24.12.2006 | 11:30
Aðfangadagur jóla er einmitt í dag...
Já, þá rann aðfangadagur upp. "LOKSINS", segja börnin okkar. Þökk sé sjónvarpi og dvd þá er spennan samt ekki að gera út af við þau! Strákarnir liggja í sitthvoru herberginu og glápa. Prinsessan á bænum liggur í "DEEP HEAT"-baði og lætur sér líða vel. Hún fór á skauta á Ingólfstorgi í gærkvöldi og er með miklar harðsperrur!! En hún var flott á skautunum þótt hún hafi ekki prófað þetta fyrr og greinilegt að hægt er að færa línuskauta-tæknina yfir á ísskautana. Rosa flott hjá henni.
Annars var gærdagurinn svona týpískur þrifdagur. Við vorum fram eftir degi að taka til og þrífa, sem endaði á að ég og börnin brugðum okkur af bæ meðan bóndinn skúraði. Ómögulegt að skúra með 10 fætur tiplandi yfir blaut gólfin...!!!
Við fórum svo að ná í hangikjetssendinguna að austan. Vinnufélagi stjúpa míns hafði tekið kjötið með sér þar sem hann ætlar að vera hjá systir sinni hérna á Skaganum um jólin. Það kom auðvitað í ljós að systurdóttirin og Ólöf Ósk eru vinkonur úr sundinu! Frekar skondið að komast að því, því ég man vel eftir mömmunni frá Norðfirði þótt hún sé nokkuð eldri en ég. Gaman að því.
Svo brunuðum við mæðgur í höfuðborgina, hittum tengdamúttuna mína fyrir utan vinnuna hennar og fórum á einum bíl í bæinn. Fengum stæði án vandræða og svo hófst röltið. Við vorum komnar í bæinn kl 18 og vorum fegnar því að vera ekki að koma kl 21...þá var bærinn stappaður og rúmlega það.
Við hittum allskonar fólk sem við þekkjum. Mér þótti það frekar skrítið, en þetta er sennilega mjög eðlilegt á Laugaveginum...Ísland er minna en Danmörk amk. miðað við fólksfjölda.
Fyrst hittum við Sigga Ármanns, frændi Einars héðan af Skaganum. Á Ingólfstorgi hittum við Evu frænku og dætur. Á leiðinni upp Laugaveginn aftur sáum við sko engan annan en sjálfan Forsetann og frú. Þau voru svo flottt og virðuleg. Ég hef aldrei séð Ólaf Ragnar í návígi áður og var hissa á því hvað hann var hávaxinn...hafði greinilega ímyndað mér hann sem eitthvert peð...!!
Þegar við vorum svo að verða komnar upp að Snorrabraut á leiðinni tilbaka þá hittum við Rakel og Keld!! Eins gott að við vissum að þau væru á landinu, annars hefði ég dottið um koll!! Frábært að hitta Rakel, ég vona bara að hún nái að koma í heimsókn...en nú er jólaboðaörtröðin að ganga í garð á öllum vígstöðvum...svo það kemur í ljós. Annars hitti ég hana í febrúar/mars.
Já, þetta var Þorláksmessa hjá okkur.
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.