Leita í fréttum mbl.is

Gaman í vinnunni

Ég er alltaf að finna eitthvað nýtt skemmtilegt sem ég vil gera "þegar ég verð stór"...eða þegar ég verð hjúkka Wink Núna er ég alveg heilluð af því sem heitir Vettvangs Teymi á BUGLinu.  Teymi sem fer heim til fólks og aðstoðar og styður.  Mjög spennandi.  Held eins og staðan er í dag að ég muni amk enda í geðinu.  En fyrir 2 vikum var ég viss um að ég myndi enda á þvagfæraskurðlækningadeild...en það má skipta um skoðun og ég hef nógan tíma.  Plús að það þarf ekki að vera endanleg ákvörðun þó ég byrji á einum stað.  Það mikilvægasta er að mér finnst þetta starf, hjúkrunin, bara geggjað skemmtilegt.

Talvan mín.  Ég held hún sé biluð, þó það hafi ekki verið neitt í gær þegar Einar prófaði hana.  Ég held að viftan sé biluð...heyri hana ekkert fara í gang og talvan verður mega heit.  Svo verður hún skrítin þegar hún verður svona heit.  Ég veit ekki, en ég held t.d. að hún bulli í skype-inu...sagði mér t.d. áðan að mikrófónninn væri vitlaust tengdur...eða hún næði ekki samband við hann og ég ætti að athuga það.  En það var ekkert að, kom bara allt í einu í miðju samtali.  Bögg.  Kostar sjálfsagt mange penge...

Jæja, ætla að klára gjöfina sem ég er að búa til fyrir morgundaginn...segi meira frá því á morgun...!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehe, nei það er satt, það ekkert að marka þig  en karlar á miðjum aldri eru mjög skemmtilegur sjúklingarhópur.  Svo eru þeir yfirleitt að fá svo mikla bót meina sinna að þeir eru mjög þakklátir.  Gaman að því.

ég sjálf (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 10:22

2 identicon

TÖlva, sigrún, Tölva  en ég samhryggist þér, leiðó að standa í svona TÖLVU VESENI 

jona (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 10:24

3 identicon

já pulsan mín  hihi...

ég sjálf (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 12:23

4 identicon

Er sumsé skorið meira í þvagfæri karla en kvenna? Blöðruháls eða hvað? Ég veit svo lítið og er svo lítil.

Geimfrúin (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 12:42

5 Smámynd: SigrúnSveitó

jamm, það er oft skorið í blöðruhálskirtlinn.  Hann vill verða ofvaxinn þegar menn reskjast.  Hjá konum er það helst blöðruupphengingar og það er víst gert bæði á þvagfæraskurðl.deild og á kvennadeild.  Svo þær koma ekki allar á 13D. 
Ímyndaðu þér að vera karlmaður sem ekki hefur getað tæmt blöðruna í fleiri ár, og svo kemur hann í "heflun" og hókus-pókus, nú getur hann allt í einu pissað eins og fermingarstrákur.  Það er gleðilegt fyrir hann

SigrúnSveitó, 13.12.2006 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband