Leita í fréttum mbl.is

Slæmu og góðu fréttirnar

Einar hringdi í mig seinnipartinn, þar sem ég var á leiðinni á fund.  Spurði mig hvort ég vildi góðu eða slæmu fréttirnar fyrst.  Mér var alveg sama, svo ég fékk þær slæmu fyrst:

Jón Ingvi hafði brotnað saman eftir að hann kom heim úr skólanum.  Hann hafði tekið handklæði með í íþróttir (eins og þau áttu að gera núna eftir áramót, en áttu ekki að gera fyrir áramót).  Hann skellti sér úr fötunum eftir íþróttatímann til að fara í sturtu og allir strákarnir bentu á hann, hlógu og sögðu; "haha!!".  Því þeir voru sko ekki með handklæði og hann var sá eini sem var ALLSBER!!!  

Hvað er málið með þessa krakkaa...?!!!  Mig langar hreint út sagt að hrista þau ærlega til.  

Síðustu tvö kvöldin af fríinu er Jón Ingvi búinn að gráta af því að hann vill ekki fara í skólann.  Hann hefur ekki viljað hringja í neinn af strákunum í fríinu og ég held að það sé vegna þess að hann vill ekki höfnum.  Hann segir svo oft að þeir vilji ekki leika við hann.  

Hann getur ekki leikið við stelpurnar, því það er ekki málið í skólanum að stelpur og strákar leiki saman!  Kommon, þau eru 6 ára!!!  En nei, ef það gerist að stelpa og strákur leika saman þá er það sko aldeilis efni í stríði.  AAAAAAAARRRRRRGGGGGGGGGG!!!!!!!!!  

En ég er búin að senda mail á kennarann, og biðja hann um hjálp.  Ég kann það!!!

-------------------------------- 

Nú að góðu fréttinni.

Við sóttum um lóð fyrir áramót.  Og við fengum lóð...!!!

Ég sem var svo viss um að við fengjum ekki lóð...og við fengum sko fyrsta valrétt!!!  

Já, ég er alltaf að læra eitthvað nýtt, ÆM alltaf að sýna mér að ég veit ekki neitt!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Oh ég fæ hnút í magann við að lesa þetta, hvernig foreldrar eru þetta sem eiga þessa drengi eiginlega. Hvað þetta er ömurlegt. Sindra langar að setja Eldar í e-h bardaga íþróttir svo hann geti varið sig, þar sem hann er nú líka svona mjúkur strákur, en ég veit nú ekki hvort það sé einhver lausn.

Ég vona innilega að það verði tekið á þessum bölvuðu vondu strákum, sem eru bara 6 ára.

Vá og til hamingju með lóðina, glæsilegt. Svo er bara að fara að byggja draumahúsið, gaman gaman 

Jóna (IP-tala skráð) 5.1.2007 kl. 08:30

2 identicon

Takk, darling. 

ég sjálf (IP-tala skráð) 5.1.2007 kl. 11:35

3 identicon

 

 Æ litli kallinn

Já þau eru svo sannarlega grimm þessar elskur. Maður skilur ekki alltaf hvaðan þetta kemur. En fyrst og fremst finnst mér að mann eigi að kenna sínum eigin börnum (alls ekki meint til þín) að koma vel framm við aðra og reyna að kenna þeim að setja sig í spor annara. Því að þó svo að þau séu að sjálfsögðu misjöfn þá eiga þau þetta all flest í sér eins og við öll.  Margir foreldra og aftur( ekki meint til þín sys) eru fáránlega blindir á sín eigin börn og trúa aldrei neinu upp á þau. Og það hjálpar ekki neinum. En sem betur fer erum við flest ágætis manneskjur þegar við eldumst.

Hvernig er tekið á svona málum í skólanum hanns ?

Jæja vona að þetta lagist allt og eithvað verði gert.

Hlakk til að sjá þig á miðvikud

Knús frá mér til ykkar 

María Katrín (IP-tala skráð) 5.1.2007 kl. 16:03

4 identicon

Það þarf að passa rosalega vel upp á að krakkar fái ekki að koma svona fram, þau gera þetta kannski af óvitaskap, alla vega í upphafi, finnst eitthvað fyndið sem er særandi fyrir aðra og þá þarf að grípa strax inn í áður en þetta verður að einelti.

Tákna lóðafregnir eitthvað slæmt fyrir Skagamenn?

gurri (IP-tala skráð) 5.1.2007 kl. 17:26

5 Smámynd: SigrúnSveitó

Já, þau geta sko verið grimm!!

Nei, Gurrí, ég held ekki að þetta sé slæmt fyrir Skagamenn, þar sem þetta er 1. hluti af splunkunýju hverfi í framhaldi af hinu splunkunýja Flatahverfi (eða heitir það annars ekki eitthvað svoleiðis?).

SigrúnSveitó, 5.1.2007 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband