Leita í fréttum mbl.is

Rósin

Á fyrsta skóladegi mínum í framhaldsnámi hvatti kennarinn okkur til að kynnast nýju fólki, gefa okkur á tal við ókunnuga og opna fyrir nýja vináttu og vingjarnleika.
Ég stóð upp og leit í kringum mig en þá fann ég fyrir hönd á öxlinni minni og leit við. Þarna stóð mjög gömul kona sem brosti eins og sólin framan í mig;
Hæ myndarlegi strákur!, sagðihún. Ég heiti Rósa, ég er 87 ára. Má ég faðma þig?
Ég hló og jánkaði og hún kreisti mig að sér.
Hvers vegna ertu í skóla svona ung?, spurði ég.
Hún svaraði glaðlega; Því ég ætla að ná mér í ríkan eiginmann hérna og eignast með honum nokkur börn!
Nei, í alvöru? spurði ég.
Hún svaraði; Mig langaði alltaf í stúdentspróf og nú læt ég þann draum rætast!

Við gengum saman um ganga skólans, spjölluðum og urðum strax perluvinir. Eftir þetta hittumst við alltaf, alla daga og töluðum út í eitt.
Mér fannst frábært að hlusta á hana og læra af henni. Hún varð vinsælasti nemandi skólans, alls staðar geislaði hún vingjarnleika sínum til fólks. Hún elskaði að punta sig og naut sín í félagsskap okkar unga fólksins.

Í lok skólaársins vildum við nemendurnir að hún flytti lokaræðu nemenda á skólaslitunum. Hún kom í ræðustólinn og flutti ræðuna blaðlaust;
"Við hættum ekki að leika okkur af því að við verðum gömul. Við verðum gömul af því að við hættum að leika okkur. Það eru aðeins fjögur leyndarmál til að halda sér ungum, vera ánægður og ná árangri. Þú verður að hlæja alla daga og sjá spaugilegar hliðar á öllum hlutum. Þú verður að eiga þér draum. Ef þú átt þér ekki draum þá áttu ekkert líf. Það eru svo margir sem lifa dauðu lífi en fatta það ekki. Það er engin gleði, enginn draumur. Engin tilbreyting. Það er mikill munur á því að eldast og vitkast eða bara að eldast og verða gamall. Ef þú ert 19 ára,liggur í rúminu, gerir ekkert af viti í heilt ár, þá verðurðu auðvitað tvítugur ári seinna. Og ef ég er 87 ára og ligg í rúminu í heilt ár, þá verð ég auðvitað 88 ára, einu ári seinna. Allir geta elst. Það þarf enga hæfileika til þess eða hæfni. Best er þó að eldast með því að finna hvernig tíminn sem líður er tækifæri til breytinga. Þá er hreyfing á lífi þínu en ekki stöðnun. Lifðu þannig að þú gerir alltaf þitt besta, aldrei að sjá eftir neinu. Þegar eldra fólk lítur tilbaka sér það sjaldnast eftir því sem það gerði í lífinu heldur því sem það gerði ekki. Þeir sem óttast dauðann eru yfirleitt þeir sem láta ekki drauma sína rætast, þeir lifðu ekki til fulls."

Í lok ræðunnar söng Rósa og hvatti nemendur til að vanda hvern dag sem þeir lifðu. Lifa 100% lífi, eins og sá dagur væri sá síðasti.

Viku eftir útskrift lést Rósa í svefni, hún sofnaði mjúklega inn í himnaríki.

Yfir 2000 nemendur fylgdu henni til grafar og sýndu orðum hennar virðingu; "Það er aldrei of seint að vera sá/sú sem þú í rauninni ert."
Þessi orð fara nú manna á milli í minningu Rósu.

Mundu; að eldast er óhjákvæmilegt en að eldast og vaxa í visku, er val. Með því að gefa fáum við tilbaka.

God promises a safe landing, not að calm passage. If God brings you to it, he will bring you through it.

Góðir alvöru vinir eru eins og stjörnur á himni sem þú veist af en sérð ekki alltaf. Þeir skína best í myrkri, þegar þú þarft mest á þeim að halda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

æjjj krúttlegt :)   Njótið helgarinnar! :)

R frænka (IP-tala skráð) 16.12.2006 kl. 10:48

2 Smámynd: SigrúnSveitó

já, einmitt, mig líka.

takk sömuleiðis. 

SigrúnSveitó, 16.12.2006 kl. 11:21

3 identicon

Þetta var frábær færsla.. vona að ég geti haft þetta að leiðarljósi í lífinu..

Salný (IP-tala skráð) 16.12.2006 kl. 23:48

4 identicon

Halelúja!!! Ég held að allir ættu að lesa þessa sögu á hverjm degi. Allavega góða helgi ég byð að heilsa Einari. kv Ingvar

Ingvar Ari Arason (IP-tala skráð) 17.12.2006 kl. 01:33

5 Smámynd: SigrúnSveitó

skila því :) 

SigrúnSveitó, 17.12.2006 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband