Leita í fréttum mbl.is

13. desember

Í dag fögnum við þeim áfanga að 8 ár eru liðin síðan elskulegur eiginmaður minn sagði skilið við Bakkus konung.  Margt hefur gerst á þessum 8 árum sem liðin eru.  Flest allt gott.  Við höfum m.a. komist að því að lífið er ævintýr, sem mun enda vel ef við höldum áfram á sömu braut.  Yndislegt.  Hugsið ykkur bara hvað þetta er stórkostlegt.

einar sæti

Það var sem sagt gjöf til hans sem ég var að föndra í gærkvöldi.  Skrapp-mynd.  Ég er með eitthvert æði fyrir skrappi, finnst það hin mesta snilld og hlakka til að ljúka náminu svo ég geti setið í frístundum og dútlað mér við ýmislegt föndur án samviskubits yfir vanræktu námi og prófi sem brestur á fyrr en varir...

Ég var 3. og síðasta dag á BUGLinu í dag.  Og dagurinn endaði á að mér var hrósað í hástert.  Svo þægileg í umgengni og áhugasöm.  Ekki amalegt.  Svo deildarstjórinn sagði mér að hafa samband við sig þegar ég lík námi ef mig langi að vinna á BUGLinu þá muni pottþétt vera vinna handa mér. 
Ég fer nú bara að fá smá trú á sjálfri mér og eigin ágætum í vinnu...svei mér þá...það er búið að bjóða mér vinnu á 13D, og BUGLinu, og á 32A brosa þær mikið sætt til mín og blikka mig og spyrja undurblíðum rómi hvort ég komi ekki til þeirra í vor...!!!  Ekki slæmt að vera svona vel liðin.  Ég verð næstum því vandræðaleg Blush yfir þessu öllu...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með bóndann & besta vininn!   Alltaf aðdáunarvert þegar fólk tekur ákvörðun og ábyrgð á sínu lífi, hamingju sinni og þeirra sem standa manni næst.

Gott að heyra hvað gengur vel í vinnunni (og náminu)  Skil vel að það sé slegist um að fá þig í vinnu ... svona hlý og gefandi manneskja eins og þú ert 

ragnhildur (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 20:07

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk elsku frænka

SigrúnSveitó, 13.12.2006 kl. 20:18

3 identicon

Finnst ekkert skrýtið þótt þú sért vel liðin. Þú ert nú einu sinni Flórens mín!!! Og til hamingju með Einsann þinn!

Gurrí (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 23:27

4 identicon

takk darling

ég sjálf (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 08:23

5 identicon

oo ég er svo stolt af þér !

Það er sko ekki að ásæðulausu að ég þakka þessu sem ég veit ekki hvað er og efast stundum að sé til fyrir fjölskylduna mína

knús örverpið ;) 

María Katrín (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 22:08

6 Smámynd: SigrúnSveitó

takk darling

SigrúnSveitó, 15.12.2006 kl. 08:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband