Leita í fréttum mbl.is

Ljúfa líf, ljúfa líf

Við áttum yndislegt kvöld í gær.  Borðuðum ekta íslenskan mat, steiktar kótelettur í raspi!!  Mikið svakalega er íslenskt lamb rosalega gott á bragðið.  Það er mjög langt síðan við höfum gert þetta, að borða saman tvö þegar börnin eru komin í bælin.  Við gerðum þetta á löngu tímabili alla sunnudaga.  Það var svona datingkvöld heima í stofu.  Það gaf okkur rosalega mikið.  Undanfarið hefur ekki verið tími í það, Einar oft að vinna eða að sofa fyrir næturvakt eða á fundi, svo við höfum ekki haft mörg kvöld saman í haust.  En það á eftir að breytast, og þá kemst allt í fastar skorður aftur.  Og hver segir líka að þetta verði að vera á sunnudögum?!

Annars er þetta búinn að vera langur dagur í dag.  Ég svaf reyndar óvenjulengi eða til kl 6.45.  Einar var heima svo ég þurfti ekki að koma Jóhannesi á fætur og í leikskólann.  Ljúft að geta tekið því rólega...var nú samt næstum því búin að gleyma kaffinu mínu á símaborðinu...

Ég var svo að vinna til kl 15.50.  Ég fékk slatta af hrósi í dag, hjúkkunum finnst ég vera að standa mig rosa vel Smile Það var voða gaman að fá að heyra það.  Mér finnst þetta líka svo gaman.  

Eftir vinnu náði ég í Ólöfu Ósk í Mosó, við fórum og keyptum nokkrar jólagjafir og skelltum okkur svo á fund.  Hittum Guðrúnu og Berglindi.  Yndislegt.  

Svo var bara að bruna beint heim svo Einar kæmist á fund.  Já, nóg að gera.  En nú sofa ungarnir, og ég held ég halli mér líka... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

takk

SigrúnSveitó, 9.12.2006 kl. 13:47

2 identicon

oh, hvað ég væri til í ísl. lambakótilettur í raspi, búin að langa í það lengi, kannski manni verður bara boðið í svoleiðis fínerí þegar famelían er á fróni næst ;) 

jóna (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband