Leita í fréttum mbl.is

Fíllinn

Ég bara má til með að deila með ykkur sögu sem ég las á blogginu hjá einni vinkonu minni.  Mér finnst hún alveg yndisleg. 

Sagan var um stóran fíl sem var bundinn við pínulítinn trjábút.  Lítill drengur var á göngu með föður sínum og spyr pabba sinn hvers vegna fíllinn slíti ekki spottann eða rífi upp drumbinn.  Fíllinn var bæði stór og sterkur og hefði hæglega geta slitið sig lausan, en af einhverri ástæðu gerði hann það ekki.  Faðirinn sagði drengnum frá því að þegar fíllinn var bara lítill var hann bundinn við þennan sama staur.  Hann rykti og togaði í spottann og reyndi allt hvað hann gat til að losna en ekkert gekk.  Þá var spottinn sterkari en litli fíllinn.  Litli fíllinn gafst upp og sætti sig við örlög sín.  Hann stækkaði og varð stór og stæðilegur fíll.  En þrátt fyrir að hann stækkaði svo mikið að hann hefði hæglega geta slitið sig lausan gerði hann það aldrei.  Það var búið að sannfæra hann um að hann gæti það ekki. 

elefant


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband