Leita í fréttum mbl.is

Aðfangadagur...

Jæja, best að blogga aðeins áður en jólin skella á með öllu tilheyrandi.

Pabbi kom snemma, mætti í möndlugrautinn í hádeginu og kom með nýjan möndluleik.  Ég hafði keypt eina möndlugjöf og pabbi ætlaði að koma með eina.  En svo kom hann með 5!!  Svo reglan var þessi; Sá sem finnur fyrstur möndluna fær að velja sér pakka fyrstur og svo koll af kolli.  Þannig að allir fengu pakka. 
Áðan var Einar svo spjalla við Jóhannes jr. og spurði hann m.a. hvort hann héldi að hann fengi pakka núna þegar jólin eru að koma.  Þá svaraði þessi elska; "Ég er búin að fá pakka".  Einar spurði hann þá nánar út í þetta, og m.a. hvort hann yrði leiður ef hann fengi ekki meiri pakka; "Nei, ég er búinn að fá pakka".  Eins og Einar sagði; "Því miður þá á þetta eftir að breytast".  Þessi litli moli okkar er svo nægjusamur og ánægður með allt sem að honum er rétt, alveg sama hvað það er.  "Ég þarf ekki fleiri pakka, ég er búin að fá".  Yndislegt.  En ætli hin veraldlegu gæði eigi ekki eftir að ná einhverjum tökum á honum í framtíðinni....

Nóg um það.

Nú er hangikjetið frá Dalatanga (sem Bói kom með að austan) soðið, hamborgarhryggurinn soðinn og bíður eftir að kl verði aðeins meira svo hann komist í ofninn.  Kartöflusalatið tilbúið, kartöflurnar sem eiga að brúnast eru skrallaðar og tilbúnar til suðu, apamaturinn tilbúinn, Einar er að gera frostinginn á þessa "brúnu með hvíta".  Svo þetta er allt að koma.

Jón Ingvi liggur inni í herbergi og horfir á "Jul i Valhal" sem var í möndlupakkanum sem ég keypti (Maja...ég skulda þér...).  Ólöf Ósk horfir á "Disneys juleshow".  Svo aðfangadagur er eins og hann á að vera.  

Vantar bara Siggu Báru og Siggu, en þær fara sjálfsagt að detta inn á hverri stundu.  

Þetta er yndislegur dagur og ég er með tár í augnunum og kökk í hálsinum, full af kærleika og þakklæti fyrir að frá að eiga gleðilega jólahátíð með fjölskyldunni.

Að lokum þetta; 

Elsku fjölskylda og vinir, nær og fjær.  Sendi ykkur mínar allra bestu jólaóskir og megi jólastjarnan skína bjart í hjörtum ykkar allra.

star


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðileg jól, elskan mín. Vona að þið hafið fundið plastpokann ... uppi á stól í stofunni! Og að kisurnar hafi verið hressar!

Skilaðu rosagóðri kveðju til allra frá mér. Sjáumst sem fyrst! 

gurrí (IP-tala skráð) 24.12.2006 kl. 16:31

2 identicon

Gleðileg Jól Sigrún og fjölskylda, bestu óskir um friðsamlegt og farsælt árið sem er að koma.

Gurrý

Valkyrja í Jórdaníu

Gurrý Guðfinns (IP-tala skráð) 24.12.2006 kl. 19:23

3 Smámynd: SigrúnSveitó

Gurrí, við fundum engan poka fáum hann bara næst

Gurrý, takk sömuleiðis

SigrúnSveitó, 24.12.2006 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband