun...samt lét ég klukkuna ekki hringja fyrr en 6.10...!!!  En náði þessu öllu samt.

Ég er með smá móral yfir að vera ekki að lesa í kvöld...en ég veit að það þýðir ekkert að vera með móral.  Engin ástæða til þess.  Ég er sko að gera mjög skynsamlega hluti (er í pásu til að skrifa þetta!!), því ég er að búa til jólagjafir!!!  Ég kannski birti myndir af myndaskapnum...en þá ekki fyrr en milli jóla- og nýárs í fyrsta lagi svo fólk sem á að fá gjafirnar og skoðar heimasíðuna sjái ekki dýrðina!!!  Ég get bara sagt það að mér finnst ég mjög dugleg...og klár!!!  

Annars er ekki neitt að frétta annað en Ólöf Ósk varð fyrir vonbrigðum annan morguninn í röð.  Í gærmorgun var einhver skemmdarvargur búinn að rústa snjóhúsinu/göngunum hennar og snjókarlinum!!  Leiðinlegt.  Og í nótt hafði rigningin eyðilagt göngin sem hún hamaðist við að búa til í gær Frown En svona er lífið og hún tók gleði sína á ný.  Hún er mega spennt yfir jólagjöfinni sinni, hún og Cille liggja á msn og skipuleggja vikuna, að ég held...það verður frábært hjá þeim.  

Jæja, ætla að halda áfram að myndarskapast... 

 


Stolt mamma

MySpace

Ég get fullyrt að ég er stolt móðir.  Ég fór í "vitnisburð" með bæði Ólöfu Ósk og Jóni Ingva í dag.  Vá, ekkert smá dugleg þessi börn okkar.  Ólöf Ósk fékk mikið hrós, kennarinn hefur aldrei áður hitt barn sem er að flytja heim frá útlöndum sem ekki hefur þurft auka kennslu í íslensku heldur getur farið beint á sama stað og jafnaldrar, og hún er sú sem sér um þess háttar kennslu í skólanum svo hún veit hvað hún syngur!!!  Svo var skvísunni hrósað fyrir jákvæðni, dugnað, áhugasemi og ég veit ekki hvað og hvað.  Hún fékk einkunnir í listgreinunum og það var 8,0 og 8,5 í öllum fjórum fögum.  Hún þykir fyrirmyndar nemandi í einu og öllu.  Ólöf Ósk sagði þegar við komum út; "Mamma, ég sá að þú varst alltaf að þurrka augun!"!!!  Hvað er annað hægt.  

En eins og ég sagði við hana þá skiptir ekki máli hvað hún gerir eða gerir ekki, ég elska hana fyrir það sem hún er, ekki fyrir það sem hún kann eða gerir.  Hún sagðist vita það.  Svo er hitt "bara" bónus.

Jón Ingvi fékk líka mikið hrós.  Hann fékk fyrir hegðun; "Mjög góð" í öllu nema einu þar fékk hann; "Framúrskarandi" og í ástundun fékk hann; "mjög góð".  En ekki vegna þess að hann sé eins og ég var, þæg og góð til að ekki bæri á mér og góð leið til að fela sig.  Nei, hann er mjög duglegur að rétta upp hönd og duglegur að svara og tala fyrir framan aðra, og leitar til kennarans þegar eitthvað er.  Svo þetta er bara yndislegt.  

Já, ég er bara að rifna úr stolti hérna!!!

sæt systkin


Kókliðið

Þar sem ég var að keyra Kjalarnesið í morgun (í logni) þá hljómaði "We are the champions" á GullBylgjunni.  Það vakti auðvitað upp gamlar minningar.  Minningar frá sumrinu 1991, þegar Árni Kópsson var aðal torfærutröll Íslands og fór yfir allar fyrirstöður á Heimasætunni: 

heimasætan

Það var ýmislegt brallað þetta sumar og við systur, ég og Erla fylgdum Árna og félögum úr Kókliðinu, svokallaða, á ýmsa staði þetta sumar.  Þetta var sumarið sem við kynntumst Edda.  Eddi var í þjónustuliðinu hjá Árna og fljótlega kynntumst við líka Adda, vini Edda.  Eddi og Addi eru með þeim fyndnari sem ég hef hitt um ævina.  Þetta sumar var Grantarinn svokallaði, Árni Grant, aðal keppinauturinn og þar með erkióvinur allra í Kókliðinu...  Einhverjum árum síðar kynntist ég svo Grantaranum og hann var ekki eins hræðilegur og Kókliðið hélt statt og stöðugt fram...!!!

En það er óhætt að segja að glasalyftingar hafi verið stundaðar af mestu samvisku þetta sumar!!! 

Images for your blog


Sætar systur...og pabbi gamli

 

nóv 06 myndataka ofl109_editednóv 06 myndataka ofl113_edited

Erum við ekki sæt? Kissing 


Snökt...

Við fórum á tónleika með Jónasi í Þorlákshafnarkirku í kvöld.  Geðveikir tónleikar og yndislegt í alla staði að upplifa Jónas þarna, frjálsan eins og fuglinn.  Stórkostleg upplifun.  Eins og hann sagði sjálfur þá vitum við hvað þetta hefur kostað hann og hvernig allur aðdragandi hefur verið og þess vegna ennþá yndislegra að fá að upplifa þetta.  

Áslaug var á svæðinu.  Vissi ekki að hún væri á landinu, og ég get sagt ykkur að öll tárin sem komu ekki í sumar þegar ég var að kveðja alla yndislegu vinina mína í Danmörku komu þegar ég sá hana.  Ég hreinlega hágrét Crying Bæði af gleði yfir að sjá hana, en líka af söknuði.  Áslaug er ein af mínum allra bestu vinkonum og ég get sagt ykkur að ég sakna hennar og allra samverustundanna.

Image hosted at bigoo

Tárin voru samt líka út af öllum hinum vinum mínum í Danmörku.  Ég sem hélt að ég væri bara ótrúlega cool og í djollý fíling, en ég er full af söknuði og það er sárt.  En það er samt gott, og ég er svo heppin að hafa frábær verkfæri til að takast á við þetta.  Svo verður bara mega gaman að hitta alla þessa yndislegu vini mína.  

 

Jónas og Ingvar ætla að koma í mat á miðvikudaginn og það verður geggjað.   

En núna segi ég bara góða nótt og sofiði rótt, í alla nótt 

layout for myspace



Afmæli í dag

Ég á afmæli í dag, ekki "bellybutton-afmæli" eins og einhver kallaði það, heldur eru í dag 8 ár síðan "My new life began".  Skilji þeir sem skilja vilja.

 Friendster images

Það var sem sagt 18. nóvember 1998 sem ég steig fyrsta skrefið í þá átt sem ég er ennþá að ganga.  Ýmislegt hefur gerst síðan, og flest gott.  Ég hef eignast líf sem ég elska, ég er (flesta daga) sú sem mig hefur alltaf langað að vera, ég hef eignast fleiri vini en ég áður trúði að væri mögulegt, ég er gift besta vini mínum og svona get ég endalaust haldið áfram.  

Sumir, sem ekki geta eða ekki vilja skilja þessa lífsspeki sem ég reyni að lifa eftir, hafa stundum spurt mig hvort ekki sé að verða komið nóg, hvenær ég ætli að "ná þessu" og jafnvel verið ýjað að því að ég hljóti að vera treg...lengi að fatta...   Það er allt í lagi.

Ég hef líka verið svo heppin á þessum árum að ég hef fengið hjálp og ég hef fengið að hjálpa öðrum.  Það er ein sú stærsta gjöf sem ég hef fengið, nefninlega að geta hjálpað öðrum - án þess að ætlast til neins. 

Elsku þið öll, sem hafið fylgst mér þessi ár, ástarþakkir fyrir allt.  Án ykkar væri ég ekki þar sem ég er í dag.  Ég elska ykkur. 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband