19.12.2006 | 18:42
Dóttir mín, gelgjan
Já, það er 11 ára gelgja á heimilinu. Oftast yndislegt, en það kemur líka fyrir að það reynir mjög svo á æðruleysi mitt... Eins og t.d. þegar hún svarar mér ekki heldur yppir öxlum og fýlan lekur af henni, ef ég er heppin þá kreystir hún upp; "ég veit´kki!". Þegar hún gerir það þá vitum við báðar að hún veit vel en vill ekki segja mér það, því hún er ósammála mér. Ég hef margoft rætt við hana um þetta með að hún þarf ekki að vera sammála mér...og hún segist alveg vita það og hún þori sko alveg að vera á móti (sem hún sannarlega sýnir líka á stundum...).
Svo áðan þegar við vorum að borða kvöldmat og ég mismælti mig, sagði "Julefadango" í staðinn fyrir "Absolons hemmelighed" (sem er bæði jóladagatal á DR) þá gall í minni; "Mamma, þú ert svo steikt!"!¨!!! Ég gat ekki annað er skellt upp úr, fannst þetta frekar fyndið. Greinilegt að íslensk gelgjuorð vinna æ meiri sess í orðaforðanum!! Svo nú getur hún með stæl verið gelgja á bæði dönsku og íslensku
Á ég að hrella ykkur meira á sögum úr vinnunni? Held ekki...
Mig langar að koma að afmælisbarni dagsins. Því miður á ég ekki mynd af honum í tölvutæku formi, en afmælisbarnið er hann HaLLi. HaLLi er 34 ára í dag. Ég er búin að óska mömmu hans til hamingju með drenginn (það er sko hún Jónína sem er að passa hann Jóhannes).
Annars ekkert nýtt. Jóladressið á prinsessuna komið í hús, þá vantar bara efri hluta á Jóhannes, búin að kaupa buxur á hann. Svo þetta er allt að koma. Vantar reyndar efri hluta á mig líka...og örfáar jólagjafir og þá erum við klár...baka bara á föstudag eða laugardag...skyldukökuna, þessa brúnu með hvíta...og svo eitthvað gott handa MÉR!!!
Jæja, best að hífa Jóhannes upp úr baðinu...
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 178858
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
mamma mamma mamma þú át mjög góða dóttir sem er ekki svvona mikil GELGJA eins og þú ert að segja hér en ég er nú samt pínu ponsu gelgja en EKKI mikið
hihihihihihi
en núna er ég farin a' lesa
ég elska þig
SigrúnSveitó, 19.12.2006 kl. 19:07
ég elska þig líka, snúlllan mín.
SigrúnSveitó, 19.12.2006 kl. 19:59
Hæ, elskan mín. Long time, no seen!
Gat ekki kommentað á nýjustu færsluna ... ????? En skellti í póst til þín einu blaði þar sem er mynd af Jóhannesi við skreytingavinnu! Hefði birt alla krakkana ef myndirnar hefðu tekist betur. Hann er voða fínn og takk fyrir að leyfa mér að birta hana. Knús úr himnaríki!
gurrí (IP-tala skráð) 20.12.2006 kl. 20:22
spennandi, hlakka til að sjá. Verðum í sambandi varðandi kisurnar og aðfangadag
SigrúnSveitó, 20.12.2006 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.