Leita í fréttum mbl.is

Fía frænka

Þegar við vorum búin að versla áðan þá datt mér í hug að athuga hvort Fía frænka væri heima.  Það var hún og við áttum yndislegar 2 klst með henni.  Hún var yfir sig hrifin af ólátabelgjunum sonum mínum!!  Sagði að það væri nú fyrst áhyggjuefni ef drengirnir bara sætu á rassinum og létu ekki í sér heyra!!  

Svo þekkir hún að sjálfsögðu Einars fjölskyldu, bjó lengi í húsinu beint á móti Báru (ömmu Einars) á Sunnubrautinni.  

Mér hefur alltaf þótt Fía alveg einstaklega yndisleg kona og það hefur ekki breyst.  Ég sagði henni líka að mér þætti alveg yndislegt að hafa þau hérna á Skaganum, einhvern úr MINNI fjölskyldu!!!  

Stákarnir voru yfir sig hrifnir af henni (enda ekki annað hægt) og Jóhannes vildi náttúrlega bara verða eftir hjá henni.  En mér tókst að fá hann með heim samt, með loforði til bæði hans og Fíu að við kæmum fljótlega aftur.  Enda á Fía eftir að fá að hitta Ólöfu Ósk, svo hún kemur með mér næst.  Aldrei að vita nema Einar bara komi með líka.

En nóg um það.  Við fórum líka í Húsasmiðjuna og keyptum jólaskraut á 60% afslætti.  Keyptum jólaþorp, sem mig hefur alltaf langað í en aldrei fyrr keypt mér.  Núna fyrir jólin ákvað ég að skella mér á eitt þegar það yrði útsala Wink tími sko ekki að kaupa mér jólaskraut á uppsprengdu verði í desember þegar ég veit það fer á útsölu strax milli jóla og nýárs!!!  Og reyndar fyrr, sem sýndi sig með jólatréð sem var á 50% afslætti 2 dögum fyrir jól!!!  Ég er sko hagsýn húsmóðir!!!

Og þar sem ég er hagsýn húsmóðir þá ætla ég að ganga frá vörunum í ísskápinn áður en það slær í þær á eldhúsborðinu...hihi... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband