Leita í fréttum mbl.is

Stutt vika (sem betur fer...)

Úff hvað ég er mikið fegin að fá að fara rólega í gang eftir jólafríið með að taka bara tvo vinnudaga og svo helgi.  Börnin mín eru líka mjög fegin, keypti strákana til að koma á fætur í morgun með því að ég myndi EKKI vekja þá snemma á morgun (ætli þeir vekji þá ekki mig snemma...?!).

Ég er að detta útaf hérna við tölvuna og kl er bara 18.36 (í skrifuðum orðum).  Disney Show kl 19 og þess vegna get ég ekki komið drengjunum í bælið fyrr en kl 20 (ef ég verð vakandi...).

Hef ekki náð í kennarann hans Jóns Ingva, sendi honum reyndar mail í gærkvöldi sem hann er væntanlega búinn að sjá því hann hringdi áðan...meðan ég var úti í búð.  Svo svarar hann ekki...en hann hlýtur að hringja aftur?!  

Einar var í rosastuði í gærkvöldi, prentaði margar teikningar út af netinu...allskonar draumahús.  Núna get ég tekið þátt í þessu með honum, en ég nennti ekki að spá í þetta áður en við fengum úthlutaða lóð.  Einari þykir ég stundum einum og föst á jörðinni þegar hann tekur sínar flugferðir...en það er gott að ég er hér og get haldið í stóru tána á honum áður en hann svífur langt út í geim...

Geysp... 

Ég held ég láti renna í bað...og slappi vel af meðan ungarnir horfa á Disney... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband