Leita í fréttum mbl.is

Jæja

Fimmtudagar eru langir dagar.  Ég er þreytt, en sæl, þegar ég kem heim. Ég sótti Ólöfu Ósk í Mosó eftir vinnu og við brunuðum til Salnýjar og Lilju Fanneyjar.  Vorum hjá þeim í huggulegheitum í heilan klukkutíma eða svo áður en við rukum af stað aftur til að mæta á fund.  Fengum jólapakka með okkur.  Þær mæðgur og Aðalsteinn bróðir minn verða á Norðfirði um jólin.  Svo fer að styttast í að þau flytji austur Crying svo við lofuðum hvor annari, ég og Salný, að nota tímann vel áður en þau flytja. 
Þegar þau verða flutt þá eru þau öll þrjú systkini mín (þeim megin) komin heim á Norðfjörð...vantar bara mig...Wink 

Annars er lítið að segja.  Lífið er bara mjög ljúft.  Er farin að hlakka til jólanna þó svo að ég sé að fá tremma yfir því að það styttist alltof hratt í prófið...en þegar ég fæ þessi prófkvíðaköst mín þá man ég yfirleitt eftir yfirmanninum á efri hæðinni og hann er svo góður að hjálpa mér alltaf þegar ég bið hann um það.  Yndislegt alveg.  Svo ef ég geri mitt besta þá þarf ég engu að kvíða, það er bara þannig.

Akkúrat núna er ég að bíða eftir símtali á Skype frá Danmörku, en þegar það er búið þá ætla ég að skella mér í jólagjafainnpakningar svo ég geti skotist á Flytjanda á morgun með gjafirnar austur...þá er ég sko mega tímanlega í því!!!   

jol.ht3

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hvað er e-mail addressan hjá ykkur hjónakornunum, sendu mér hana bara á hemmidk@simnet.is er að reyna að koma skipulagi á þessar, mail addressur hjá mér, kveðja Hemmi

Hermann Ármannsson (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband