Leita í fréttum mbl.is

jólafríið að verða búið...

...ég lét vekjaraklukkuna hringja kl 8.10 í morgun...svona til að venja okkur við aftur...það virkaði svo vel að ég skreið fram, lét hana hringja aftur 8.40...fór inn og rotaðist...svo hringdi hún kl. 8.40...ég komst ekki fram...á stillist hún sjálf á "blunda" og hringdi á 10 mín. fresti til 9.10...þá kom Jóhannes skoppandi og spurði hvort við gætum ekki farið fram að borða.  Svo ég verð að viðurkenna að ég dauðkvíði fyrir að vakna kl. 5.55 í fyrramálið...og vekja ungana...úfffff...

Jóhannes fór í leikskólann.  Hann hlakkaði mikið til en svo kom smá bakslag í hann, enda búinn að vera í löngu jólafríi.  En svo var hann hress og kátur og kvaddi mig með bros á vör.  

Við Jón Ingvi ætlum að vera í óhollustunni í hádeginu, fara út að borða...junkfæði.  Það er svo sjaldan sem við gerum slíkt að það ætti ekki að drepa okkur.  Ætlum að njóta síðustu tímanna saman alein.  Svona rétt áður en við brunum á flugvöllinn og sækjum fröken prinsessu sem á að lenda kl. 14.35.  Hún er búin að eiga góða daga í Græsted og hefur eitthvað aðeins skrifað um það hér.  Þær vinkonurnar hafa gist hjá bekkjarbróðir sínum og haldið bekkjarpartý, svo eitthvað sé nefnt. 

En nú er best að lesa smá... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er svo erfitt að koma sér í rútínuna eftir frí, en það gekk óvenju vel í morgun hjá okkur: Drengirnir voru komir í rúmmið kl 20 í gærkvöldi, Breki vaknaði sjálfur en það er alltaf vesen að koma Eldari á fætur hvort eð er. Annars fékk hann nýja kuldaskó í gær svo honum hlakkaði til að fara í skólann að sína, það hefur líkl. haft e-ð að segja.

ást og kossar

Jóna (IP-tala skráð) 3.1.2007 kl. 13:38

2 Smámynd: SigrúnSveitó

hehe, já það þarf oft lítið til.  Hér verða börnin líka sett í bælið í kvöld kl 20...í síðasta lagi...

ást&kossar til þín líka. 

SigrúnSveitó, 3.1.2007 kl. 16:27

3 Smámynd: SigrúnSveitó

Ég er líka fegin.  Þetta er orðið ágætt í bili.  Hlakka til að mæta í vinnuna, því hún er svo skemmtileg

SigrúnSveitó, 3.1.2007 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband