5.1.2007 | 19:49
Dejligt bad...
Jæja, ég lét renna í sjóðheitt bað með "Deep Heat" freyðibaðinu sem mamma gaf mér. Uuuummm, dejligt. Lá þarna og dottaði meira að segja smá. Þangað til að svitinn var farinn að leka af mér vegna hitans á vatninu. OOOhhh hvað þetta var frískandi. Ætla að leggjast í meiri leti um leið og strákarnir eru búnir að horfa á Disney ætla ég að skutla þeim í bælið og detta svo í smá gláp.
Kalli (kennarinn hans Jóns Ingva) var að hringja. Hann sagði að það hafi fokið svo í sig þegar hann las mailinn frá mér að hann rauk beint út í íþróttahús og yfirheyrði þann sem átti vaktina þar í gær. Sá sagðist ekki hafa geta verið allan tímann inni hjá strákunum og þá krafðist Kalli þess að fá að vita HVERS VEGNA EKKI?!!! Það var auðvitað skýring á því, það voru slagsmál í næsta búningsklefa...
En Kalli og Karen (sem kennir hinum 1. bekknum) ætla að vera úti í íþróttahúsi út amk út janúar, þegar þau koma eru að fara í sturtu til að reyna að koma í veg fyrir svona uppákomur aftur.
Hann sagði mér annað, sem svo sem kemur mér ekki á óvart. Að þegar þau séu í leik þá velji Jón Ingvi alltaf að sitja og teikna í staðinn fyrir að vera með í hóp þar sem er t.d. verið að leika með lego eða álíka. Kannski til að forðast höfnun. En Kalli ætlar að mynda vinahópa með 4 börnum í hóp og reyna að tengja hann þannig inn í hópinn. Ég veit að það hefur áður virkað vel fyrir Jón Ingva, svo vonandi gengur það líka vel núna.
Svo ætlum við Einar að halda strákapartý, ef Jón Ingvi vill. Leyfa honum að bjóða öllum strákunum í bekknum heim. Við viljum náttúrlega gera allt til að auðvelda honum lífið og það að leyfa þeim að bjóða svona heim er víst mjög góð leið sem hefur oft skilað góðum árangri. Ekki þýðir að bíða fram að afmælinu hans...þá eru allir í sumarfríi...á Þjóðhátíð eða álíka...
Blabla...
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 178853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott að heyra að það sé gott fólk þarna sem vill gera eithvað í málonum. Svo er hann auðvita heppinn að eiga svona góða foreldra
Heyrumst
María Katrín (IP-tala skráð) 5.1.2007 kl. 20:22
Æji það er vonandi að þetta blessist allt saman, ég fæ alveg í hjartað við að lesa þetta, greyið litla. Ótrúlegt hvað krakkar geta verið vondir!
Til lukku með lóðina!! Æðislegt! Ég hélt kannski að þið hefðuð fengið lóð í Neskaupstað?! En þið eruð greinilega ekkert á leiðinni þangað... ég fer þangað eftir 6 ár!!
Úrsúla Manda (IP-tala skráð) 5.1.2007 kl. 21:15
Mikið er ég glöð að heyra þetta og greinilega góður kennari sem Jón Ingvi hefur.
Fréttir þú að ég vakti Einar í morgun með því að hringja? Er enn með móral en ég gat fyrir vikið komið einhverju vitrænu á blað (í blað). Hann var voða indæll og tók þessu vel.
Gurrí (IP-tala skráð) 6.1.2007 kl. 00:38
Takk, María :)
Nei, Úrsúla Manda, við förum ekki á Norðfjörð...þrátt fyrir að það þar sé bæði Sjúkrahús...og álver á næstu grösum...of langt frá Reykjavík...
Nei, Gurrí. Einar var ekki búinn að segja mér frá þessu. En hann er nú svo indæll ;) og svo á hann svo auðvelt með að sofna aftur, þessi elska, svo þú þarft ekki að hafa móral. En það er gott að þú gast komið einhverju vitrænu á blað...þetta hafði þá eitthvað gott í för með sér ;)
SigrúnSveitó, 6.1.2007 kl. 09:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.