11.12.2006 | 17:19
Þakklæti
Í gær þegar Einar og Jóhannes voru á leiðinni heim frá tengdamúttu, seinkaði þeim um rúma tvo tímar þar sem slys hafði orðið við Þingvallaafleggjarann og veginum var lokað í ca 2 tíma. Þetta var hræðilegt slys, þar sem einn lést. Nú hafa alls 29 látist í umferðinni á þessu ári, og þar af 4 á tæpri viku!!! Hræðilegt.
Það sem mér finnst alveg hreint ótrúlegt er að margir hringdu í lögreglu og kvörtuðu yfir þessari lokun!! Hvað er í gangi? Þvílík og önnur eins sjálfselska í fólki!!! Hvaða máli skiptir hvort við komum aðeins seinna heim en planað var? Frekar að komast heim en alls ekki að komast heim.
Einar sagði mér að þeir hefðu sennilega sloppið heim á tilsettum tíma ef þeir hefðu ekki stoppað í Bónus á leiðinni. En eins og ein kona sagði í dag; "Ja, eða kannski hefðu þeir lent í slysinu...!" Kannski. Kannski ekki. Ég reyndar trúi því að "feigum verður ekki forðað", og væru þeir feigir þá færu þeir, á einn eða annan hátt.
Ég er bara hamingjusöm yfir að þurfa ekki að pirra mig yfir því að sitja föst í einhverja tíma eða ekki og þakklát fyrir að maðurinn minn þarf þess ekki heldur. Þeir feðgar settust inn á Essó og fengu sér SS pylsu og jólaSvala og höfðu það nice. Svo meðan þeir biðu í bílnum sat Jóhannes og horfði á einhverja mynd og Einar hlustaði á XA-radio. Svo komu þeir heim, heilir á húfi og í miklu stuði. Yndislegt.
Ég hef mikið fyrir að þakka og þakka manninum uppi stöðugt. Ég á yndislegt líf, ég er gift yndislegum manni - besta vini mínum, ég er svo lánsöm að hafa fengið að láni yndisleg börn, er blessuð með heilli gommu af góðum vinum og yndislegri fjölskyldu. Get ég farið fram á meira? Mér finnst ekki.
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.