Leita í fréttum mbl.is

Jæja

Þá erum við komin heim aftur.  Vá, þetta var alveg æðisleg ferð.  Á Kjalarnesi hittum við Lóu og Anders, og líka Írisi og Þóri.  Frábært alveg.  Lóa ætlar að kíkja í heimsókn þegar Ingó er kominn, en þau ætla að stoppa fram yfir áramót.  Anders og Ásdís koma svo 21. des og verða fram yfir áramót líka.  Íris og Þórir eru flutt heim...vorum að sjá þau í fyrsta sinn síðan við fluttum...en sjáum þau vonandi sem fyrst aftur.  ooohhh, ég elska þessa vini okkar.  

Svo var líka æði í Kópavoginum.  Þær mæðgur, Sigga Bára (tengdamúttan mín) og Sigga (tengdaamman mín) eru svo æðislegar.  (Set inn mynd af okkur um leið og ég finn snúruna til að flytja myndir yfir í tölvuna...)  Svo var auðvitað fullt af öðrum úr fjölskyldunni á svæðinu.  Bara frábært að hitta alla.  

Svo ætlar tengdamúttan mín að mæta hérna um næstu helgi og ráðast í fiskibolluframleiðslu.  Ekki amalegt.  Ætli ég láti ekki hana og Einar um það og laumi mér út í bílskúr og læri.  Nota tækifærið þegar Einar er loks í helgarfríi!!!  

Tengdamúttan mín bakaði geggjaða köku, sérstaklega með mig í huga.  Sykurlaus og svakalega góð images.  Hún ætlar að lauma uppskriftinni til mín og þá kannski skelli ég henni hérna inn, svona til að fleiri geti notið hennar...  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

jamm, hann er hér og kemur fljótlega aftur

SigrúnSveitó, 3.12.2006 kl. 11:21

2 Smámynd: SigrúnSveitó

ps. uppskriftin kemur og þá verður ekkert "snyd"

SigrúnSveitó, 3.12.2006 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband