8.12.2006 | 10:26
Afmælisbarn dagsins
Afmælisbarn dagsins er frændi minn, Alli Scheving. Alli er akkúrat mánuði yngri en ég og er því 36 ára í dag. Elsku Alli, til hamingju með afmælið. Vona að dagurinn verði góður.
Ég verð að rifja upp smá minningar um okkur Alla. Við vorum líklega 4-5 ára þegar við kynntumst. Hulda, mamma Alla og Jón Þór, elsku stjúpi minn, eru systkini, svo við kynntumst eftir að mamma og Jón Þór fóru að vera saman, þegar ég var 4 ára.
Alli bjó í Hafnarfirði en kom alltaf í sveitina til afa síns og ömmu á sumrin. Við Alli náðum strax vel saman og brölluðum ýmislegt næstu mörg árin. Alli var fyrsti kærastinn minn, það "samband" byrjaði sennilega sumarið áður en við urðum 6 ára, og hélst sumarlangt, á hverju sumri þar til við vorum að verða 15 ára. Smá kelerí í hlöðunni eða úti í móum. Ekta sveitarómantík
Við Alli gerðum margt sem ekki mátti. Við laumuðumst upp á fjárhúsþak í tíma og ótíma, þar máttum við ekki vera svo þar gátum við setið löngum stundum og kjaftað um heima og geima. Alli var alltaf mikill brandarakall og oftar en ekki veltist ég um af hlátri. Hann kunni alltaf svo marga brandara. Sumir þeirra lifa enn í minningunni og hafa gengið í arf til barnanna minna.
Okkur þótti ofsalega gaman að stríða systrum okkar (sjá á sveitamyndinni hér fyrir ofan - þar erum við Alli og svo systur okkar og Jón Þór). Það var sennilega ekki til sá hrekkur sem við gátum ekki fundið upp á.
Einu sinni tókum við allt sandkassadótið þeirra og grófum það niður í moldarbarði úti á hól. Við höfðum þó vit á að merkja staðinn...en ekki nógu vel því um nóttina gerði rok og merkin okkar fuku. Við fundum aldrei aftur dótið og urðum að játa verknaðinn...
Einu sinni stálum við eggjum úr hænsnahúsinu og köstuðum í hlöðuvegginn. Garðar, pabbi Alla, komst að þessu og neyddi okkur til að fara inn, játa verknaðinn og biðjast afsökunar...ojojoj, það var ekki auðvelt, en við gerðum það samt.
Svona mætti lengi telja, og ég gæti haldið endalaust áfram. En ég ætla að láta staðar numið. Sumt af hrekkjunum er ekki prenthæft...
Ég hugsa með kærleika og hlýju til allra sumranna sem við Alli áttum saman í sveitinni. Öll kvöldin sem við látum í netinu, sem við höfðum fest á baggasleðann og gert okkur dýrindis hengirúm, þar gátum við legið fram eftir öllu og spjallað. Alveg þangað til mamma eða Maja (amma Alla) eyðilögðu stemninguna og kallaði að það væri kominn háttatími!!!
Já, those were the days my friend
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 178858
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
æjjjj krúttaraleg upprifjun hjá þér frænka ;-)
Það sem við Lilja máttum "þola" af uppátækjum ykkar .. híhí
ragnhildur (IP-tala skráð) 8.12.2006 kl. 13:02
já, en það er gott að vita að þið eruð "í lagi" í dag þrátt fyrir allt
SigrúnSveitó, 8.12.2006 kl. 13:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.